Leita í fréttum mbl.is

Áfram góðir dagar

vor_rvik09.jpgSælinu, bloggvinir góðir!

Tvisvar í viku fer ég nú í dagvist hjá Líknardeildinni í Kópavogi, þar sem gott er að vera, yndislegt viðmót, góður matur, sjúkraþjálfun og svo er föndrað af hjartans list, svo gamlir listaspírutaktar rifjast upp og halda mér fanginni yfir viðfangsefnunum tímunum saman.

Ég er ekki í sprautumeðferð lengur, það verður séð til þangað til í maí og staðan metin þá. Þangað til tek ég andhormónalyf sem vinnur á móti sjúkdómnum.

Sjónin er öll að lagast, þetta er að verða allt annað líf, og svo aðlagast maður breyttum aðstæðum. Í dag átti ég að koma til augnlæknis, en það frestaðist um viku þar sem hann er veikur. Þá ræði ég við hann um að fá mér ný gleraugu með aðeins lituðum glerjum sem dökkna í sólskini, það myndi hjálpa mikið upp á ljósflekkina sem enn eru ofanvert til hægri á hægra auga, sem trufla sjónina þó mun minna en þeir gerðu til að byrja með. Kannski á þetta eftir að lagast enn meir þegar lengra líður.

Myndinni sem prýðir þessa færslu gerðist ég svo djörf að ræna á síðu þessarar konu, mér fannst hún svo vorleg og falleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ooo ég öfunda þig af því að komast í föndur, starf líknardeildarinnar er ómetanlegt og svo gott.

Myndin er frábærlega viðeigandi..og nú snjóar í hlíðunum

Ragnheiður , 31.3.2009 kl. 16:48

2 Smámynd: Heidi Strand

Kæra Greta. Ég fór loks inn á siðuna þína í dag. (Held þú varst hætt að blogga.) Erfitt að lesa um hvað allt hefur verið erfitt, en gott að þú ert farin að liða betur. Kannski ég má lita við?
Kærar kveðjur.

Heidi Strand, 31.3.2009 kl. 16:50

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ragga, já það er sko gaman að föndra. Starf líknardeildarinnar er ómetanlegt.

Heidi mín, vertu innilega velkomin að líta við hjá mér hvenær sem er. Hringdu samt á undan þér svo ég verði örugglega heima. Ég hef nefnilega mikið að gera við að vera sjúklingur! Það er yndislegt að finna hvað maður á góða að og hvað það er vel passað upp á mann.

Ég hef annars mikið hugsað um að hætta að blogga, þar sem það stóð nú aldrei til að þetta blogg yrði að veikindabloggi, en nú þegar mér er farið að líða betur gengur betur að setja hér inn færslur, svo ég set líklega áfram inn færslur hér við og við eitthvað áfram - sjáum til.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.3.2009 kl. 17:03

4 identicon

Frábært að heyra Greta mín. Þetta er meiriháttar hjá þér. Það er svo æðislegt þegar maður á góða og notalega daga. Ég vona að þér gangi rosa vel áfram elsku vinur og að allt gangi vel hjá þér elsku vinur. Ég hugsa ávalt til þín Greta mín og það er aðdáundarvert hversu vel þú tekur á málum. Þetta er meiriháttar hjá þér.

Gangi þér vel.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 17:07

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Elsku Gréta mín,ég hef ekki litið inn á bloggsíðuna mína né annarra í heilan mánuð eða svo,en nú sé ég að þú ert byrjuð að blogga aftur og það finnst mér gott og ekki síst að þú bloggar um þín veikindi haltu því áfram því það hlýtur að létta á hjarta þínu.

Elsku Gréta mín,það er svo sárt að vita til þess að þú ert að ganga í gegnum þessi veikindi,og maður getur ekkert gert nema senda þér alla þá strauma sem ég get og hugsa vel til þín,því þú átt það svo sannarlega skilið að fá góða strauma fá þínum vinum.Ég dáist að þér og krafti þínum. Faðmlag frá mér til þín.

Kær kveðja    María

María Anna P Kristjánsdóttir, 31.3.2009 kl. 17:22

6 identicon

Ég hef heyrt svo margt gott um störf líknardeildarinnar.Gangi þér vel.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 17:45

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að heyra Gréta mín að allt gengur vel hjá þér.  Megi allir góðir vættir vaka yfir þér og vernda.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2009 kl. 22:54

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Elsku Greta mín, gott að vita að gengur vel. Skapandi iðja er náttúrulega mikið heilandi og gefur svo góðan kraft og jákvæða orku

Hafðu það sem allra allra allra best. Endilega leyfðu okkur að fylgjast með hvernig gengur. Kannski við sjáumst einhvern daginn?

Sendi þér knús og ljósakveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 00:09

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hjartans þakkir fyrir allar ykkar góðu og uppörvandi kveðjur elsku vinkonur mínar, þær hlýja mér svo sannarlega um hjartaræturnar.

Já, Ragnhildur og María Anna, hvað með bloggklúbbinn? Ættum við ekki að endurvekja hann, þó ekki væri nema í eitt skipti?

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.4.2009 kl. 08:50

10 identicon

Sæl Gréta .... Ég ætlaði nú bara að segja góðan daginn !!!!!!

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:01

11 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Mér líst vel á það Greta

Ragnhildur Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 10:49

12 identicon

Knús til þín elsku Greta mín

Þorbjörg (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 23:01

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frábært hvað þú ert jákvæð Gréta og allt gengur vel hjá þér, miðað við aðstæður. Þú ert sannarlega hetja.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.4.2009 kl. 13:42

14 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Gréta mín mér líst vel á ad endurvekja klúbbinn,tala vid ykkur eftir páska.

kvedja maría

María Anna P Kristjánsdóttir, 10.4.2009 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband