Mér datt í hug að skrifa þessa færslu þegar ég hlustaði á ræðu Hjartar Magna Jóhannssonar, fríkirkjuprests, í útvarpsmessu í morgun, þar sem hann talaði um Barack Obama, forsetaefni Bandaríkjamanna, sem afkomanda þræla, og átti þá auðheyrilega við þræla sem seldir voru mansali til Bandaríkjanna fyrr á tímum.
Þetta er misskilningur sem mig langar til að leiðrétta.
Barack Obama yngri (junior) er ekki afkomandi bandarískra þræla. Faðir hans, Barack Obama eldri (senior) var Kenýamaður, af kynflokknum Luo, sem að vísu fæddist áður en landið hlaut sjálfstæði, en hlýtur þó að teljast að hafa verið borinn frjáls. Má vera að frændur hans hafi fyrr á öldum verið leiddir í þrældóm vestur um haf. Kann að vera að einhverjir forfeðra hans hafi einhverntíma verið þrælar höfðingja á þeim slóðum sem nú kallast Kenýa, eða jafnvel víðar í Afríku. Með sömu rökum mætti kalla alla Íslendinga afkomendur þræla.
Það má vel vera að Barack Obama samsami sig afkomendum bandarískra þræla í baráttu þeirra fyrir mannréttindum og að þeir séu stór hluti áhangenda hans, - en hann er ekki einn þeirra.
Það virðist einnig oft gleymast í umtalinu um Obama að hann er ekki alfarið svartur - hann er af blönduðum kynþáttum, þar sem móðir hans er hvít - þó svo vissulega eigi skilgreiningin afrísk-amerískur fullkomlega við hann, sakir uppruna hans.
Rétt skal vera rétt og til haga haldið.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:20 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
339 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjörtur Magni talaði líka um að hér á landi væru hús ekki byggð á bjargi vegna jarðskjálftahættu og virðist ekki gera sér grein fyrir því að hús á fastri klöpp, bjargi, eru öruggust í jarðskjálftum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.11.2008 kl. 17:03
Barack Obama virðist geta staðið sem samnefnari fyrir ýmsa hópa samfélagsins án þess að kannski tilheyra beint einum hópi. Hann er bæði svartur og hvítur, frá "skilnaðarheimili", sonur foreldra af einni ríkustu álfu heimsins og hinni fátækustu og hann tilheyrir ekki stórfyrirtækjum, ofurríkri ætt eða pólitískum kreðsum. (okkur vantar eiginlega "einn svona" á Íslandi í dag
Að hlusta á ræðuna hans þegar honum var ljóst að hann hafði unnið kosninguna var sem vonarljós kviknaði í dimmri tilveru alheimssamfélagsins. Ef einhverjum tekst að snúa málum við í Bandaríkjunum og víðar þá held ég að hann hafi það sem þarf. Eða allavega gefur hann manni von um að hann hafi það sem þarf. Kannski fólk fari þá að átta sig á að gæði fólks er ekki í húðinni eða ætterni...
Bestu kveðjur Greta mín, hafðu það gott
Ragnhildur Jónsdóttir, 23.11.2008 kl. 17:56
Mikið rétt. Þetta var samt að mínu viti góð ræða, þó svo honum hafi skjöplast um þessi atriði. Ég er nefnilega líka á því að það sé alls ekki sjálfgefið að stærsti evangelísk-Lúterski söfnuðurinn hér á landi eigi að njóta forréttinda sem þjóðkirkja. Ekki að ég nenni að hefja rökræðurnar frá því í fyrra aftur, ég þarf að einbeita kröftum mínum að öðru þessa dagana.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 18:04
Já, Ragnhildur, það eru miklar vonir bundnar við þennan mann - vonandi að þær rætist.
Bestu kveðjur og þakkir fyrir innlitið, bæði tvö.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 18:06
Sæl Greta mín.
