Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Maístjarnan

Endilega kíkið á þetta: Maístjarnan á rússnesku.

Aldeilis frábært! InLove


Nazareinn

Jesus

 Var að skoða gamla bloggið mitt á Blogger, ég bloggaði nefnilega fyrst á ensku (!):themilleniummouse.blogspot.com. Rakst þá á færslu hjá einum af mínum gömlu bloggvinum úti um allan heim, þessi er alltaf með athyglisverða pósta:

Was Jesus raised and trained as Nazarene Essene?


What Historical Figure are you?


myspace
Adventurous and boundary breaking. You believe that you can do anything, and do not hesitate to take risks to achieve a big goal.
You like to problem solve, when a problem comes up.

Take this quiz at QuizGalaxy.com

Seeking

127-CH~1

 

 

 

 

 

 

 

"Seek not the path of those that go before you
- seek what it is they sought after."

Sensei Sotoshi


Athafnasemi

Í gær, sunnudag var mikið að gera hjá mér, fullskipuð dagskrá. Fyrst fór ég með vinkonu minni að skoða sýningar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Þar var skemmtileg sýning á mjög stórum verkum eftir Erró sem eru unnin með tónskáld og málara fyrri tíma sem þema. Svo skoðuðum við þarna tvær sýningar með verkum samtímalistafólks, sem ekki sögðu mér svo sem neitt mikið eða merkilegt, þó svo sum verka Hreins Friðfinnssonar veki skemmtileg hughrif og finnst mér þau minna á meistara Magritte (ekki leiðum að líkjast!).

100_04611

Skilaði vinkonunni heim til sín og síðan sótti ég son minn og við héldum í eins árs afmælisveislu litlu hetjunnar Rakelar Óskar. Hún hefur heldur betur blásið út á þessu eina ári sem liðið er frá fæðingu hennar 2. nóvember í fyrra, 11 vikum fyrir tímann, þá var hún ekki nema 4,5 merkur. Þetta var svaka fín veisla, ömmurnar búnar að vera að stússast með mömmunni frá því um morguninn, margir veislugestanna aðrir ungir foreldrar með lítil börn sín, svo þarna var mikið fjör.

 

 Ég gat samt því miður ekki stoppað lengi, því ég var á leið í Hallgrímskirkju á tónleika með foreldrum mínum, svo ég renndi í Mosfellsbæinn og sótti þau, skilaði syninum heim til sín og svo héldum við á hæðina. Þá var komið myrkur, og hífandi rok þar uppfrá, sem kom ekki að sök inni í hlýrri og þéttsetinni kirkjunni. Við hlýddum andaktug á flutning Mótettukórsins o.fl. á tveimur sálumessum, eftir þá Ildebrando Pizzetti og Gabriel Fauré. Ég hef samt aldrei á ævinni verið eins syfjuð á tónleikum, af hverju sem það stafaði, þeytingnum um daginn eða hvort það var svona heitt í kirkjunni, því um leið og ég settist niður þar inni helltist yfir mig þvílík svefnhöfgi að ég hélt varla haus. Held nú samt að ég hafi ekki misst neitt úr í tónlistarflutningnum, sem var jafn frábær og við var að búast frá því góða listafólki sem að honum stóð, því það var bara líkaminn sem var að stríða mér og vildi fara að sofa, andinn var glaðvakandi.

100_04631

 

Afmælisbarnið í fangi móður sinnar, hennar Sibbu - eru þær ekki fallegar, mæðgurnar?

 lilja sif1

Þetta er stóra systir, Lilja Sif. Myndin er tekin við annað tækifæri; mig langaði bara að hafa hnátuna með í færslunni InLove

Í gamla daga

Fyrsta staða föður míns eftir að hann lauk prófum í læknisfræði var staða héraðslæknis á Kirkjubæjarklaustri í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann hafði þá áður starfað sem afleysingalæknir bæði á Egilsstöðum og Reykhólum og einnig á Landakoti. Þegar ég fæddist var hann kandidat (það sem nú er kallað aðstoðarlæknir) á Kleppsspítala.

Þegar ég fæddist bjuggum við á rishæð húss sem nefnist Hólar og stendur enn við Kleppsveg. Það var þá í eigu BP (Olíufélags Íslands), en mágur pabba starfaði hjá því fyrirtæki, veit ekki hvort hann var þá orðinn forstjóri, en þau hjónin höfðu miðhæð hússins til afnota.

207695061_a8eeb7bfc4Við fluttum austur að vorlagi 1952, þá var ég 8 mánaða og man skiljanlega ekkert frá þeim flutningum. En mínar fyrstu minningar á ég úr læknishúsinu á Klaustri og umhverfinu þar í kring. Þetta var yndislegur staður til að alast upp á og áttum við þarna heima til 1957, þegar við fluttum til Hveragerðis. Svo fluttum við reyndar aftur að Klaustri 1960 og bjuggum þar í það skiptið til 1963, þegar við fluttum til Reykjavíkur.

Mamma sagði mér einu sinni skemmtilega sögu frá fyrstu mánuðum búsetunnar á Klaustri til marks um þann hugsunarhátt sem þá var almennt ríkjandi gagnvart embættismönnum ríkisins.

Svo háttaði til að í læknishúsinu, sem var (og er enn) 2ja hæða steinhús, að íbúð héraðslæknisins var á efri hæð, en á þeirri neðri var lækningstofa, apótek, sjúkrastofa, eitt lítið aukherbergi, geymsla, búr og þvottaherbergi. 

jól á klaustriTilefni sögunnar var það að mömmu höfðu áskotnast nokkrar nýslátraðar hænur, með fiðri og innvolsi og alles. Hún dreif sig því niður í þvottahús að verka fiðurféð, búin svuntu og skuplu og viðeigandi áhöldum. Á sama tíma var pabbi önnum kafinn við að taka á móti sjúklingum á læknastofunni og sat smá hópur fólks fyrir framan hana og beið. Einni kvennanna varð gengið inn ganginn, þar sem hún tók sér stöðu í opinni dyragættinn og tók mömmu tali. Spjallaði sitthvað um daginn og veginn, uns hún að lokum hallaði sér nær mömmu og sagði í hálfum hljóðum, í samsæristón: "...Og hvernig er hún svo, nýja læknisfrúin?"

Mamma sagðist í fyrstu hafa orðið hálfklumsa, en áttaði sig fljótt og svaraði: "Ja, er ekki best að þú dæmir bara um það sjálf, þar sem hún situr nú hér fyrir framan þig!" Það kom víst töluvert á blessaða konuna, sem hafði víst ekki dottið hug annað en að unga stúlkan sem sat og reytti hænur í þvottahúsinu væri rétt og slétt vinnustúlka. Datt víst ekki í hug að læknisfrúin legði sig sjálf niður við slík verk, hún hefur víst ímyndanð sér hana sitjandi í spariklædda í stássstofu á efri hæðinni, eitthvað að dunda sér. Já, svona var nú hugsunarháttur fólks í þá daga. 

 


Það var nefnilega það...

logo
Hva slags pin-up er du? (ikke isen)

Mitt resultat:
Klassisk
Den klassiske pin-up, ergo orginalen, det er jo veldig bra:) Du har klasse og eleganse og vet hvordan du entrer et rom med stil. Mange ser opp til deg, du er en orntlig kvinne og vet at sexy ikke dreier seg om hvor store bryster man har, you go girl! Bra ikoner: Marilyn Monroe og Dita Von Teese
Ta denne quizen på Start.no
Góða nótt! Heart

« Fyrri síða

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.