31.3.2009
Áfram góðir dagar
Tvisvar í viku fer ég nú í dagvist hjá Líknardeildinni í Kópavogi, þar sem gott er að vera, yndislegt viðmót, góður matur, sjúkraþjálfun og svo er föndrað af hjartans list, svo gamlir listaspírutaktar rifjast upp og halda mér fanginni yfir viðfangsefnunum tímunum saman.
Ég er ekki í sprautumeðferð lengur, það verður séð til þangað til í maí og staðan metin þá. Þangað til tek ég andhormónalyf sem vinnur á móti sjúkdómnum.
Sjónin er öll að lagast, þetta er að verða allt annað líf, og svo aðlagast maður breyttum aðstæðum. Í dag átti ég að koma til augnlæknis, en það frestaðist um viku þar sem hann er veikur. Þá ræði ég við hann um að fá mér ný gleraugu með aðeins lituðum glerjum sem dökkna í sólskini, það myndi hjálpa mikið upp á ljósflekkina sem enn eru ofanvert til hægri á hægra auga, sem trufla sjónina þó mun minna en þeir gerðu til að byrja með. Kannski á þetta eftir að lagast enn meir þegar lengra líður.
Myndinni sem prýðir þessa færslu gerðist ég svo djörf að ræna á síðu þessarar konu, mér fannst hún svo vorleg og falleg.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
4 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ooo ég öfunda þig af því að komast í föndur, starf líknardeildarinnar er ómetanlegt og svo gott.
Myndin er frábærlega viðeigandi..og nú snjóar í hlíðunum
Ragnheiður , 31.3.2009 kl. 16:48
Kæra Greta. Ég fór loks inn á siðuna þína í dag. (Held þú varst hætt að blogga.) Erfitt að lesa um hvað allt hefur verið erfitt, en gott að þú ert farin að liða betur. Kannski ég má lita við?
Kærar kveðjur.
Heidi Strand, 31.3.2009 kl. 16:50
Ragga, já það er sko gaman að föndra. Starf líknardeildarinnar er ómetanlegt.
Heidi mín, vertu innilega velkomin að líta við hjá mér hvenær sem er. Hringdu samt á undan þér svo ég verði örugglega heima. Ég hef nefnilega mikið að gera við að vera sjúklingur! Það er yndislegt að finna hvað maður á góða að og hvað það er vel passað upp á mann.
Ég hef annars mikið hugsað um að hætta að blogga, þar sem það stóð nú aldrei til að þetta blogg yrði að veikindabloggi, en nú þegar mér er farið að líða betur gengur betur að setja hér inn færslur, svo ég set líklega áfram inn færslur hér við og við eitthvað áfram - sjáum til.
Greta Björg Úlfsdóttir, 31.3.2009 kl. 17:03
Frábært að heyra Greta mín. Þetta er meiriháttar hjá þér. Það er svo æðislegt þegar maður á góða og notalega daga. Ég vona að þér gangi rosa vel áfram elsku vinur og að allt gangi vel hjá þér elsku vinur. Ég hugsa ávalt til þín Greta mín og það er aðdáundarvert hversu vel þú tekur á málum. Þetta er meiriháttar hjá þér.
Gangi þér vel.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 17:07
Elsku Gréta mín,ég hef ekki litið inn á bloggsíðuna mína né annarra í heilan mánuð eða svo,en nú sé ég að þú ert byrjuð að blogga aftur og það finnst mér gott og ekki síst að þú bloggar um þín veikindi haltu því áfram því það hlýtur að létta á hjarta þínu.
Elsku Gréta mín,það er svo sárt að vita til þess að þú ert að ganga í gegnum þessi veikindi,og maður getur ekkert gert nema senda þér alla þá strauma sem ég get og hugsa vel til þín,því þú átt það svo sannarlega skilið að fá góða strauma fá þínum vinum.Ég dáist að þér og krafti þínum. Faðmlag frá mér til þín.
Kær kveðja María
María Anna P Kristjánsdóttir, 31.3.2009 kl. 17:22
Ég hef heyrt svo margt gott um störf líknardeildarinnar.Gangi þér vel.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 17:45
Gott að heyra Gréta mín að allt gengur vel hjá þér. Megi allir góðir vættir vaka yfir þér og vernda.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2009 kl. 22:54
Elsku Greta mín, gott að vita að gengur vel. Skapandi iðja er náttúrulega mikið heilandi og gefur svo góðan kraft og jákvæða orku
Hafðu það sem allra allra allra best. Endilega leyfðu okkur að fylgjast með hvernig gengur. Kannski við sjáumst einhvern daginn?
Sendi þér knús og ljósakveðjur
Ragnhildur Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 00:09
Hjartans þakkir fyrir allar ykkar góðu og uppörvandi kveðjur elsku vinkonur mínar, þær hlýja mér svo sannarlega um hjartaræturnar.
Já, Ragnhildur og María Anna, hvað með bloggklúbbinn? Ættum við ekki að endurvekja hann, þó ekki væri nema í eitt skipti?
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.4.2009 kl. 08:50
Sæl Gréta .... Ég ætlaði nú bara að segja góðan daginn !!!!!!
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:01
Mér líst vel á það Greta
Ragnhildur Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 10:49
Knús til þín elsku Greta mín
Þorbjörg (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 23:01
Frábært hvað þú ert jákvæð Gréta og allt gengur vel hjá þér, miðað við aðstæður. Þú ert sannarlega hetja.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.4.2009 kl. 13:42
Gréta mín mér líst vel á ad endurvekja klúbbinn,tala vid ykkur eftir páska.
kvedja maría
María Anna P Kristjánsdóttir, 10.4.2009 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.