22.11.2008
Maístjarnan
Ó hve létt er þitt skóhljóð
ó hve leingi ég beið þín,
það er vorhret á glugga,
napur vindur sem hvín,
en ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín,
og nú loks ertu komin,
þú ert komin til mín.
Það eru erfiðir tímar,
það er atvinnuþref,
ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef,
nema von mína og líf mitt
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú gafst mér
það er alt sem ég hef.
En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar einíngarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.
Jón Ásgeirsson/Halldór K. Laxness
Kosningar í maí !
Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:55 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
20 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 121466
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Greta mín.
Mikið er þetta alltaf fallegt ljóð, þ.e. Maístjarnan. Þetta er svo æðislegt og yljar manni um hjartarætur.
Ég er alveg sammála þér. Það eiga að verða kosningar í maí. Það yrði bara ágætt. Og ríkisstjórnin á að segja af sér fyrir jól. Ekki satt? Það er mín skoðun allavega.
Hafðu það sem best í dag Greta mín og farðu varlega. Ætlarðu á mótmælin?
Kv. Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 13:12
Maístjarnan klikkar ekki :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 13:48
Takk fyrir innlitin. :)
Ég var fyrst núna að reka augun í það sem kalla mætti stafsetningarvillur, út frá viðteknum reglum; ætlaði að fara að leiðrétta en hætti við; veit einhver hvort stafnsetningin er svona frá hendi höfundar, eða einhvers sem hefur skrifað textann upp?
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.11.2008 kl. 18:58
Stafnsetningin ;) = Stafsetningin, átti þetta nú að vera.
Þakka þér fyrir að upplýsa mig um þetta, Skorrdal.
Ég segi reyndar það sama, mér finnst basl að lesa Laxness út af þessu. Ég hef ekki lesið mikið eftir hann, las Íslandsklukkuna í menntó, svo kannski eitthvað meira, hreinlega man það ekki. Hef stundum þagað þunnu hljóði þar sem hann hefur verið ræddur vegna þess að hafa ekki lesið bækur sem mörgum þykir sjálfsagt að allir hafi lesið! En hann má eiga það að bækur hans eru víst alltaf byggðar á staðgóðum heimildum, eins og Jón Bö sannaði okkur með því að draga fram allskyns gömul skjöl sem klukkan styðst við. Mér finnst hann líka lunkinn (lúnkinn) húmoristi, það aflaði honum á sínum tíma ekki vinsælda að pota í auma bletti landa sinna.
Ég var góð í stafsetningu í skóla, hafði lítið fyrir að læra hana, ég er með ágætt sjónminni. En í seinni tíð er ég reyndar orðin dálítið lesblind, eða hvað sem nú má nefna það, ég sé það stundum þegar ég les aftur það sem ég hef skrifað á blogginu. Púkinn dugir nefnilega ekki alltaf, stundum gleymi ég líka, eða nenni ekki að nota hann.
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.11.2008 kl. 19:50
Gréta, innsláttarvillur á lyklaborði hafa ekkert með stafsetningu að gera
Sammála þér með Kiljan, almennt þykja mér bækurnar hans leiðinlegar aflestrar - en lestu Gerplu! Fyrir þá bók fyrirgef ég honum allar réttritunarsyndir og jafnvel hugsanlegan "höfundarréttarstuld" úr Fóstbræðrasögu.
Kolbrún Hilmars, 22.11.2008 kl. 20:05
Kolbrún, ég geri mér fulla grein fyrir því að það hefur ekki með stafsetningarvillur að gera.
Ég talaði um innsláttarvillurnar í framhaldi af því að ég ræddi stafsetningarvillur.
Ég held að ég hafi einhvern tíma byrjað á Gerplu, kannski ekki, einmitt vegna þessarar samlíkingar sem þú nefnir...kannski geri ég aðra tilraun. Ekki víst að hún tækist betur, því mér hafa alltaf leiðst Íslendingasögur. Fengið hálfgerðan aulahroll þegar dáðst var að sögupersónum hennar af mikilli andakt. Kannski er það mömmu að kenna að hafa ætlað að láta mig lesa eina þeirra með gömlu orðfæri þegar ég var 7 ára, það gerði mig frekar fráhverfa þeim en hitt, - ég var oft frekar þvermóðskufull gagnvart móður minni á þeim árum og lengi vel svo sem ágætt að kenna öðrum um. Ég lærði einhverja litla bláa bók sem ég man ekki hvað hét í barnaskóla þar sem var sagt frá efni þeirra, ætli mér hafi ekki alltaf fundist það nóg. Fyrst núna að vakna áhugi á að lesa þessar sögur.
Svo voru líka Biblíusögur sem maður lærði utanað, þær hafa dugað mér ágætlega, hef svo sem ekki stúderað þá bók mikið út yfir það, þó ég hafi gluggað í hana hér og þar. Reyndar er ég núna að lesa Nýja Testamentið frá orði til orðs, í eintaki sem amma mín átti með því í sérútgáfu og stóru broti.
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.11.2008 kl. 20:27
Hennar = les þeirra.
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.11.2008 kl. 20:28
Þakka þér fyrir innlitið, Kolbrún.
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.11.2008 kl. 21:09
Gréta, í Gerplu gerir Kiljan einmitt stólpagrín að fornhetjunum; Ólafi Noregskonungi sem fór víða um lönd og kristnaði liðið með vopnum og píningartólum og naut til þess aðstoðar íslensku fóstbræðranna sem voru með dýrðarglampa í augum - sagan öll minnir reyndar svolítið á íslensku útrásina og afdrif hennar í dag
Biblíuna lærði ég að lesa í enskudeild HÍ (King James Version) sem var skyldulesning fyrir enskar bókmenntir. Ef þú ert að fara yfir NT lestu þá fyrst guðspjöllin, en láttu minni trúboða mæta rest.
Gamla testamentið er auðvitað fyrst og fremst sögulegt rit, en Orðskviðirnir og Ljóðaljóðin hafa víðtækara og bókmenntalegra gildi.
PS. Ég er óforbetranlegur bókaormur...
Kolbrún Hilmars, 22.11.2008 kl. 21:19
Kolbrún, ég frábið mér vinsamlegast ráðleggingar um það hvernig best sé að lesa NT. Ég hef mitt lag á að gera hlutina og er ekki í bráðri þörf fyrir ráðgjöf.
Ég á reyndar Biblíuna í nútímaútgáfu á ensku, frá Skotlandsárum mínum, og hef lesið í henni hér og þar, eins og í íslensku útgáfunni minni frá 1981 (á ekki þá nýjustu ennþá), þó svo ég hafi enn ekki komið í verk að lesa hana frá orði til orðs. Ekki hef ég mikla trú á því að Biblían hafi verið lesin í heild í enskudeild HÍ, mér þykir mun sennilegra nemendur hafi rýnt í valda texta úr henni. Þar sem lestur helgirits á borð við Biblíuna (sem er í rauninni safn margra rita) í heild sinni hefði verið mjög tímafrekur, í námi sem ég myndi halda að þyrfti að spanna breiðara svið en svo að tími hefði unnist til slíks.
Ég vil benda þér á í þessu tilliti að ég stundaði nám í guðfræði í rúmlega hálfan vetur við HÍ, veturinn 2002-2003, þannig að mér er Biblían, þar með talið Nýja Testamentið, að nokkru leyti kunn, þó svo ég viðurkenni fúslega að ég hefði mátt vera iðnari við lesturinn en raun varð á þessa 8-9 mánuði sem ég sótti tíma við guðfræðideildina.
Ég bið velvirðingar ef ég hef í fyrri athugasemd gert of lítið úr þekkingu minni á Biblíunni og þar með komið þér til að halda að lestur minn nú á NT sé frumlestur. Þar er sennilega ofurhógværð minni um að kenna, ég er lítið fyrir að berja mér á brjóst eða flagga kunnáttu/þekkingu sem ég tel mig ekki hafa fullkomlega á valdi mínu. Það sem ég átti við í þeirri athugasemd er að ég hef ekki fyrr tekið mér fyrir hendur að lesa ritið frá A til Ö, heldur hefur ég gripið niður hér og þar í guðspjöllin og bréf hinna minni trúboða, án þess að gera þeim verðug skil, eða þau skil sem til var ætlast í náminu sem ég talaði hér um áður. Þar var þó að nokkru tímaskorti um að kenna, þó ég viðurkenni hyskni í þokkabót (ég datt í yrkingar í stað lesturs), þar sem á þeim á tíma var ég í 80% vinnuhlutfalli við hjúkrunarstörf.
Að endingu langar mig til að benda þér á að ég heiti Greta, ekki Gréta.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 01:02
*hinna minni trúboða, sem þú nefnir svo.
Ég vil í þessu sambandi benda þér á að Páll, sá maður sem er talinn hafa haft hvað mest áhrif á það hvernig frumkristnin þróaðist eftir daga Krists, skrifaði ekkert guðspjall.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 01:09
Reyndar dásamaði Jón Böðvarson mjög skemmtigildi Gerplu í íslenskutímum á menntaskólaárum mínum - en ég hef því miður alltaf verið heldur fráhverf stórkarlalegu gríni af því tagi sem ég ímyndaði mér víst af lýsingunum að dæma að mætti lesa í þeirri bók.
Þannegin að - það verður líklega bið á því að ég nenni að lesa Gerplu, hversu mjög sem leitast er við að gylla þá bók fyrir mér.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 01:17
Greta, rétt nafn skal það vera
Ekki var ætlun mín að gera lítið úr þekkingu þinni, ég gekk bara út frá því að þú hefðir svipaðan grunn og ég; máladeild í menntó, og svo heimspekideild HÍ að því loknu. En ég lýg ekki þessu með biblíuna og enskudeildina - skyldulesningin var valdir kaflar, reyndar ALLTOF margir að mínum dómi :) - en kveikti þó áhugann til þess að lesa allan pakkann.
Reyndar er ég ekki aðdáandi Pauls/Sauls, hann var ekki kven"hollur".
Faðir minn heitinn vildi að ég færi í guðfræðina, sem ég hafði lítinn áhuga á, og þegar ég spurði hvers vegna, sagði hann að ég væri svo góð að prédika. Skil alls ekki hvað maðurinn átti við
Kolbrún Hilmars, 23.11.2008 kl. 15:41
Kolbrún, sagði ég þig nokkuð ljúga? Reyndar er það sagnorð sem ég forðast í lengstu lög að nota, vegna þess að mér finnst það bæði ljótt og mjög oft hafa of sterka merkingu miðað við það sem því er ætlað að tjá. Ég sé að ég hef haft rétt fyrir mér varðandi það að þið hafið lesið valda kafla - reyndar sagðir þú hvergi annað, þú sagðir einfaldlega að þú hefðir lært að lesa Biblíuna í enskudeildinni - ekki að þið hefðuð lesið hana alla. Ég skil núna hvað þú áttir við.
Það að Páll sé ekki vinsæll meðal femínista nútímans, eða þeirra sem vilja sem mest frelsi og réttindi konum til handa, breytir ekki þeirri sögulegu staðreynd að hans grein af kristni, þær áherslur sem hann lagði, hafa orðið ofan á í heiminum, meðan til dæmis Armenska kirkjan og Hoffa kirkjan (í Egyptalandi) hafa verið áhrifaminni, enda hafa þessar kirkjur ekki seilst til pólitískra valda eins og kaþólska kirkjan hefur gert.
Faðir minn heitinn skipti sér minnst af því hvað ég hygðist leggja fyrir mig, mér finnst eftir á að hyggja að hann hefði alveg mátt gera það og leiðbeina mér hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur, þar sem ég var mjög áttavillt eftir stúdentsprófið um það á hvað ég ætti að stefna, þó svo málanám hefði reyndar legið beinast við. En hans trú var auðvitað sú að hver væri sinnar gæfu smiður og að ekki ætti að ráðskast með fólk.
