Leita í fréttum mbl.is

"Eftir á að hyggja"

batur1.jpgÞessi orð sem ég setti hér sem fyrirsögn hljóma nú sí og æ af vörum ráðamanna í íslensku þjóðfélagi.

Þau fara bráðum að verða æði klisjukennd og leiðigjörn á að hlusta.

Jón Sigurðsson sagði í Kastljósinu í kvöld: "Ræðarinn má ekki sleppa árinni í brimrótinu miðju"

Ég veit ekki hvort þetta er máltæki, hef þá aldrei heyrt það áður, en tungumálið hefur að geyma annað máltæki, sem ég hef kunnað lengi og það er svona:

"Árinni kennir illur ræðari"

Jón sagði líka:

"Hafi menn tekið að sér þessi verk þá verða þeir að sinna þeim gegnum þykkt og þunnt"

Ég spyr sjálfa mig: Skyldi einhvern tíma koma að því að einhver ráðamanna segi:

"Við brugðumst" - ?

Hvenær náum við landi? Hvenær verður ráðrúm til að skipta um áhöfn? Verður það þegar báturinn verður fúnaður í sundur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

"Árinni kennir illur ræðari," það er nákvæmlega það sem allir þessir karlar keppas við að segja í dag. - Góður pistill Gréta.

Haraldur Bjarnason, 19.11.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk, Haraldur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband