Leita í fréttum mbl.is

Ég sá ekki betur...

martro.png...en að það kæmi hik á Geir H. Haarde rétt  í þeim töluðum  orðum  í ræðustóli á Alþingi í dag að ekki beri að kjósa utan hefðbundins kjörtímabils "nema eitthvað sérstakt komi upp á".

Hefur ekki "eitthvað sérstakt" komið upp á í íslensku þjóðfélagi?

Var bankahrunið ekki "eitthvað sérstakt"?

Var það bara vondur draumur?

Er allt sem á eftir fylgdi einungis martröð heillar þjóðar?

Hvers vegna voru sett neyðarlög  fyrir tæplega tveimur mánuðum síðan? 

Hafði ekki "eitthvað sérstakt" komið upp á, "eitthvað sérstakt" sem gaf forsætisráðherra ástæðu til að enda ávarp sitt til þjóðarinnar, í beinni útsendingu fjölmiðla, með orðunum "Guð blessi Ísland" ?

Ef þetta var bara vondur draumur þá stendur hann enn.

Vonandi vakna einhverjir bráðum og gera "eitthvað sérstakt".

Myndin með færslunni er héðan:  www.gutenberg.org/files/11571/11571-h/11571-h.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst þetta góður fundur, en SVÖRIN voru hreint út sagt mér ekki nægjanleg.

Þetta var bara algjörlega fáránlegt. Það kom ekkert þarna á þessum fundi, ekkert sem ekki hefur komið fram. Þetta er mitt mat.

Hafðu það sem best Greta mín í dag.

Kv. Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 12:09

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir innlitið, Valgeir.

Hafðu það líka gott.

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.11.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.