Leita í fréttum mbl.is

"Étt´ann sjálfur!"

steingrimur_j_sigfusson_1981.jpgomar_ragnarsson.gifMikið vildi ég að það væri væri hægt að smella þessum tveimur mönnum saman í einn.

Ómar hefði farið létt með að skella í einn brandara og fá þingheim til að veltast um af hlátri yfir ummælum Björns Bjarnasonar, í staðinn fyrir að hrópa í bræði: "Étt´ann sjálfur!"

Báðir eru með afbrigðum þrjóskir, eða á ég að segja þrautseigir. Ímyndið ykkur útkomuna ef sú þrautseigja væri öll samankomin í einum manni. Þá yrðu fjöll að víkja úr stað!

Svo væri extra bónus að það væri engin hætta á að þeir færu í hár saman - og hárunum myndi fjölga. Wink

rúv: Steingrímur J. reiðist Birni Bjarnasyni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur karakter hann Ómar og Steingrímur J. er fínn líka. Ólíkir samt með afbrigðum þó.

En maður er nú orðin ef svo má segja alveg hundleiður á þessari efnahags umræðu sem tröllríður öllu þjóðfélaginu okkar nú um þessar mundir. Þetta er orðið svolítið þreytandi. Allavega verður það til lengdar séð.

Ég hló nú svolítið við lestur greinarinnar hjá þér. Þetta var flott grein.

Hafðu það sem best.

Kv. Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Góð blanda.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 26.11.2008 kl. 11:42

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hjó við ofza nafna þarna í beinni.

Nýbúinn að mæra hann sjálfur í færzlu.

Ekki sæmandi neinum sæmundi...

Steingrímur Helgason, 26.11.2008 kl. 21:01

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er ekki gott að reyndur pólitíkus missi þannig stjórn á skapi sínu (þó hann sé fyrrverandi rauðhaus).

Það hefði verið betra að eiga eitthvað gott uppi erminni á móti.

Kannski vissi Bjössi refur alveg hvað hann söng...þó hann sé enginn Lilli klifurmús...hann er víst kominn eins hátt og hann kemst.

Svo fer fólk að hugsa, ja getur það verið, að hann sé rövlandi á móti nefndinni...til að tefja fyrir stjórninni að gera eitthvað...það er þó of langsótt fyrir minn smekk.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.11.2008 kl. 21:13

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta eru öðruvísi tímar, viðbrögðin eru öðruvísi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2008 kl. 12:15

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, Jenný, ég hugsa að fólk sé í dag tilbúnara að horfa fram hjá svona viðbrögðum, við þessar aðstæður, og þyki þau skiljanleg - það eru svo margir reiðir, miklu fleiri en Steingrímur.

Fullyrðing BB var náttúruleg mjög ósanngjörn.

Bara gott á meðan ekki brjótast út slagsmál á þingi - er það ekki frá Úkraínu sem við sjáum stundum myndir af handalögmálum í þinginu - alla vega einhverju af þessum ríkjum þarna austur frá.

Þetta var eins og hver annar sandkassaslagur - þó auðvitað sé alvara þess máls sem rætt var mikil.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2008 kl. 13:02

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér heyrist jafnvel  að "étt´ann sjálfur" sé á góðri leið með að verða að máltæki meðal almennings, rétt eins og nú er alvanalegt að talað sé um að "taka Lúkasinn" á eitthvað!

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.12.2008 kl. 13:20

8 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Kvitta

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.