Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Vinir

Animation from MillanNet!

Ef allir væru nú alltaf svona góðir vinir!


Tölur Hagstofunnar um mannfjölda innan og utan trúfélaga 2005

Mannfjöldi 1. desember 2005 eftir trúfélögum og sóknum

Nú liggja fyrir hjá Hagstofu Íslands upplýsingar um mannfjölda eftir trúfélögum og sóknum. Nokkrar breytingar hafa orðið á skipan sókna og prestakalla og tvö prófastsdæmi hafa sameinast í eitt, Barðastrandarprófastsdæmi og Ísafjarðarprófastsdæmi í Vestfjarðaprófastsdæmi. Um breytingar á skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma má lesa nánar í skýringum við töflur á vefnum. 

Undanfarin áratug hefur sóknarbörnum í þjóðkirkjunni fækkað hlutfallslega. Hinn 1. desember 2005 voru 84,1% landsmanna skráðir í þjóðkirkjuna en fyrir áratug var þetta hlutfall 91,5%. Á sama tíma hækkaði hlutfall íbúa í fríkirkjusöfnuðunum þremur - Fríkirkjunni í Reykjavík, Óháða söfnuðinum og Fríkirkjunni í Hafnarfirði - úr 3,3% í 4,6%.

Skráðum trúfélögum hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum; skráð trúfélög utan þjóðkirkju og fríkirkjusafnaða eru nú 23 en voru 14 fyrir 10 árum. Þessum trúfélögum tilheyra 4,6% íbúa, samanborið við 2,7% árið 1995. Kaþólska kirkjan er þeirra fjölmennust en þar hefur meðlimum fjölgað um meira en helming frá árinu 1995, úr 2.553 í 6.451. Árið 2005 tilheyrðu því 2,2% þjóðarinnar kaþólsku kirkjunni samanborið við 1% árið 1995. Hvítasunnusöfnuðurinn er næst stærsta trúfélagið utan þjóðkirkju og fríkirkjusafnaða. Þar eru meðlimir nú 1.854 samanborið við 1.148 árið 1995 (0,6% þjóðarinnar 2005, samanborið við 0,4% árið 1995). Önnur trúfélög hafa innan við 1.000 meðlimi og í engu þeirra er hlutfall meðlima yfir 0,3% af íbúafjölda.

Til óskráðra trúfélaga og með ótilgreind trúarbrögð heyrðu 3,9% þjóðarinnar samanborið við 1% árið 1995. Utan trúfélaga voru 2,5% samanborið við 1,5% árið 1995.

*Fann engar nýrri tölur 


Stjórnarskrárbreyting

Í ljósi athugasemdar við síðustu bloggfærslu mína ætti ég eflaust breyta spurningunni sem ég set fram í "skoðanakönnun" minni hér til hliðar (ætla nú samt að láta hana standa óbreytta úr þessu). Spurningin myndi þá vera svona:

Ert þú hlynnt/ur því að eftirfarandi ákvæði verði fellt brott úr stjórnarskrá lýðveldisins Íslands:

,,Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda”

Athugasemdin sem ég fékk er svona (vona að mér sé frjálst að endurbirta hana hér): 

Margir hafa haldið því fram hér í bloggheimum og víða annars staðar að Þjóðkirkjan á Íslandi sé ríkisskirkja og krefjast aðskilnaðar með látum. Sá aðskilnaður varð reyndar fyrir nokkrum árum og hefur greinilega farið hljóðar en þurft hefði. Þjóðkirkjan á Íslandi er ekki ríkiskirkja heldur rekin með svipuðum hætti og sænska kirkjan, meðan til dæmis sú danska og norska eru hreinar ríkiskirkjur. Þjóðkirkjan er EKKI á fjárlögum nema að því sem nemur afgjaldi af þeim gífurlegu eignum sem kirkjan átti en ríkið hefur tekið til sín í gegnum tíðina. Sem dæmi um slíkar jarðir má nefna allt byggingarland í Garðabæ og land það sem Kárahnjúkavirkjun stendur á. Byggir þetta á samningi milli ríkis og kirkju sem einhverjir hafa viljað rifta en spurningin er hversu mikið það myndi kosta ríkið. Reyndar setur ríkið kirkjunni rammalög sem það setur ekki öðrum trúfélögum og það er til kirkjumálaráðherra sem er kannski meira formsins vegna, enda muna menn sennilega að Björn Bjarnason hefur verið á því að leggja niður þetta embætti. Kirkjan ræður sjálf sínum innri og ytri málefnum en eins og aðrir reynir hún stundum að hafa áhrif á lagasetningu sem snertir hana beint. Ríkið innheimtir öll sóknargjöld fyrir þjóðkirkjuna eins og önnur trúfélög, sem er fyrst og fremst af praktískum ástæðum því innheimtumaður ríkissjóðs á auðveldara með að rukka en formenn hverrar sóknarnefndar eða trúfélags eins og gert var forðum.

Markús Þ Þórhallsson


Opinber skilnaður í sjónmáli?

Ég er farin að hallast meir og meir að því að það eigi að aðskilja ríki og kirkju, það er varla eðlilegt að íslenska ríkið, ef það vill geta talist lýðræðislegt, taki eina trúarstefnu fram yfir aðra.

En áður en slíkt getur orðið verður að fara fram töluverð umræða í landinu, er ég hrædd um og verður enda að teljast eðlilegt, þar sem þetta er stór ákvörðun. Man reyndar ekki (ókei, veit ekki!) hvenær ríkiskirkju sem slíkri var komið á, má ekki rekja það alla leið aftur til siðbótar, eða jafnvel enn lengra aftur, í kaþólska tíð?

Ég tel bráðnauðsynlegt að slík umræða fari fram á vitrænum forsendum, en ekki með heift, ásökunum og upphrópunum, á hvorn veginn sem er. Það er næsta eðlilegt og eiginlega samkvæmt eðlislögmálum að ríkiskirkjan vilji viðhalda status quo, er ekki einhvers staðar talað um það sem heitir inerti í eðlisfræðinni, ég held það eigi líka við um samfélagsgerðina. Þess vegna álít ég bráðnauðsynlegt að þeir sem vilja algjöran jöfnuð, bæði milli trúfélaga og einnig fyrir þá sem standa utan þeirra, haldi fram sínum málstað af rökfestu og fordómalaust.


Hvað fór fram hjá mér?

speedyEftirfarandi er tekið út úr athugasemd sem ég fékk við eina af færslum mínum hér á síðunni:

"og þetta með jólin, ef þú heldur virkilega að kristin trú sé astæða fyrir því að þessi tími árs er haldinn hátíðlegur. úff , þá þarftu að lesa þig til kona Smile "

Nú velti ég því fyrir mér hvað það sé sem hafi farið svona rækilega fram hjá mér í öll þessi ár sem ég hef lifað og haldið jól, í hverju þessi meinta vanþekking mín felist, og í hvaða rit ég ætti helst að leita til að bæta úr henni?

Allar ábendingar eru vel þegnar!  


Gætir þú...

...lifað af 88.873 kr. á mánuði, fyrir skatt?!

Þetta er sú upphæð sem félagsmálaráðuneytið telur vera lágmarksframfærsluþörf á Íslandi 22. nóvember, 2007, en þá er bréfið dagsett sem mér barst frá Tryggingastofnun í dag.

Jóhanna, stattu þig nú og breyttu þessu, ef þú vilt teljast hæfur ráðherra (eða hæf ráða, ráðkvinna, ráðfrú, ráðherfa?) ! 

*Já, bréfið var 6 daga á leiðinni, innanbæjar. 


Komið með...

...í ferðalag og hjálpið til við að loka Guantánamo !  

Sjáið MIG á leiðinni þangað...Winkguantanamo2

Vinsamlegast skrifið líka undir þessa áskorun:

Engar rafbyssur takk


Súkkulaði og rósir

edda heiðrúnHlustið á einstaka konu HÉR - Heart

Viðtal við Eddu Heiðrúnu Backman í Kastljósi - konuna sem svo oft skemmti okkur á árum áður, en vekur nú hjá manni ómælda aðdáun með æðruleysi sínu gagnvart skelfilegum sjúkdómi, sem hún kallar aðalhlutverk sitt núna og hún ætlar að leika jafn vel og öll hin hlutverkin sem hún hefur leikið.

 


Allur er varinn góður...

albert-camus-1

 

 I would rather live my life as if there is a God and die to find out there isn't, than live my life as if there isn't and die to find out there is.

- Albert Camus

 Að þessu komst hann fyrr en menn gat grunað...

 

Hins vegar...

230606_eskimo

 

 Eskimo: "If I did not know about God and sin, would I go to hell?" Priest: "No, not if you did not know." Eskimo: "Then why did you tell me?" - Annie Dillard

 

 

 

Tenzin_Gyatzo_foto_2 En persónulega er ég höll undir þessa speki:

This is my simple religion. There is no need for temples; no need for complicated philosophy. Our own brain, our own heart is our temple; the philosophy is kindness. - Dalai Lama


Næsta síða »

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband