Leita í fréttum mbl.is

Oscar Wilde og Stephen Fry

Ég horfði í gærkvöldi á merkilegan þátt um HIV á RÚV. Það var breski leikarinn Stepen Fry sem ræddi við alls konar fólk um HIV og AIDS, bæði í Bretlandi og Suður-Afríku. Þetta var fyrri þáttur af tveimur, seinni þátturinn verður næsta mánudagskvöld (held ég).

Ég hef alltaf haldið mikið upp á Stephen og fundist hann frábær leikari. Mér hefur líka alltaf fundist hann furðulega líkur Oscar Wilde í útliti, eftir myndum að dæma. Báðir voru/eru þess utan samkynhneigðir. Enda var leikarinn fenginn til að leika rithöfundinn í kvikmynd um hann (frá 1997), hver annar? Greinilega fleirum sem finnst það sama og mér! Mig minnir að þessi mynd væri mjög góð, enda ekki við öðru að búast þegar annar eins afbragðs leikari tekur að sér aðalhlutverkið.

oscar-wilde-pic.jpgstephenfry.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þeir eru alls ekki ólíkir...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.12.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Heidi Strand

Ég ætlaði að horfa frá fundinn og var ekki í stuði til að fræðast um HIV.

PS: nýársfagnaðurinn er tilbúin.

Heidi Strand, 9.12.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband