Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
30.8.2007
Bergmál
Ég kom heim í dag, endurnærð á sál og líkama, eftir vikulangt orlof að Sólheimum í Grímsnesi á vegum líknar- og vinafélagsins Bergmáls. Dvölin var í einu orði sagt yndisleg! Þarna kynntist ég mörgu góðu og skemmtilegu fólki og var umvafin ást og hlýju frá morgni til kvölds. Góður matur í hvert mál, svo ég stóð á blístri, og ég fór daglega í sundlaugina, þar sem ég var tekin í meðferð (cranio-sacral). Ég fékk fótsnyrtingu við harmónikkuundirleik, og kvöldvaka var á hverju kvöldi, þar sem fram komu listmenn hver öðrum betri. Og síðasta kvöldið var svo dansiball í boði Vinabandsins!
Farið var í Skálholt, þar sem tekið var á móti okkur með tónleikum og fræðslu og indælis máltíð á eftir. Síðan lá leiðin í Dýragarðinn í Slakka, en þaðan var ekið til Hveragerðis, þar sem við þáðum síðdegishressingu í matsal H.N.L.F.Í., með viðkomu í barnafataversluninni Do-Re-Mi á Selfossi, sem ein af félagskonum Bergmáls á og rekur. Voru þar versluð krúttleg barnaföt á vægu verði. Einnig gerðu sumar kvennanna í ferðinni góð kaup í verslun þar við hliðina á, sem ég man ekki hvað heitir, þar sem allt var selt á aðeins þúsund krónur og virtist mér sem þær hefðu himin höndum tekið við þau innkaup !
Allt þetta var okkur þátttakendum algjörlega að kostnaðarlausu, þar sem starfsemi félagsins byggir alfarið á frjálsum framlögum og sjálfboðaliðsstarfi. Hjartans þakkir, öll þið sem gerðuð allt þetta kleift með ykkar óeigingjarna starfi og framlagi .
*Því miður gleymdi ég myndavélinni heima, svo ég get ekki sett inn myndir frá dvölinni hér, en það munu koma myndir síðar á heimasíðu Bergmáls, ef einhver hefur áhuga.Bloggar | Breytt 31.8.2007 kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2007
Ofstæki og áróður
"Der Ewige Jude": http://video.google.com/videoplay?docid=4664969119079760194&q=der+ewige+jude&hl=en
Einkennilegt að horfa á þessa áróðursmynd nú næstum 70 árum eftir gerð hennar. Maður verður eiginlega ekki lengur hissa á Gyðingahatri þessara ára eftir að hafa horft á hana. Að þessi svæsna, hatursfulla samsuða hafi hrinið á einfaldar og móttækilegar sálir, svo þetta fólk hafi snúist af heift gegn Gyðingum, eða í það minnsta verið ósárt um örlög þeirra. Sér í lagi ef höfð er í huga sú efnahagslega viðreisn sem Hitler tókst að koma á í Þýzkalandi.
EN: Getur verið að viðlíka áróður heyrist ennþá hér og þar á því herrans ári 2007, þó í öðru samhengi sé? Ég held að það sé hollt að líta sér nær í þeim efnum.
Wikipedia:
http://en.wikipedia.org/wiki/The_Eternal_Jew_%28film%29
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007
Heimsótt lönd
Ég set þetta hér að gamni mínu, því nú er að koma í mig ferðahugur þar sem á næstu mánuðum mun ég get bætt tveimur löndum við á kortið :
Get your own Visited Countries Map from Travel Blog
Bæti þessu bara hér við:
Espresso!
30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Bloggar | Breytt 22.8.2007 kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2007
Allt er þegar þrennt er...
...en því náði ég ekki í dag, því ég fór "bara" tvisvar í Hallgrímskirkju í dag, í lok kirkjulistahátíðar.
Í morgun var þar sungin "akureyrsk" () messa, prestar, organisti og kirkjukór Akureyrarkirkju sáu að miklu leyti um helgihaldið, þó einnig kæmi "heimafólk" við sögu, þar á meðal hinn indæli Drengjakór Reykjavíkur (sem nota bene auglýsir þessa dagana eftir hressum strákum til liðs við sig). Það var gaman að sjá tónmeistara kirkjunnar í "fríi" á fremsta bekk, þurfandi ekki að gera annað en að njóta þess sem fram fór; svo oft hefur hann gert okkur hinum gott með sínu frábæra starfi.
