Leita í fréttum mbl.is

Magga stigakona

maggap-stigamadur.jpgHvenær skyldi Magga stigakona verða kærð og handtekin?

Kannski næsta föstudag?

Þessi spurning er búin að brenna á vörum mér.

(Ég reikna með að það sé skárri bruni en bruni af piparúða; ég hef sem betur fer aldrei orðið fyrir því að fá hann á mig og hef þess vegna  ekki samanburð).

Ég stal þessari mynd af bloggi Salvarar, þar sem ég hef hvergi annars staðar fundið svona góða mynd af stigakonunni.

Salvör er góður ljósmyndari. Vonandi kærir hún mig ekki fyrir lögreglu eða Persónuvernd eða hvert sem á nú að kæra fyrir brot á höfundarrétti.

mynd_2008-11-22_15-19-50.jpg

 P.s. Asni var ég.  Auðvitað átti ég að skoða síðuna hans Helga J. Haukssonar, þess fantagóða ljósmyndara , - sem þar að auki hefur gefið leyfi til að myndir hans séu notaðar á blogginu, svo framarlega sem það sé ekki gert í ærumeiðandi tilgangi, - til að finna góða mynd af stigakonunni. Leyfi samt mynd Salvarar að vera hér áfram, þó ég bæti mynd Helga hér við. Hætti áfram á lögsókn. Fólk getur þá dundað sér við að bera þær saman.

Haukur útskýrir ágætlega í nýjustu færslu á síðu sinni hvers vegna meðlimir aðgerðarhópa anarkista hylja andlit sín á meðan á gjörningum stendur. Það rann upp fyrir mér ljós að samkvæmt  skýringu Helga er hún sú sama og á skýringin á því af hverju þjóðkirkjuprestar skrýðast hempum við kirkjulegar athafnir, sem sé til að draga athygli þess sem sér og heyrir frá persónunum sem framkvæma athafnirnar og á sama tíma að athöfninni sjálfri. Nokkuð augljóst þegar maður veit það. Og mætti ætlað það hógvært gagnvart málstað þeim málstað sem barist er fyrir á friðsamlegan háatt.

Þetta er svo sem ágætis skýring út af fyrir sig. Samt sem áður líkar mér ekki þessi leynd. Hún minnir mig um of á Ku Kux Klan eða aðra terrorista til þess að ég sætti mig fullkomlega við hana. Örugglega er mörgum öðrum en mér líkt farið.

Því hvar eru mörk þess friðsamlega og hins glæpsamlega? Hvern er hægt að draga til ábyrgðar ef hlutir fara úrskeiðis, ef engir vita hverjir voru þar á ferð? Er það ekki einmitt leyndin sem barist er á móti? Og er ekki hamrað á því þessa dagana það verði að leiða í ljós hjá hverjum ábyrgðin á öllu leynimakkinu liggi í þjóðfélaginu? Þeir eru ansi margir huldumennirnir, sem þó ganga ekki með hauspoka, heldur reiða þeir sig á þögn góðvina sinna sem launa þeim vinargreiðana svo lítið ber á.

Allt þetta leyndar-dæmi þykir mér vafasamt þó sagt sé að það þjóni tilganginum, það þjóni þjóðinni og stuðli að bættu þjóðfélagi. En það hefur bara of lítið heyrst frá þessum mönnum hvernig þeir ætla að framkvæma hlutina og hvað aðrar aðferðir þeir hafa hugsað sér. Hvernig þjóðfélag vilja anarkistar sjá, fyrir utan það sem segir í þessum slagorðum:Niður með kapitalismann - Réttlætið lifi!

Kíkið svo á frábæra tillögu Jennýar Önnu - og viðbót mína við hana - hér í athugasemdakerfinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú eða hótar þér með lögfræðing hehe.

Annars er Jón karlinn dætur í bleiku. 

Ég legg til að ríkisstjórnin fái júníform í þessum lit.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er sammála því, kallinn var fínn.

Og Bónusfáninn var flottur líka.

Góð hugmynd - og löggan líka.

Heldurðu að það yrði ekki friðsamlegra í miðbænum um helgar ef löggan væri þar á vappi í bleikum júníformum? 

Litir hafa mikið að segja.

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.11.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband