Leita í fréttum mbl.is

Góðir dagar

Dagarnir mínir núna eru hver öðrum betri. Það er yndislegt að finna heilsuna batna og finna hvað allir í kringum mig eru boðnir og búnir að hjálpa mér á allan hátt, það er ómetanlegt. Ég er ótrúlega hress og orkumikil þessa dagana og sjónin og líðanin fer stöðugt batnandi.

vetrargosi_vi_hraunstein_09_05_08_123.jpgÉg fór í gær í viðtal hjá tauglækni vegna blóðtappans sem ég fékk, það er ekki afráðið hvort ég fer í blóðþynningarmeðferð til að fyrirbyggja að þetta endurtaki sig, eða hvort hjartamagnýlið verður látið duga. Það voru ekki komnar niðurstöður inn í tölvuna úr rannsóknum sem ég fór í meðan ég lá inni, sem mér þykir dálítið mikill seinagangur, en læknirinn ætlar að hringja í mig í næstu viku þegar hann verður búinn að sjá þær og ráðfæra sig við Jakob, krabbameinslækninn minn.

Tími hjá auglækni á þriðjudaginn. Síðan hitti ég Jakob á fimmtudaginn kemur og þá verður afráðið með hvernig meðferð verður hagað í framtíðinni. En ég er alla vega alveg ákveðin í því að ég vil heldur lifa góða daga það sem eftir er, heldur en að lifa einhverjum mánuðum lengur með harmkvælum og sárlasin.

Í dag var hann Úlfur minn að snúast með mér í bænum, fyrst að hjálpa mér við að skipta úr Vodafone yfir í Símann (!), sækja nýjan router, og svo fóru við í Ikea og ég keypti mér nýtt náttborð, hvítt með góðum hillum, og voða fallegan hvítan lampa með skermi með blómamyndstri til þess að hafa á nýja náttborðinu og nú er ég er alsæl með þetta.

Mikið óskaplega andar maður léttar að finna að vorið er á næsta leyti og vetrargosarnir eru komnir upp úr moldinni. Bráðum fer allt að springa út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Jakob er alveg sérlega notalegur og góður læknir, hann sá um hana mömmu með miklum sóma.

Mikið er þetta falleg færsla, og ég horfi hér útum gluggann hjá mér á hálfgerðan kafaldsbyl hehe. Í morgun var vor.

Hafðu það áfram svona gott Greta mín.

Ragnheiður , 21.3.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Aðdáunarvert að upplifa þessa jákvæðni hjá þér, vona að þú haldir áfram að hressast og styrkjast!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.3.2009 kl. 16:39

3 identicon

Hæ elsku Greta mín.

Mikið er gaman að lesa svona hresst blogg frá þér elsku Greta mín. Þetta er frábært hjá þér. Þú stendur þig rosa vel.

Gangi þér æðislega vel áfram Greta mín og eigðu góðar stundir.

Vinar kveðjur.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 16:44

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

knús á þig elsku Gréta mín og góðar óskir um bata og góða heilsu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2009 kl. 23:01

5 identicon

Greta mín, þú ert alveg ótrúlega jákvæð og gott að finna að þér líður betur,

vonum bara að allt fari upp á við hér eftir

knús, Þorbjörg

Þorbjörg (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 03:07

6 identicon

Þú ert svo dugleg og jákvæð.Gangi þér vel í þínum bata.Ég geng reglulega fram á leiði pabba þíns heitins og staldra þá við og dáist að fallega trénu sem er á leiðinu hans.Blessuð sé minning þessa góða læknis.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 12:37

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gott að heyra að þér líður betur Vona að þú haldir bara áfram að hressast og styrkjast allt á réttri leið.

Knús og Ljósakveðjur til þín Greta

Ragnhildur Jónsdóttir, 23.3.2009 kl. 15:56

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir allar góðu kveðjurnar, vinir mínir, þær ylja svo sannarlega.

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.3.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband