28.11.2008
Ég hef verið að velta fyrir mér...
...spurningu sem maður einn bar upp í kommenti á bloggi Birgittu Jónsdóttur um daginn, í umræðu sem spannst út frá óeirðunum við lögreglustöðina á Hlemmi s.l. laugardag. Þessi spurning sló mig og mér finnst hún stórmerkilegt íhugunarefni:
"Hvernig er hægt að brjótast inn á stað sem á að vera opinn og [er] ætlaður almenningi?"
Áhugaverður punktur.
Hefur lögreglan í raun og veru leyfi til að læsa að sér eins og hún gerði þennan laugardag? Á ekki varðstöðin að vera opin almenningi allan sólarhringinn, vilji hann leita eftir aðstoð, eða leita svara við spurningum (um atriði sem varða löggæsluna að sjálfsögðu)?
Ég reyndi að leita á netinu að svörum við þessu, lagagreinum eða öðru, en varð einskis vísari.
Hefur einhver svör við þessum spurningum?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:15 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
49 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég þekki þetta ekki Greta mín. Ég er ekki laga fróður maður, en það má náttúrulega segja að mótmælin v/ Lögreglustöðina s.l. laugardag fóru úr böndunum. Það er alveg á kristal tæru.
Það er ekki eðlilegt að að brjóta sér leið inn á lögreglustöðina með látum, spörkum og barsmíðum, til þess eins að frelsa fanga sem var jú búin að vinna sér inn einhver prik, þ.e. var búin að vinna sér inn refsingu með mótmælum eða öðru. Kann þessa sögu ekki alveg.
En svona er þetta nú.Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 01:23
Auðvitað eiga lögreglustöðvar að vera opnar fyrir þeim sem þangað vilja leita með sín mál, en það gengur samt ekki að ráðast á lögreglustöðvar í því sjónarmiði að ætla sér að frelsa fanga. Ég gef lögreglunni allavega mitt leyfi til að verja sína fanga hvort sem við séum sammála handtökunni eða ekki. Þetta fólk þarna á laugardaginn var allavega ekki komið til að ræða málin.
Emil Hannes Valgeirsson, 28.11.2008 kl. 09:34
Nei, auðvitað er ekki eðlilegt að brjóta sér leið inn á lögreglustöð, ef meiningin er að frelsa fanga sem hafður er í haldi þar inni.
Og það er rétt hjá þér Emil að fólkið var ekki komið bara til að ræða málin, það kom til að mótmæla handtökunni.
Ég álít að hugmyndin um að ráðast inn og frelsa fangann hafi komið upp síðar, þegar æsingurinn hafði magnast upp.
Þá er auðvitað eðlilegt fyrir lögregluna að læsa að sér.
Þetta mál var allt hið versta klúður. Vonandi endurtekur það sig ekki.
Til dæmis ef "stigakonan" verður handtekin?!
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.11.2008 kl. 10:41
Dóra litla, ég næ þessu nú ekki með Gkv...???
Greta Björg Úlfsdóttir, 28.11.2008 kl. 10:43
Mér finnst aldrei réttlætanlegt að beita ofbeldi og eyðilegginu bara vegna þess að einhver annar braut af sér. Þeir höguðu sér fáranlega með handtaka manninn en það réttlætir ekki að brjóta og skemma byggingar og ráðast inn með prikum og steinum. Lögreglumenn eru yfir höfuð gott fólk þó eins og annars staðar eru gerð mistök. Mér fannst þetta bara merki um óvitaskap og alls ekki til fyrirmyndar.
Verst fannst mér þó að sjá fólk með börn og unglinga með sér.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.11.2008 kl. 10:58
Sammála þér Nanna
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 11:30
Takk fyrir þín greinargóðu svör, Skorrdal. Ég er hjartanlega sammála því sem þú segir þarna, um þjóna þjóðarinnar sem gerast varðhundar spillingarinnar. Hins vegar gæti ég trúað að lögreglan sé nokkuð klofin í þessu dæmi, það á kannski eftir að koma betur í ljós, ef aftur skerst í odda. Til dæmis hefur hún staðið sig með prýði á Austurvelli, en svo virðast einhverjir algjörir gapuxar, litlir hræddir kerfiskarlar, hafa staðið vaktina á lögreglustöðinni í sambandi við þessa handtöku og svo að höndla viðbrögðin við henni.
Allt þetta mál Hauks Hilmarssonar var eitt endemis klúður. Það væri fróðlegt að vita hver var upphafsmaðurinn að því að það var sett af stað, það er að segja handtökunni í Alþingishúsinu, og hvað viðkomandi ætlaði sér að fá fram með því. Því eitt er víst að handtakan var engan veginn lögmæt, þó eitthvað sé óljóst talað um beiðni frá lögreglunni á Blönduósi, halló???
Var viðkomandi einfaldleg svo heimskur að sjá ekki afleiðingarnar fyrir, eða var meiningin að æsa upp "skrílinn" svo hægt væri að sýna öðrum landsmönnum fram á það á sjónvarpsskránum að mótmælendur sé trylltur lýður sem ekki dugi nein vettlingatök á? Manni detta í hug strákar sem köstuðu grjóti í ísraelska hermenn og voru skotnir fyrir eins og um harðsvíraða glæpamenn væri að ræða. Sem betur fer eru ástandið ekki svo slæmt hjá okkur, þó lengi geti vont versnað.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2008 kl. 05:29
Því hefur verið fleygt að "nafnlausi maðurinn" sem borgaði sektina fyrir Hauk sé háttsettur maður í réttarkerfinu. Mér hefur satt að segja aðallega dottið eitt nafn í hug í þessu sambandi, maður sem gjarnan kennir sig við kristilegan kærleika. Eitt er víst að þetta var orðinn Gordíonshnútur sem varð að höggva á, mér finnst báðir menn að meiri, sá nafnlausi að höggva á hnútinn á þennan hátt og Haukur að þiggja það að vera leystur út, þegar hann vissi hvernig ástandið var orðið fyrir utan, þó hann hafi ætlað að sitja af sér dóminn frekar en að borga og viðurkenna þar með á vissan hátt réttmæti dómsins.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2008 kl. 05:37
Dóra litla (úff, kjánalegt að ávarpa manneskju þannig)
Lögreglunni á Blönduósi "ljáðist" ekki að senda Hauki kvaðningu, heldur láðist henni að gera það, þú viðurkennir þó að henni hafi láðst það (þó þú kunnir ekki að nota sögnina) = ergo, handtakan var ólögleg, þar sem ekki hafði farið fram kvaðning lögum samkvæmt. - Ef þú "gleymir" að lesa fyrir próf, finnst þér þá óeðlilegt að falla á því? Ferðu og heimtar ágætiseinkunn af kennaranum? Þá máttu vera ekki bara lítil, heldur pínulítil.
Mig langar til að vekja athygli þína á því að samkvæmt fréttum er Haukur Hilmarsson nemi í HÍ (í stjórnmálafræði, að ég held), sem sagt alls enginn "atvinnumótmælandi". Ef þú hefur sjálf einhvern tíma stundað nám þá veist þú að slíkt er full vinna, sé það tekið alvarlega, sem ég efast ekki um að Haukur geri, samkvæmt þeim mikla pólitíska áhuga sem hann sýnir úti í þjóðfélaginu. Betur að þeir væru fleiri sem það gerðu/hefðu gert.
Varðandi stjórnarskrána og byltingu vil ég segja þér frá því að ekki minni maður en Abraham Lincoln, 16. forseti Bandaríkjanna og sá sem leiddi Noðurríkin í Þrælastríðinu, sagði þetta í ræðu: ""This country, with its institutions, belongs to the people who inhabit it. Whenever they shall grow weary of the existing government, they can exercise their Constitutional right of amending it or their revolutionary right to dismember it or overthrow it."
En kannski passar þetta ekki fyrir Ísland, að þínu áliti, þér virðist finnast að hér verði allt að fá að malla áfram í sama gamla farinu, án þess að neitt sé endurskoðað. Minni þig á að við erum enn, eftir að hafa talist lýðveldi í 64 ár, með bráðabirgðastjórnarskrá. Er ekki kominn tími til að endurskoða hana og stofna lýðveldið upp á nýtt?
Það að fá piparúða framan í sig getur, eftir því sem mér er tjáð, reynst banvænt, t.d. ef sá sem fyrir því þjáist af astma eða öðrum slíkum sjúkdómi. En það er sjálfsagt margt verra og hættulegra en að deyja, Dóra litla? Ég get svo sem verið þér sammála um það, til dæmis að vera pyntaður. Það felst viss pynting í því að vera sviptur sjón eða geta jafnvel ekki opnað augun vegna sviða í einhverja daga eftir að slíkt er gert við mann, þó svo fólk nái sér víst oftast aftur að fullu eftir slíkt.
Mér finnst kommentið þitt ekki lýsa miklum samfélagslegum þroska, frekar en viðskeytið við nafnið þitt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2008 kl. 14:00
Dóra, ég kíkti á færsluna sem þú vísar á hjá Evu. Svo er að sjá að þú takir alla hluti bókstaflega og lesir þína eigin merkingu inn í hlutina, ef þér finnst þessi færsla hennar benda til varnþroska. Ég býst við að þú eigir við þar sem hún segir "hann má víst éta það sem úti frýs". Hefur þú aldrei talað um íroníu eða háð? Fattar þú ekki að hún leggur þarna yfirvöldum orð í munn?
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2008 kl. 14:06
Þakka frómar óskir, Dóra litla.
Var þetta með "ljáði" stafsetningarvilla? Ég hélt að þú hefðir ruglað sögn sem yfirleitt er notuð í þátíð eða þáskildagatíð saman við so. "að ljá", sem merkir að lána, og beygist "ljáði" í þátíð. Þetta er svo sem ekkert stórmál, það er algengt að fólk ruglist á sagnorðum. Betra að hafa merkingu orða á hreinu, svo textinn komist óbrenglaður til skila, finnst þér ekki?
Enn tókst þér að stafsetja rangt, þar sem ég skrifa nafnið mitt Greta, ekki Grjeta. En ég erfi það ekki við þig þó þú hafir ekki tekið eftir slíku smáatriði, ég er öllu vön þegar kemur að því hvernig fólk skrifar nafnið mitt og leiðrétti það sjaldan.
Bara forvitin: Hefur þú heyrt að Haukur fá borgað fyrir að mótmæla, fyrst þú kallar hann atvinnumótmælanda?
Þú ert fyrsta manneskja sem ég hef heyrt láta sér detta það í hug, þó svo margt og mikið hafi verið um málið rætt.
Þú þarft vitanlega ekki að biðja mig né aðra afsökunar á skoðunum þínum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2008 kl. 18:46
Mér finnst í rauninni ekki óraunhæft að hugsa sér að S.I. hafi styrkt meðlimi sína um einhverja fjárhæð vegna kostnaðar og vinnutaps vegna mómælanna fyrir austan. Sérstaklega ekki í ljósi þess peningavædda þjóðfélags sem við lifum í (þar sem maður þakkar, sem dæmi, pent fyrir að fá kranavatnið enn ókeypis á veitingastöðum - sem eru forréttindi Íslendingsins - ennþá). Mér fyndist í rauninni ekkert óeðlilegt við slíka styrki, ef samtökin eiga einhverja upphæð í sjóði, sem ég er reyndar viss um að megi fullyrða að sé ekki stór, alla vega ekki á mælikvarða stórfyrirtækjanna sem að virkjunum stóðu/standa. Að vísu hafa samtökin vakið athygli erlendis og sennilega fengið fé erlendis frá. En ef að meðlimir fengju peninga frá samtökunum væri það auðvitað í formi styrkja en ekki launa. Ég veit að manni ber að gefa styrki upp til skatts, þó ég sé ekki viss um að þeir séu skattlagðir, sem slíkir. Tek það skýrt fram að mér er alls ókunnugt um hvort slíkir styrkir hafa verið veittir.
En ég er sannfærð um að manninum hefur ekki verið borgað fyrir að klifra upp á þak Alþingishússins!
Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2008 kl. 20:52
Margir halda því fram að Saving Iceland borgi liðsmönnum sínum fyrir að taka þátt í mótmælum. Ekki hef ég þó séð neinar tillögur um hvaðan þeir peningar ættu að koma. Þeir sem fjármagna starfsemi Saving Iceland eru aðallega stúdentar og ömmur þeirra. Einstaka sinnum eru haldnir styrkartónleikar svo hægt sé að kaupa efni í mótmælaborða, klifurbúnað, prenthylki og fleira smálegt en enginn fær greitt fyrir aðgerðir og flestir ef ekki allir borga með sér.
Ég eyddi sjálf um 80 þúsund krónum úr eigin vasa í starfsemi SI á síðasta ári, fyrir utan vinnutap. Það er ekki frádráttarbært til skatts.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 00:21
Varðandi ofbeldið sem mótmælendur beittu: Hurðin sem fyrir ofbeldinu varð hefur það gott eftir atvikum. Hún þurfti ekki að fara upp á slysadeild en varð fyrir nokkru áfalli og fékk samtalsmeðferð hjá sálfræðingi í kjölfarið.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 00:27
Dóra litla, ef þú fengir styrk til náms, vegna þess hve dugleg þú ert að læra, myndir þú þá segja ættingjum þínum að þú fengir greitt fyrir að læra? "Já, sjóðurinn So and So greiðir mér fyrir að læra lögfræði?" Þú værir sem sé atvinnulögfræðinemi, því ef þú færð greitt fyrir að læra þá ert þú samkvæmt því sem þú segir sjálf atvinnunámsmaður.
Auk þess sem það kemur fram í máli Evu að ekki sé um slíka styrki að ræða, og að meðlimir Saving Iceland borgi með sér fremur en hitt, fái vinnutap ekki bætt og beri kostnað vegna ferðalaga og mótmæla sjálfir. Það sem sé greitt úr sameiginlegum sjóði sé efniskostnaður vegna mótmælanna. Enda er örugglega ekki úr miklu að spila hjá samtökum sem þessum. Mér finnst í rauninni aðdáunarvert að enn sé til fólk á Íslandi sem er tilbúið að leggja eitthvað á sig vegna málstaðar sem það berst fyrir án þess að hugsa um laun, eða hvað það fái út úr því annað en að vekja athygli á málstaðnum.
Reyndar þykir mér þessi hugsun, að mótmælendurnir hljóti að græða eitthvað fjárhagslega á mótmælunum, bera glöggt vitni um þann hugsunarhátt sem hefur ríkt hér í þessu þjóðfélagi, þar sem enginn gerir helst neitt án þess að fá greitt fyrir. Meira að segja litlir krakkar segja: "Hvað fæ ég fyrir það?" ef þeir eru beðnir að fara með ruslið eða laga til í herberginu sínu. Þó margir vinni gott sjálfboðastarf á ýmsum vettvangi, það ber ekki að vanþakka.
Dóra litla, það er nú svo margt gert hér í heiminum sem er algjör óþarfi, heilu húsin sprengd í loft upp í nafni einhverra stjórnmálatilþrifa o.s.frv., og til dæmis skemmist ýmislegt um helgar í miðbænum í tengslum við skemmtanalífið, alla vega getur umhverfið verið orðið frekar subbulegt um 6 leytið að morgni, öskrandi fólk, glös á víð og dreif í götunni, ælu- og hlandpollar hingað og þangað. Samt hefur fólkið sem þar var á ferð ekki verið að mótmæla neinu (eða hvað?), heldur var það að stunda hið svokallaða villta næturlíf Reykjvaíkurborgar. - Viltu ekki taka þig til og berjast á móti umgengninni niðri í bæ um helgar, ef þér er jafn annt um að hlutir haldist heilir og fínir og áhyggjur þínar af hurð lögreglustöðvarinnar ber vott um?
Eva, það er nú gott að heyra að hurðin hefur fengið góða aðhlynningu, greyið.
Greta Björg Úlfsdóttir, 30.11.2008 kl. 09:21
Nei hann Haukur hefur aldrei fengið greitt fyrir mótmæli, hvorki hjá Saving Iceland né nokkurri annarri hreyfingu. Hann hefur heldur ekki fengið styrk af neinu tagi. Enginn liðsmaður Saving Iceland hefur nokkru sinni fengið greitt fyrir mótmæli. Það er hinsvegar mikill fjöldi atvinnustóriðjusinna sem fær greitt fyrir að eyðileggja náttúru landsins og það erum við sem borgum launin þeirra. Og það eru ekki lág laun.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 10:11
Dóra,
gerir þú þér grein fyrir því hvað það var kalt um seinustu helgi? Heldurðu ekki að það að það var töluvert frosti geti hafa haft þau áhrif að færri treystu sér til að standa út?
Ég verð að segja að ég dáist að því fólki sem það gerði.
Sjálf var ég hinsvegar upptekin í veislu í tilefni þess að móðir mín varð 85 ára í gær.
Þú segist vilja fá að hafa þínar eigur í friði. Þar eru örugglega margir sammála þér. Til dæmis fólkið sem vill fá að eiga heimilin sín í friði áfram, og fólkið sem átti sparnað í bönkunum, sem nú á ekki nema 75% og minna eftir af þeirri inneign, vegna óráðssíu annarra þjóðfélagsþegna. Finnst þér skrítið að þetta fólk vilji fá svör um hvað verður um heimili þess, og eins þeir sem misstu sparifé, hvers vegna það gerðist? Finnst þér stjórnvöld og bankayfirvöld hafa gefið skýr svör við þessum spurningum? Fyrir utan allt annað, sem fólk er í algjörri óvissu um hvernig muni fara, svo fljótt sem eftir áramót, hjá sumum er kreppan þegar hafin, hjá okkur öllum á hún eftir að skella á með þunga í byrjun næsta árs.
Miðað við fólksfjölda í landinu held ég að það sé ekki mjög stórt hlutfall landsmanna sem vinnur við stóriðju. Auk þess sem það eru mörg önnur atvinnuskapandi tækifæri til í þessu landi, sem ekki valdar eyðingu og spillingu þess.
Greta Björg Úlfsdóttir, 30.11.2008 kl. 11:17
Án þess að ég sé að mæla með skemmdarverkum þá vil ég benda á að þarna eru menn að sýta eyrinn en ekki krónuna. Bloggari nokkur reiknaði út að ef sambærilegt tjón hlytist af mótmælaaðgerðum daglega í 700 ár, þá myndi það samt ekki ná þeirri fjárhæð sem valdsmenn þessa lands hafa kostað okkur á síðustu árum.
Það er mér óskiljanlegt að fólk skuli nenna að pæla í einni hurð, þegar við erum þegar orðin gjaldþrota og enginn er látinn axla ábyrgð á því. Enda held ég að þetta snúist ekkert um þessa hurð. Fólk verður bara öryggislaust þegar það sér hvað þarf lítið til að lögreglan panikeri. Atburðirnir 22. nóvember sýna og sanna að reiður múgur (það þarf ekki einu sinni mjög marga) getur auðveldlega ráðist inn í opinberar byggingar og sótt þá sem hann vill ekki hafa þar. Og það er svolítið skelfilegt því það setur ábyrgð á okkur öll að vita að valdið er okkar og fæstir kæra sig um ábyrgð.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 12:18
Dóra mín litla, blessuð elsku stelpan, hvað ertu eiginlega gömul?