Auk þess voru hippatímar og þótti ekki smart að láta "gamla settið" hafa of mikil áhrif á sig. Foreldrar mínir voru frekar íhaldssöm (konservativ)um margt í uppeldinu, svo ég var oft í uppreisn innra með mér, þó ég bæri það mikla virðingu fyrir foreldrum mínum að ég opnaði mig ekki um hana gagnvart þeim. Enn í dag andmæli ég ekki móður minni að ráði, enda eru skoðanir okkar svo gjörólíkar, oft og tíðum, og hún auk þess mjög föst fyrir, að það slíkt hefði lítið upp á sig.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 18:26
Ég breytti letrinu á "eftir á að hyggja" vegna þess að ég býsnaðist í færslu hér um daginn yfir ofnotkun þessa orðasambands - og svo vissi ég ekki fyrr til en að ég var búin að skrifa þessi tískuorð sjálf.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 18:31
Greta, ég vissi að við ættum ýmislegt sameiginlegt.
Nema þegar við komum að Paul/Saul, ég kann honum engar sérstakar þakkir fyrir að bera ábyrgð á kirkjulögunum sem voru lengst af ekkert skárri en múslimalögin varðandi hlutverk kvenna sem við gagnrýnum hástöfum í dag.
Þetta með uppreisnartíma og hippaviðhorf var ekki neitt sem ég þurfti að glíma við heima fyrir í æsku. Foreldrar mínir voru aldrei íhaldssöm og viðhöfðu engin skoðanaboð eða bönn sem ég þurfti að mótmæla. Frjálsar umræður í eldhúsinu hvert kvöld eftir mat og alltaf var hlustað og gagnrýnt eftir efninu en okkur börnunum voru engin grið gefin ef við klúðruðum rökunum fyrir okkar málstað.
Mamma er enn í fullu fjöri á níræðisaldrinum, enda ekki bara húsmóðir þrátt fyrir aldur - hún er reyndar frjálslyndari og jafnvel róttækari en ég
Kolbrún Hilmars, 23.11.2008 kl. 18:55
Kolbrún, þú gerir mér upp skoðun varðandi Pál - ég sagði aldrei mína skoðun á því sem hann boðar - ég benti einfaldlega á sögulega staðreynd. Ég þakkaði hvergi Páli boðun hans.
Margt gott kom frá Páli, til dæmis það sem hann sagði um kærleikann í fyrra Korintubréfinu, (13, 1-13) og flestir geta verið sammála sem teljast vilja góðir menn/konur - annað orkar meira tvímælis, og hefur verið umdeilt á síðustu áratugum, kannski lengur. Kannski þú ættir að kíkja aðeins aftur á "hina minni trúboða" og lesa þennn stað sem ég bendi á. En auðvitað ertu búin að lesa þetta, ég skil að þú talar um Pál almennt, ekki einstaka staði í bréfum hans.
Foreldrar mínir viðhöfðu ekki nein skoðanabönn, langt í frá, maður vissi einfaldlega út frá því hvað þau sögðu og hvernig þau höguðu sér hvað þeim þótti við hæfi og sæmandi. Ég bjó ekki við strangan aga, ég var reyndar mjög frjáls að mörgu leyti - þarna má segja að hafi kannski verið um þann eðlilega núning sem verður á milli kynslóða, nokkuð lífsreynds fullorðins fólks og unglings. Manni voru innrættar kurteisisreglur í umgengni við annað fólk, sem mér finnst stundum hafa gleymst í nútímanum, reglur sem miða að því að gera samskipti fólks liprari og ánægjulegri. Í umgengni við útlending hefur stundum komið sér vel að hafa þessar kurteisvengur með í farteskinu frá bernskuheimilinu.
