Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
31.12.2007
Áramótakveðja
Kæru ættingjar og vinir, bloggvinir og aðrir sem lesa þetta:
Ég þakka ykkur fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem senn er liðið.
Gleðilegt nýtt ár og megi gæfan brosa við ykkur.
*Myndin er eftir Pablo Picasso og fengin að láni HÉÐAN
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
31.12.2007
Esaú
Margt er skrítið í kýrhausnum, segir máltækið.
Einkennileg þykir mér staða biskupa og presta íslensku þjóðkirkjunnar. Þeir rembast við, sumir hverjir, að segja manni að þeir starfi fyrir/við stofnun sem sé algjörlega sjálfstæð í öllum sínum málum. Einn þeirra er Svavar Alfreð Jónsson, bloggvinur minn. Þetta hefur hann um málið að segja:
"[...] Líka má benda á að ríki og kirkja eru í raun aðskilin. Kirkjan ræður sínum málum, bæði ytri og innri. Að minni hyggju er fráleitt að tala um Þjóðkirkjuna sem ríkiskirkju eins og stundum er gert. Hins vegar eru tengsl milli ríkis og kirkju og auðvitað er fyrirkomulagið á þeim tengslum ekki heilagt. [...]"
Þetta segir séra Svavar HÉR.
Samt sem áður njóta starfsmenn kirkjunnar (þjóðkirkjunnar) réttinda og bera skyldur sem opinberir starfsmenn, sambanber eftirfarandi, úr lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar: " 61. gr. Þeir starfsmenn þjóðkirkjunnar, sem þiggja laun úr ríkissjóði, sbr. 60. gr., njóta réttinda og bera skyldur sem opinberir starfsmenn eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum nr. 70/1996, svo og öðrum lögum er kveða á um réttarstöðu opinberra starfsmanna, sbr. þó 12. og 13. gr." Sjá nánar hér: Lög nr. 78/26.
Eins og mönnum er kunnugt eru starfskjör opinberra starfsmanna að mörgu leyti mun tryggari en gerist á frjálsum markaði, þó launagreiðslur séu í mörgum tilfellum lægri. Samt sem áður teljast kjörin ekki slök þegar kemur að starfsmönnum kirkjunnar, að því er mér hefur skilist, til dæmis ef borin eru saman laun presta og kennara.
Staðhæft er að íslenska þjóðkirkjan sé alls ekki ríkiskirkja. Í mínum eyrum hljómar sú staðhæfing sem hringavitleysa, þegar tekið er tillit til þess sem ég hef rifjað upp hér að ofan, ásamt því sem fer hér á eftir:
Í færslu hjá Jóni V. Jenssyni kemur fram að þjóðkirkjan hafi afsalað sér eignum til ríkisins, í skiptum fyrir þann kost að starfsmenn hennar þiggi laun sem opinberir starfsmenn og njóti réttinda sem slíkir:
"Að Þjóðkirkjuprestar séu á launaskrá ríkisins kemur hins vegar til af því fyrirkomulagi varðandi ráðstöfun kirkjueigna, sem innsiglað var með lagasetningu 1907 og 1997. Öll trúfélög fá í sinn hlut safnaðargjöld eftir höfðatölu sinni, en Þjóðkirkjan að auki árlegar greiðslur vegna gríðarmikilla jarðeigna (um sjöttu hverrar jarðar á landinu 1907), sem ríkið hefur nú fengið lýstar sem eign sína, en með þessum skilmála, að e.k. afborgun eða afgjalds-ígildi af þeim skuli goldið með því að borga laun presta og Biskupsstofu."(leturbreyting mín). Sjá má færslu Jóns Vals í heild sinni HÉR.
Laun prestastéttarinnar og starfsmanna Biskupsstofu frá ríkinu eru sem sé látin heita afgjald af þeim eignum kirkjunnar sem hún hefur nú afsalað sér til þess (ríkisins). Hvernig sem því nú víkur við að hægt sé að fá afgjald af eign sem maður hefur afsalað sér (?). Lúti kirkjunnar þjónar enda þeim reglum sem ríkið hefur sett um framboð og eftirspurn, þegar kemur að stöðugildum. Sem mér þykir óeðlileg krafa, þegar kemur að trúarlífi fólks, og alls ekki sambærileg við slíka kröfu innan heilbrigðisgeirans, er lýtur að líkamlegri (og andlegri) velferð. Vissulega mætti þó gera kröfu til trúboðs af hálfu læknastéttarinnar, til eflingar almenns heilbrigðis landsmanna, - þar sem slíkt myndi leiða til fækkunar stöðugilda innan þess geira, og þar af leiðandi sparnaðar fyrir ríkið, öfugt við það sem ætla má að gerist við trúboð kirkjunnar!
Þegar ég fór að spá í þessi gjörð (samning) milli ríkis og þjóðkirkju rifjaðist einhverra hluta vegna upp fyrir mér sagan af því þegar Esaú seldi bróður sínum frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk (IM 25:29) Svona er að hafa verið dugleg að læra Biblíusögurnar í gamla barnaskólanum. Þess vegna heiti færslunnar. Að vísu kom einnig orðið "hrossakaup" upp í huga mér, en mér fannst smekklegra að gefa færslu minni nafn úr Biblíunni.
Ég held að það hljóti stundum að vera erfitt að vera stundum og stundum ekki opinber starfsmaður. Prestar eiga samúð skilið fyrir sitt erfiða hlutskipti.
*Myndinni rændi ég af þessari síðu
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.12.2007
Delicatessen
Ágæt mynd til upprifjunar, eftir jólaátið:
29.12.2007
Flugeldar
Mér finnst að það ætti að vera bannað að skjóta upp flugeldum fyrr en á gamlárskvöld.
Þessa stundina mætti halda, eftir látunum hér fyrir utan í hverfinu mínu að dæma, að það væri skollið á stríð í landinu!
29.12.2007
Aðskilnaður ríkis og kirkju
Álíka margir hlynntir og andvígir aðskilnaði ríkis og kirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2007
Innlit
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (63)
28.12.2007
Staðfasta stúlkan
28.12.2007
Alvöru bjúrókrati
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
4 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar