21.3.2009
Góðir dagar
Dagarnir mínir núna eru hver öðrum betri. Það er yndislegt að finna heilsuna batna og finna hvað allir í kringum mig eru boðnir og búnir að hjálpa mér á allan hátt, það er ómetanlegt. Ég er ótrúlega hress og orkumikil þessa dagana og sjónin og líðanin fer stöðugt batnandi.
Ég fór í gær í viðtal hjá tauglækni vegna blóðtappans sem ég fékk, það er ekki afráðið hvort ég fer í blóðþynningarmeðferð til að fyrirbyggja að þetta endurtaki sig, eða hvort hjartamagnýlið verður látið duga. Það voru ekki komnar niðurstöður inn í tölvuna úr rannsóknum sem ég fór í meðan ég lá inni, sem mér þykir dálítið mikill seinagangur, en læknirinn ætlar að hringja í mig í næstu viku þegar hann verður búinn að sjá þær og ráðfæra sig við Jakob, krabbameinslækninn minn.
Tími hjá auglækni á þriðjudaginn. Síðan hitti ég Jakob á fimmtudaginn kemur og þá verður afráðið með hvernig meðferð verður hagað í framtíðinni. En ég er alla vega alveg ákveðin í því að ég vil heldur lifa góða daga það sem eftir er, heldur en að lifa einhverjum mánuðum lengur með harmkvælum og sárlasin.
Í dag var hann Úlfur minn að snúast með mér í bænum, fyrst að hjálpa mér við að skipta úr Vodafone yfir í Símann (!), sækja nýjan router, og svo fóru við í Ikea og ég keypti mér nýtt náttborð, hvítt með góðum hillum, og voða fallegan hvítan lampa með skermi með blómamyndstri til þess að hafa á nýja náttborðinu og nú er ég er alsæl með þetta.
Mikið óskaplega andar maður léttar að finna að vorið er á næsta leyti og vetrargosarnir eru komnir upp úr moldinni. Bráðum fer allt að springa út.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:16 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
336 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jakob er alveg sérlega notalegur og góður læknir, hann sá um hana mömmu með miklum sóma.
Mikið er þetta falleg færsla, og ég horfi hér útum gluggann hjá mér á hálfgerðan kafaldsbyl hehe. Í morgun var vor.
Hafðu það áfram svona gott Greta mín.
Ragnheiður , 21.3.2009 kl. 16:21
Aðdáunarvert að upplifa þessa jákvæðni hjá þér, vona að þú haldir áfram að hressast og styrkjast!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.3.2009 kl. 16:39
Hæ elsku Greta mín.
Mikið er gaman að lesa svona hresst blogg frá þér elsku Greta mín. Þetta er frábært hjá þér. Þú stendur þig rosa vel.
Gangi þér æðislega vel áfram Greta mín og eigðu góðar stundir.
Vinar kveðjur.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 16:44
knús á þig elsku Gréta mín og góðar óskir um bata og góða heilsu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2009 kl. 23:01
Greta mín, þú ert alveg ótrúlega jákvæð og gott að finna að þér líður betur,
vonum bara að allt fari upp á við hér eftir
knús, Þorbjörg
Þorbjörg (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 03:07
Þú ert svo dugleg og jákvæð.Gangi þér vel í þínum bata.Ég geng reglulega fram á leiði pabba þíns heitins og staldra þá við og dáist að fallega trénu sem er á leiðinu hans.Blessuð sé minning þessa góða læknis.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 12:37
Gott að heyra að þér líður betur Vona að þú haldir bara áfram að hressast og styrkjast allt á réttri leið.
Knús og Ljósakveðjur til þín Greta
Ragnhildur Jónsdóttir, 23.3.2009 kl. 15:56
Takk fyrir allar góðu kveðjurnar, vinir mínir, þær ylja svo sannarlega.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.3.2009 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.