Leita í fréttum mbl.is

Öryrkjamálið

invalid.jpgÉg tók út færsluna sem ég skrifaði vegna öryrkjamálsins sem Gerður Kristný talaði um í ræðu sinni á baráttu- og mótmælafundinum á Austurvelli síðast liðinn laugardag; ég kunni ekki við að hafa þessa færslu þarna inni, þar sem það mátti túlka hana sem öfund út í fatlaða konu, sem eflaust hefur átt mjög erfiða ævi vegna þess hryllings sem hún lenti í ung að árum.

Það var alls ekki meining mín með færslunni, - heldur var meining mín að pæla í því hvað fólki gangi almennt til með að eiga milljónir inni á bankareikningum og í bréfum, frekar en að nota þá, - það er að segja að safna stöðugt meira fé og ávaxta það, þó inneignin sé orðin þokkaleg.

Eins og Ragnar Önundarson, frændi minn, sagði einu sinni, ef ég man þetta rétt, í viðtali þegar hann var sjoppustjóri í MH: "Peningar eru til þess að nota þá, ekki til þess að eiga þá." Því er ég sammála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl mín kæra.

Þetta er alveg rétt hjá þér Gréta mín.

Hafðu það sem best í kvöld og njóttu næturinnar.

Kv. Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 23:40

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Færzlan átti alveg rétt á sér, óþarfi að taka hana út.

Þetta var bara þín skoðun & á að fá að standa sem slík.

Ef þér finnst það ekki Gréta mín, þá einfaldlega skrifar þú aðra færzlu.

Steingrímur Helgason, 8.12.2008 kl. 00:07

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sumir vilja kannski eiga fyrir útförinni sinni. Og þær eru víst ekki ókeypis núorðið. Kannski miljónakróna kista sem síðan er holað niður í jörðina eða brennd til ösku.    

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.12.2008 kl. 00:08

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Steingrímur, ég er fegin að hún hefur ekki vakið þér hneykslun, alla vega.

Sigurður, ég get alveg sagt þér hvað útfarir kosta í dag.

Útför föður míns var gerð með þó-nokkurri viðhöfn í janúar síðast liðnum og hún kostaði innan við milljón, með erfidrykkju.

Ódýrasta útför, það er að segja í kyrrþey frá kapellunni í Fossvogi, kostar tæp 240 þúsund, þar er erfidrykkja auðvitað ekki reiknuð inn í þar sem slíkar eru keyptar frá öðrum aðilum, eða séð um þær af aðstandendum eftir því sem hver kýs. Síðan fer það eftir því hversu miklu hinn látni (eða erfingjar hans) hefur viljað/vilja kosta upp á útförina hversu dýr hún verður. Um kostnað við útfarir má lesa hér.

Það getur svo sem vel verið að einhverjir vilji fá útför upp á fleiri millur, - sá hugsunarháttur er þó víðsfjarri mér og mínu fólki, sem telur yfirleitt skynsamlegra að nota peningana í lífsins lystisemdir meðan það er ennþá hérna megin grafar, en að hola þeim ofan í jörðina eða brenna þá í formi líkkistu úr eðalviði, og þar fram eftir götum - og peningana tekur maður svo sem öllum ætti að vera kunnugt ekki með sér yfir um.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2008 kl. 00:53

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég ætlaði víst að segja "aðstandendur" en ekki "erfingjar" þarna, því ekki eru það endilega eða í öllum tilvikum lögerfingjar fólks sem sjá um útför þess.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2008 kl. 01:04

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Að vísu var ég að fatta að það er engin dagsetning við þessar verðskrár sem þarna eru settar fram, svo ómögulegt er að vita hvort þær voru settar inn á netið í gær eða í hitteðfyrra - en er ekki best að reikna með að Útfararstofa kirkjugarðanna uppfæri síðuna reglulega, þar sem stöðug eftirspurn er eftir þjónustunni sem hún veitir?

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2008 kl. 01:37

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er að hugsa um að láta stoppa mig upp eftir dauðann.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.12.2008 kl. 03:32

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Siggi, það held ég hins vegar að sé alveg rándýrt, þó ég hafi ekki tölur á hraðbergi, - vonandi áttu einhverjar millur í handraðanum til þess þegar þar að kemur. ;)

Hverjir eiga svo að fá gripinn, þegar búið er að stoppa þig upp?

En svo er þriðji möguleikinn, að þú látir smyrja þig, eins og Lenín? Þeir eru nú víst loksins búnir að grafa kallangann, skilst mér, tími til kominn - eða er hann enn til sýnis?

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.