"Ég skil ekki alveg af hverju fólk sem er virkilega pirrað yfir ástandinu ætti að láta veðrið stoppa sig, nema ef að ástandið sé ekki hreint svo ofboðslega slæmt."
Þó að þú sjálf sért við hestaheilsu og treystir þér til að standa úti í blindbyl, þýðir það því miður ekki að allir séu í þeim sporum. Sumir þeir sem hafa mótmælt eru sjúklingar, öryrkjar og gamalt fólk, sem einmitt hefur legið svo mikið á hjarta að það hefur drifið sig út og staðið og hlustað og tekið þátt, þrátt fyrir nepju (það hefur ekki verið tiltakanlega hlýtt það sem af er vetri) og að vera ekki við sem besta heilsu. Ef þetta fólk færi og stæði úti í hörkufrosti og næðingi myndi það einfaldlega hætta á að leggjast í rúmið á eftir. Það ætti ekki að vera erfitt að skilja það - en þú ætlast kannski til að fólk hætti lífinu fyrir málstaðinn til þess að geta talist trúverðugt í þínum augum?
Það er líka fullt af fólki sem er miklu, miklu meira en bara pirrað, - sumir eru á barmi örvæntingar, ég tel mig geta fullyrt það, til dæmis þeir sem hafa misst vinnuna og sjá ekki fram á að geta borgað skuldir sínar. Það er óskandi að sem flestir sem eru þannig staddir geti mætt á Austurvöll og fundið hvað það léttir sálarástandið að koma þangað á fund, finna samstöðuna og reyna að leggja sitt á vogarskálarnar.
"Ég vil nú samt fá að vita hvernig fólk getur misst heimili sín, þegar það á heimili sín?"
Hvar hefur þú alið manninn undanfarið, elsku krúttið mitt? Veistu ekki að fæstir "eiga" heimili sín, heldur borgar flest fólk af lánum sem það hefur tekið til þess að eignast húsnæði. Það er ekki nema aldrað fólk (þó ekki allir) og svo þeir best settu (til dæmis þeir sem hafa þegið ofurlaun) sem eiga húsin sín í raun og veru á. Yfirleitt eru það lánastofnanirnar sem eiga húsnæði fólks í raun og veru (og mikið af bílaflotanum líka). Ef fólki tekst ekki að borga af hækkandi lánum, þá kemur að því að það missir húsnæðið sem það keypti, það er svo einfalt. Að vísu hefur verið mælst til þess að fólki verði ekki hent út ef það lendir í þeirri stöðu, heldur verði því gefinn kostur á að leigja húsnæðið sem það býr í, svo það þurfi ekki að flytja.
Síðan hvenær telst fiskvinnsla til stóriðju?
Það er enginn að tala um að leggja niður álverin sem þegar eru til staðar í landinu, þó fólk vilji ekki fá slík fyrirtæki inn í landið. He,he, það gætu kannski einhverjir fengið vinnu við að brjóta þau niður (þetta síðasta er djók).
Stuðningur þinn við Geir Haarde kemur mér alls ekki á óvart. Vonandi er fólk á þínum aldri almennt betur upplýst um það sem er að gerast í þjóðfélaginu en kommentið þitt hér á undan ber vott um.
Ég hugsa að ég kjósi VG, frekar en ekkert, í næstu kosningum. Skásti kosturinn, að mínu áliti, verði ekkert nýtt og betra í boði.
Greta Björg Úlfsdóttir, 30.11.2008 kl. 21:34
Svo er náttúrlega líka spurning hvort þeir sem hafa þegið ofurlaun eigi í raun og veru húsin sín og aðrar eignir, þar sem þeir peningarnir sem þessar eignir eru keyptar fyrir eru til komnar fyrir ósvífið, siðlaust brask (jafnvel svindl, lögbrot - það fær víst enginn að vita?) með peninga sem fólk lagði inn í bankastofnanir í góðri trú, vegna loforða um örugga vörslu, og fleira í þeim dúr, sem ég er ekki nógu fróð um slík pappírsviðskipti til að kunna að nefna. Ég kann þó nóg fyrir mér til að vita að ekkert verður til úr engu, svo mikið er víst.
Í hvaða námi ert þú, Dóra litla, ef ég má gerast svo forvitin? Vonandi ertu ekki í viðskiptafræði.
Greta Björg Úlfsdóttir, 30.11.2008 kl. 21:48
Þetta er allt í lagi, Skorrdal. Ég gæti sjálf rakið þér raunasögu. (Gerði það reyndar hér í kommenti annars staðar um daginn). Ég vona bara að þessi kona missi ekki heilsuna ofan á allt saman, það er nefnilega töluverð hætta á því þegar mikið er á fólk lagt. Það er erfitt að horfa á allt erfiði sitt verða að engu. En hún getur huggað sig við að hafa komið börnum sínum til manns með sóma, það verður ekki af henni tekið. Núna myndi ég segja að hún þyrfti fyrst og fremst að gæta að eigin heilsu og leita allra ráða til að byggja sig upp, andlega og líkamlega. Í hennar sporum myndi ég hætta að borga fyrr en síðar, áður en heilsan verður farin í rúst. Ekki henda meiri peningum í botnlausa hít. Sem betur fer er einn fylgifiskur kreppunnar að leiguverð í borginni fer lækkandi!
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.12.2008 kl. 09:28
" Nei, kreppan er að rýja hana inn að skinni! "
Dóra, er kreppan eitthvert náttúru- og/eða þjóðsagnafyrirbæri, - í líkingu við Grýlu gömlu, sem kom askvaðandi ofan úr fjöllunum og át óþægu börnin, - eða hryllilega ófreskju sem kemur svífandi seglum þöndum frá vondum útlöndum?
Hafa stjórnvöld landsins og vanhæfni þeirra hvað varðar eftirlitshlutverk þeirra með einkareknu bankastarfsseminni ekkert með það fyrirbæri að gera?
Af hverju réðst Kreppan fyrst á Ísland og fékk sér stærsta bitann af því? Í bili, skulum við segja. Var það kannski vegna þess að hún býr uppi á öræfum landsins?
Athugaðu, ef þú kallar útreikninga konunnar brenglun, að samkvæmt bréfinu sem hún sendi þá eru hún fyrrverandi bankastarfsmaður - eiga þeir ekki að kunna að reikna, í það minnsta á við í meðalgreinda framhaldsskólanemendur? Er það kannski orsökin fyrir kreppunni - allir bankastarfsmennirnir sem ekki kunnu að reikna?
Ætli háskólamenntuðu börnin konunnar eigi ekki nóg með að borga sínar eigin íbúðir, það mætti segja mér það. Auk þess sem fæstir foreldrar vilja vera upp á börnin sín komnir, það er liðin tíð, þó það hafi tíðkast í gamla bændasamfélaginu.
Hvernig heldur þú að 55 ára gamalli konu sem hefur misst vinnuna gangi að finna nýja vinnu í kreppunni, þegar það getur reynst fólki sem komið er á þennan aldur erfitt í góðæri?
Annars ætla ég að hætta að ergja mig á að reyna að svara þér, því þú botnar greinilega ekki neitt í því hvernig lífið lítur út í augum venjulegs, vinnandi fólks. Þú gætir átt eftir að reka þig harkalega á staðreyndir á næstu árum, gæti ég trúað. Það er að segja ef þú átt ekki háskólamenntaða foreldra í góðum störfum sem geta hjálpað þér þegar á bjátar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.12.2008 kl. 16:38
Ætli þessi kona sem um ræðir sé ekki einmitt á aldur við foreldra þína?
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.12.2008 kl. 16:54
Þá er þessum umræðum hér væntanlega lokið að mestu, nema Skorrdal og Eva hafi einhverju við þetta að bæta, ég þakka þátttakendunum fyrir orðaskiptin.
Hafðu það sem best, Dóra litla, megi framtíðin brosa við þér.
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.12.2008 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.