Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
31.10.2007
Forleikur
Flugfélagið er örugglega sammála kunningja mínum sem einu sinni setti fram þessa speki:
"Forleikurinn er aðalatriðið hvað kynlíf snertir. Forleikur getur jafnvel staðið árum saman og ef hann er fullkominn er hægt að sleppa samförum, því þá verða þær algjört aukaatriði."
Háloftakynlíf bannað í risaþotu Airbus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.10.2007
Ísland og nútíminn
Eitt gott hefur mér þótt koma út úr endurútgáfu litlu blökkupiltanna sem svo miklum titringi hefur valdið undanfarið í þjóðfélaginu. Það er það að hafin er heit umræða hér á landi um kynþáttamál og margir farnir að velta fyrir sér hverjar raunverulegar hugmyndir okkar og afstaða séu í þessum málum.
Hingað til höfum við að mestu getað stungið hausnum í sandinn, eða undir væng, í skjóli þess að við værum lítið eyland úti í Ballarhafi, en vöknum svo upp við vondan draum þegar hrist er upp í okkur við það að það er ekki lengur haldbær afsökun fyrir afstöðuleysi, við erum sem aldrei fyrr hluti af alþjóðaheiminum og verðum að standa klár á þessum málum.
Bestu greinar sem ég hef lesið um þetta mál, þær sem mér þykja bera af öðrum, eru greinar Gauta og Kristjáns, þeir hjálpa manni mikið að sjá það í skýrara ljósi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.10.2007
Bara að gamni: Kim Larsen - Jutlandia
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007
Sönn saga af íslenskum negrastrák
Eftirfarandi er hluti af einni margra athugasemda við margrómaða bloggfærslu Gauta B. Eggertssonar, sem ég tek mér það bessaleyfi að taka upp og birta hér, þar sem mér brá svo í brún að lesa hana. Hélt í sannleika sagt ekki að nokkur fullorðinn landi minn gæti hagað sér eins og þessi bílstjóri sem segir þarna frá:
"[...]Á íslandi eru margir rasistar, lituð börn og fullorðnir fara ekki varhluta af því. Ég get nefnt mörg dæmi um það læt þó eitt nægja. Drengur sem var í Snælandsskóla í Kópavogi fór í skólasund með bekknum sínum, vegna fjarðlægðar fóru krakkarnir með rútu. Þegar strákurinn kemur í rútuna eftir sundið segir bílstjórinn við hann að hann sé heppinn negraskítur sem engum þykir vænt um og að foreldrum hans sé sama um að hann drepist.....Þessi strákur hefur lent í óteljandi árásum frá fullorðnu fólki frá þriggja ára aldri....Eitt sinn hitti ég afa litaðrar sex ára stúlku hann saknaði hennar mikið þar sem hún var búsett í Danmörku...en hann bætti við að það væri betra þar sem hún yrði fyrir minna aðkasti þar...svona er Ísland í dag.[...] "
Er þetta rétt, er Ísland virkilega svona í dag?
Í seinni athugasemd er svar aðilans sem athugasemdina gerði við fyrirspurn um það hvort bílstjórinn hafi verið látinn halda áfram að aka börnunum það að hann hafi verið settur á annan bíl, en ekki sagt upp störfum, eins og manni finnst þó að full ástæða hefði verið til. Eru rútubílstjórar svona vandfundnir í Kópavogi, eða hvað?
Verð að viðurkenna að þessari "blóðugu" mynd hér fyrir ofan og fleirum slíkum var ég búin að gleyma þegar ég skrifaði í fyrri færslu hér að myndir Muggs væru "bara fyndnar". Ég held nefnilega að ég hafi ekki skoðað þessa bók síðan ég var krakki (jú, strákar mínir áttu víst bókina, en hún var ekki ein af þeirra uppáhalds : Það voru hins vegar Barbapapa, Litalúðurinn, Hvað tefur umferðina og Hljómsveitin fljúgandi!), svo ekki hafa nú þessar myndir haft nein djúpstæð eða róttæk áhrif á mig. Ég hef ekki handfjatlað nýju útgáfuna - en umræða undanfarinna daga verður ef til vill til þess að ég verði mér úti um hana til stúderingar - ekki upplesturs!
Hér má lesa hugleiðingu gáfumanns um drenginga blökku og þær hræringar sem endurútgáfa bókarinnar um þá hefur valdið í íslensku þjóðarsálinni.
(Breytingar í athugasemdinni hvað varðar lítinn eða stóran staf eru mínar).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2007
Ég fékk tár í augun...
Hugrakkasta hljómsveit í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2007
Afro-americans
Ég sá ábendingu á bloggi Guðmundar Steingrímssonar um þessa frábæru grein um Negrastrákana:
Ég verð að viðurkenna að lýsing Gauta á hugarheimi hvítra suðurríkjamanna eins og sjá má og gera sér grein fyrir honum í Jim Crow Museum of Racist Memorabilia í New York vakti mér hroll og að eftir lesturinn sá ég fyrst kýrskýrt þann viðbjóðslega áróður sem viðhafður er í textanum. Það er að segja með gleraugum bandaríkjamanns!
Því á vissan hátt held ég að við "venjulegir" íslendingar séum of saklausir gangvart slíku og þvílíku til þess einu sinni að tengja þennan, að því er virðist saklausa bull-texta um vitlausa stráka, sem vill til að eru svartir, við þann boðskap, nema að fá hann inn með teskeið eins og þeirri sem Gunnar réttir okkur þarna. (Eða hverjir voru það í vesturheimi sem þáðu með þökkum aðstoð indíána og áttu við þá vinsamleg samskipti? Að vísu, eins og ég komst að í Vesturfarasetrinu í Hofsósi s.l. sumar, aðeins eftir að innflytjendur af öðru þjóðerni voru búnir að brjóta þá á bak aftur). Að því leyti held ég að við íslendingar séum flestir ennþá barnalega litblindir, kannski mætti segja blessunarlega . Og það þrátt fyrir að hafa haft vissar hugmyndir um þrælahald og kúgun svertingja í Bandaríkjum Norður-Ameríku gegnum bækur og kvikmyndir. En vitanlega er þó tímabært að láta af því sakleysi og barnaskap og fullorðnast í breyttum heimi þar sem slíkt sakleysi dugar skammt.
Ég ætla rétt að vona að við nútímafólk, á 21. öldinni, flytjum ekki þessar hugmyndir inn hráar og innprentum börnum okkar þær, fyrst það tókst ekki með þessari þunnu "skemmtibók" á þeirri 20.!
Takk fyrir að opna augu mín fyrir þessu, Gauti!
Ég er sammála þeim sem segja í athugasemdum að þessi grein þyrfti að birtast sem blaðagrein.
Set hér að gamni mynd af einni þeirra negrastelpna sem ég hef umgengist, ekki í BNA eða á Íslandi, heldur í hennar heimalandi, Tanzaníu í Austur-Afríku. Þessi mynd er tekin á kósý stund í garðinum okkar í Moshi (við rætur Kilimanjaro), þar sem vinnustúlka nágrannans er í hárgreiðslu (fléttun) hjá kærustu garðyrkjumannsins (sem allir msungu, norrænir sem aðrir, kölluð reyndar umhugsunarlaust shamba-boy, að hætti breta).
Þeim sem kynnu að hneykslast á því að við höfðum vinnufólk vil ég segja það að í raun var það litið hornauga ef fólk gerðist ekki vinnuveitendur og réð sér starfsfólk. Sem reyndar var líka alveg þörf á þar sem í Afríku berst mun meira af ryki inn í híbýli manns, ekki eru sjálfvirkar þvottavélar heldur þar á hverju strái. Og ekki kunni maður mikið til garðyrkju í svo suðlægu landi, get varla sagt að ég geri það hér heima, einu sinni.
Hér er svo mynd af litlum hvítingjastrák, inni í röri í garðinum í Tabora...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2007
Verðlag á Íslandi
Ég rakst á merkilegan tengil í athugasemd Söru við færslu hjá Heidi, á síðu sem doktor Gunni hefur búið til. Ég legg til að þið kynnið ykkur það sem á henni stendur: Okur! Okur! Okur!
Þessi síða þykir mér gott framtak. Við neytendur þurfum að vera miklu duglegri að fylgjast með kaupmönnum og veita þeim aðhald hvað varðar vöruverð, þar getur verið ótrúlega mikill munur á milli verslana. Sjálf er ég búin að bæta þessari síðu í blogg-tenglalistann hjá mér (undir mikilvægt) og ætla mér að fylgjast með því sem þar kemur fram reglulega og jafnvel að koma með eigin ábendingar, ef tilefni gefst, sem er ekki fjarri lagi að álíta að muni gerast fljótlega, ef öllu fer fram sem hingað til.