Mikið er ég sammála þér. Þetta gekk svolítið út í öfgar hjá Hirti Magna en fólk má jú hafa sínar skoðanir fyrir mér. En fólk sem er í ábyrgðar stöðum eins og Hjörtur Magni verður jú að passa sig hvað það segir og gerir í kirkjum sínum. Það er mín skoðun.
Tungan lemur segir einhverstaðar. Það má hafa það hugtak hugfast.
Hafðu það annars sem best Greta mín í kvöld og nótt. Heyrumst hress á morgun.
Kv. Valgeir.Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 22:51
Valgeir, það ber að hafa í huga að Hjörtur Magni er Fríkirkjuprestur og engum háður öðrum en söfnuði sínum, sem greiðir honum laun. Þess vegna getur hann hagað orðum sínum að vild í prédikun, svo lengi sem söfnuðurinn fyrtist ekki við.
Hafðu það gott Valgeir minn, þakka þér fyrir góðar kveðjur.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 22:59
Obama er reyndar afkomandi fólks sem átti afríska þræla í móður ættina. Það gerir hann hins vegar ekkert af verri manni, því enginn getur gert af því hverra manna hann er.
Sindri Guðjónsson, 26.11.2008 kl. 12:40
Sindri, það var fróðlegt að fá að vita þetta um þrælaeign fólks í móðurætt Obama. Það er engum manni til lasts hverjir forfeður hans voru, ég er sammála þér í því. Obama getur engan veginn borið ábyrgð á syndum feðra sinna, (þó svo sagt sé að syndir feðranna komi niður á börnum þeirra - en þá er átt við allt annað, tel ég), - auk þess sem þeir hafa vitanlega lifað í hugsunarhætti síns tíma og þurfti eins og kunnugt er töluvert til að breyta honum, og eimir eftir af honum enn. Ætli sumir forfeðra hans í móðurætt fengju ekki nett áfall að sjá þennan afkomanda sinn í þeirri stöðu sem hann mun gegna?! En ég hugsa líka að þeir yrðu stoltir af honum eftir fyrsta áfallið, þegar þeir hefðu hugsað sig betur um.
Sjálf er ég afkomandi eins af seinustu svokölluðu förukörlum, eða flökkurum, Íslands, og reyndar var dóttir hans einnig förukona, og ég er frekar stolt af því að vera komin af þessu fólki en hitt. Þessi förukarl var reyndar einnig forfaðir 2. forseta lýðveldisins, Ásgeirs Ásgeirssonar. Reyndar las ég einhvers staðar að annar þekktur flakkari hafi verið forfaðir Vigdísar forseta, og eiga þessir tveir, samkvæmt sögunni, eitt sinn að hafa setið saman heilt kvöld og ort níð um landshöfðingjann, sem þá var. Lítið hefur þá grunað að afkomendur þeirra beggja ættu eftir að verða þjóðhöfðingjar landsins! Annars man ég þetta engan veginn nógu vel til að segja frá því.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2008 kl. 23:12
En samkvæmt því sem þú segir, Sindri, gæti Obama hæglega átt frændur sem væru afkomendur bandarískra þræla, þar sem það er á allra vitorði að hvítir þrælaeigendur áttu iðulega börn með ambáttum sínum. Þannig að það má leiða líkur að því að Obama eigi þeldökka frændur beggja vegna Atlantsála, það er að segja frændfólkið í Kenýa og afkomendur þrælanna sem voru í eigu móðurættarinnar í Bandaríkjunum, í viðbót við frændfólkið sem flutti frá Kenýa til Bandaríkjanna á síðustu öld. Það er gott að eiga stóran frændgarð, og ætti að auka víðsýni mannsins enn frekar að hafa alist upp að stórum hluta í Austur-Asíu. Heimsmaður og veraldarbúi á valdastóli í Bandaríkjunum; vonandi fær hann nýtt krafta sína til heilla fyrir þjóð sína og heiminn allan.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2008 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.