Reyndar þótti faðir minn mjög frjálslyndur á margan hátt - en maður vissi til hvers var ætlast af manni hvað varðaði hegðun út á við, eða þóttist vita það. Kannski voru foreldrar mínir mun umburðarlyndari en ég gerði mér grein fyrir - því hef ég reyndar komist að síðar - kannski var það einfaldlega ég sem setti sjálfri mér skorður í ýmsu tilliti, þar sem ég var mjög feimin og inn í mig sem unglingur, en tókst kannski oft ágætlega að láta lítið á því bera.Skólafélagar mínir töluðum um að ég væri "alltaf svo róleg", hins vegar sagði mamma einu sinni við mig: "Greta mín, ég ætla rétt að vona að látir ekki svona í skólanum eins og þú gerir hér heima". Ég varð satt að segja alveg gáttuð á henni að henni skyldi detta slíkt í hug!
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 19:21
Kannski ætti ég að bæta við þetta að stjórnmál voru aldrei rædd á bernskuheimili mínu - umræður snerust um andleg mál og hollustuhætti, andlega sem líkamlega, þar sem þetta voru aðaláhugamál beggja foreldra minna. Þau höfðu bæði áhuga á mannrækt - og líka garðrækt! Lestur, útivera og ferðalög um landið skipuðu háan sess, pabbi málaði (málverk), orti og skrifaði stundum pistla í blöð og tímarit, mamma lagði stund á yoga og kenndi það á tímabili - á síðari árum gerðust þau víðförul um heiminn, ferðuðust saman til Suður-Ameríku, Malaysíu, og Kenýa, auk Evrópulanda.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 19:29
Hjó nú allt í einu eftir þessu hjá þér "enda ekki bara húsmóðir þrátt fyrir aldur" - ertu með þessu að segja að konur sem eru "bara" húsmæður geti ekki verið í fullu fjöri?
Mamma telst víst vera ein þeirra kvenna sem má titla"bara húsmóðir", þar sem hún stundar ekki launavinnu, enda orðin ellílífeyrisþegi fyrir löngu - hún verður 85 ára eftir viku - en hún er líka ótal margt annað, til dæmis mjög vinsæl amma og langamma, fyrir utan að vera móðir okkar dætranna, og vinkona. Hún er mjög iðin að sækja tónleika og ýmislegt annað félagslíf. Hún heldur enn heimilinu hreinu án aðstoðar og tekur á móti gestum - bakar og eldar mat og heldur matar- og kaffiboð, og prjónar fínar húfur úr garnafgöngum, - svo þarf hún að kaupa viðbót við afgangana til að geta klárað þær, sagði hún mér um daginn.;)
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 19:40
Greta, ég átti við að mamma gamla er enn í fullu starfi
En mér heyrist af lýsingunni þinni að kellurnar okkar eigi ýmislegt sameiginlegt - bæði ferðalög og menningarrækt. Ekki handavinnu þó - mín er örvhent og hefur aldrei komist upp á lag með þá iðju.
Kolbrún Hilmars, 23.11.2008 kl. 20:04
Já, þú átt við "active", í fullu starfi við að sinna fjölskyldu og áhugamálum, auk þess að hugsa um sitt heimili?!
Það er örugglega rétt hjá þér að þær gömlu okkar séu um margt líkar - þó mig gruni að þær séu algjörlega á öndverðum meiði hvað varðar stjórnmálaskoðanir!
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 21:51
Kolbrún, þetta orti ég meðal annars á þessu tímaskeiði ævi minnar:
Próflestir og jólavon
Kveldvinnan er latri kvöð,kvíðir núna prófi;
ef aurum sínum eyddi ei hröð
vær´ei auður lófi.
Leitt er það hve löstur sá
leikur greyið grátt;
til himnafeðga halla blá
horfa má um sátt.
Kvelur efi kvinnuna;
kvurt mun þetta leiða?
Hugur hennar vinnuna
herða má og skeiða.
En hugurinn er hálfur
horfinn trölla til,
einmana eins og álfur
um aftans bil.
Vaka mun þó vonin sú:
Að vinnan göfgi svanna,
braggast muni hennar bú
og birtast ljósið sanna;
Að ljómi jóla ljós um borg,
lýsi alla ranna,
kætin tifi Guðs um torg
og tæra gleðin sanna.
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.11.2008 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.