Og talandi um verðlag, þá langar mig að benda þeim sem ekki hafa heyrt um hana á snilldarsíðuna dohop.com, sem rekin er af íslendingum. Þar má finna hagstæðasta fáanlegt verð á flugferðum um allan heim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2007
Óhugnanleg frétt...
Hver trúir því að góðgerðarsamtök hafi ætlað að flytja stóran hóp barna úr landi, ólöglega og án alls samráðs við foreldra eða yfirvöld...???
Starfsmenn samtakanna halda því fram að flytja hafi átt börnin til lækninga á sjúkrahúsum í Frakklandi. En hvers vegna voru þá, eins og kom fram í fréttinni frá Reuters, sum barnanna með umbúðir sem engin sár eða meiðsli voru undir þegar þær voru teknar af?
Það virðist vera hægt að komast upp með alltof margt á stríðshrjáðum svæðum heimsins. Ýmislegt hryllilegt gerist á þessum stöðum sem maður heyrir aldrei um og gæti varla ímyndað sér. Gott að upp um þetta komst, en maður spyr sig hvað hefði orðið ef fyrirætlunin hefði tekist og líka hvort þetta geti verið búið að eiga sér stað áður, án þess að yfirvöld hafi komist á snoðir um það?
Manni koma í hug gíslaflutningar Bandaríkjamanna, sem kunna meira að segja að hafa átt sér stað um Keflavíkurflugvöll. Það er víst betra að eftirlit með umferð um flugvelli heimsins sé virkt, þó manni geti þótt það hvimleitt sem "venjulegum" farþega.
Í fréttapistli í suður-afríska blaðinu Cape Argus er sagt frá því að yfirvöld í Chad hafi sakað samtökin um "childtrafficing" (verslun með börn). Því er einnig haldið fram að ættleiða hafi átt börnin í Frakklandi, til fólks sem þegar hefðu borgað "góðgerðarsamtökunum" á bilinu 2.800-6.000 evrur fyrir þau. Samtökin halda því hins vegar fram að bjarga hafi átt börnunum frá dauða með því að flytja þau yfir landamærin til Chad og þaðan til Frakklands. Aldrei hafi staðið til að þau yrðu ættleidd.
En hvers vegna þá að flytja þau ólöglega til Frakklands? Gott og vel, kannski er hægt að réttlæta það að smygla þeim yfir landamærin þarna suður frá til að flýta fyrir að þau kæmust í betri aðstæður, en að ætla að fara með þau alla leið til Evrópu verður að teljast í hæsta máta grunsamlegt.
Heimsíða l´Arc de Zoe (frönsku "góðgerðarsamtökin")
Á heimsíðu samtakanna segir þetta:
Dans quelques mois, ils seront morts ! »
Prison "likely" in Chad child row
Það lítur út fyrir að mörg barnanna séu þegar til kemur alls ekki frá Darfur, heldur er sagt að þeim hafi verið rænt úr þorpum í Chad, tekin frá foreldrum sínum, sem þau kalli svo grátandi á á kvöldin þegar þau eiga að fara að sofa. Þvílíkir glæpamenn!
Íslensk flugvél notuð við ólöglegan flutning barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2007
Ég er Bastían!
Hver ert þú í Kardimommubæ? | |
Mitt resultat: Politimester Bastian Du er politimesteren i Kardemommeby. Du er snill og vennlig og vil egentlig ingen noe vondt. Du bør kanskje prøve å være mer sikker i din sak! | |
Ta denne quizen på Start.no |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2007
Hroki og auðmýkt
Í hnotskurn: Það er virðingin fyrir öðru fólki sem gerir gæfumuninn á milli hroka og auðmýktar. Hrokafullt fólk virðir aðra minna en sjálft sig (sem stundum kann að grunda í andhverfunni, lélegu sjálfsmati, en það er önnur saga) á meðan auðmjúkar manneskjur virða bæði sjálfar sig og aðrar. Hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða.
Úr predikun sr. Maríu Ágústsdóttur
Predikun flutt í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð 27. ágúst 2006
Bloggar | Breytt 29.10.2007 kl. 07:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
339 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar