Leita í fréttum mbl.is

Aðgangur bannaður

althingi_til_forna.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það vantar mikilvæga staðreynd inni í frétt mbl.is.

Hún er sú, samkvæmt því sem kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2, að áður  en til óspektanna kom höfðu þingverðir meinað hópnum aðgang að þingpöllunum.

Nokkuð sem hefur verið réttur borgaranna frá því að Alþingi var stofnað, og endurreist, að því er ég best veit.

althingishus2_171202.jpgRÚV sagði það í kvöldfréttum vera einsdæmi að ráðist væri inn í þinghúsið með þessum hætti.

Var það ekki einnig einsdæmi og í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins að almenningi væri meinaður aðgangur að pöllum Alþingis?

Öryggiseftilit mun nú verða hert á Alþingi, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis.

Hvað mun svo koma næst?

Öryggishlið og vopnaleit?

lydveldishatidin2.jpgBendir þetta ekki til að ungi maðurinn sem borinn var út úr Alþingishúsinu hafi sitthvað til síns málsþegar hann hrópaði: "Fasistar!" - ?

Það var annars grátbroslegt að sjá lögregluna koma að aðalinngangi hússins læstum! 

Í kvöldfréttum sjónvarpsstöðvanna koma fram að þingvörður og  tveir lögreglumenn hafi slasast í átökunum sem brutust út. Samkvæmt áreiðanlegri heimild er annar lögreglumaðurinn slasaður á öxl, eftir að hafa verið bitinn, hann hefur líklega verið jakkalaus.


mbl.is Ólæti á þingpöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Aðgangur að þingpöllum Alþingis er með því fororði að þeir sem þar dvelja, trufli ekki störf þingsins. Það er einfaldlega ekkert athugavert við það, að fólki sem ekki virðir þessa reglu, sé meinaður aðgangur

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.12.2008 kl. 00:21

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Fyrirfram?

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:31

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hvernig er hægt að trufla störf Alþingis áður en maður fer upp á pallana?

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:36

4 Smámynd: Ragnheiður

Ég skil nú ekki að hægt sé að meina aðgang áður eða sko fyrirfram, nú nema í þinginu starfi miðill!!

En með aðaldyrnar, þessar eru alls ekki lengur notaðar heldur er gengið inn í glerhýsið sem er við versturgaflinn á alþingi

Ragnheiður , 12.12.2008 kl. 19:04

5 Smámynd: Ragnheiður

Ætlaði að bæta við, ég þarf oft að skottast þarna inn en svo voru þau dregin út austanmegin sýndist mér...kannski er gengið þar upp á palla ? Ég hef aldrei farið á þingpalla en hef tekið þátt í mótmælaakstri atvinnubílstjóra framan við húsið

Ragnheiður , 12.12.2008 kl. 19:05

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er víst gengið upp á pallana austanmegin, eftir því sem ég las eða heyrði einhvers staðar um daginn, man ekki lengur hvar. Sjálf hef ég aldrei komið þarna upp, þó skömm sé frá að segja, hélt alltaf að maður færi bara inn um aðaldyrnar til þess að fara upp. En maður þarf víst að hringja dyrbjöllu og láta þingvörð hleypa sér inn.

Þetta með aðaldyrnar, auðvitað er maður búinn að sjá þetta margoft í fréttum, að þingmennirnir fara aðra leið inn, en átti bara eftir að fatta það. Þetta er eins og á Lansanum þar sem gömlu aðaldyrnar eru alltaf læstar. En í æsingnum hefur þessi lögreglumaður greinilega ekki munað eftir þessu, því hann á örugglega að vita þetta.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.