Í kvöld fórum við svo aftur, ég og foreldrar mínir, í Hallgrímskirkju, í þetta sinn til að hlýða á frumflutning í Reykjavík á óratóríu Händels um brottförina úr Egyptalandi. Túlkun besta listafólks landsins og framúrskarandi erlendra gesta á verkinu gerði það að verkum að þær 3 klukkustundir sem flutningur þess tekur leið hjá sem magnþrungin örskotsstund. Hjartans þakkir fyrir frábæra listræna upplifun.
Bloggar | Breytt 20.8.2007 kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2007
Hvernig getur það gerst...
...að móðir sem fer til að ræða við bekkjakennara barnsins síns fær engin svör og hurðina (nánast) á nefið, eins og hún væri ósýnileg, ekki til?
Foreldrarnir töluðu í framhaldinu við aðstoðarmann skólastjórans, sem lofaði að halda fund með kennaranum og foreldrunum. Lofaði að hringja þegar því yrði komið við. Þetta var í fyrravetur og hann er ekki enn farinn að hringja, nú við upphaf nýs skólaárs. Ég spyr: Er þetta hægt? Er það svona sem góður grundvöllur er lagður að samstarfi skóla og foreldra?
Nú er yngra barn hjónanna að hefja skólagöngu og fékk af því tilefni bréf heim þar sem tilkynnt er hvenær það skuli mæta og foreldrarnir með og það jafnframt boðið velkomið. Ég varð vitni að því hvernig faðirinn, sem er vandaður rólegheitamaður, foxreiddist við að lesa þetta bréf og rifjuðust upp fyrir honum fyrri samskipti við starfsfólk þessa skóla. Ég spyr aftur: Er þetta hægt?
Og ég spyr mig líka: Breytir það einhverju að foreldrarnir sem um ræðir eru ekki íslendingar? Eru skilaboðin þau, eins og faðirinn upplifir þessi viðbrögð, að best sé fyrir þau að pakka föggum sínum í kassa og flytja heim aftur? Í þessu sambandi má líka geta þess að þau hjónin eru bæði mjög vel menntaðir og hæfir einstaklingar, hæfari en margir íslendingar, og leggja fyllilega sitt af mörkum til íslensks samfélags, bæði í starfi og tómstundum, hún á sviði fræðimennsku og hann í tónlist. Þau tala bæði ágæta íslensku og ensku, hann hefur búið hér í 7 ár og hún í 6.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2007
Trúarbrögð
The various religions are like different roads converging on the same point. What difference does it make if we follow different routes, provided we arrive at the same destination.
- Mahatma Gandhi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007
Klukk klukk
...og svo þarf að klukka 8 aðra....púff!
Æ, mér líður með það eins og keðjubréfakeðjurnar sem ég hef fyrir reglu að slíta...ég held ég slíti þessa bara líka. Elsku Ásthildur, ef þú leggur í að klukka mig aftur, hafðu þá auðveldari spurningar, plís!
En jæja þá,hérna eru bara 2 atriði sem kannski ekki allir vita: Ég er jurtaæta (fyrir utan egg og fisk og önnur sjávardýr) og svo er ég líka ská-langamma tveggja stelpuskotta, þó ég sé ekki enn orðin amma, þar sem sá sona minna sem fest hefur ráð sitt sleppti því að verða pabbi og gerðist afi beinustu leið .
<- Ætli þetta sé ekki yngsti afi á landinu?!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007
Grátur
Ég sit í þögn
er að lesa blöðin
þegar barnsgrátur
kveður sér hljóðs úti á götunni
mikill og sár.
Hann vekur ósjálfrátt upp
minningar frá löngu löngu
liðnum dögum
þegar eyru mín og hjarta þekktu hvern tón
í hljómkviðu grátsins í götunni.
Ég las þetta ljóð í minningargrein í Morgunblaði dagsins nú í morgun og það höfðaði mjög sterkt til mín. Höfundar er ekki getið; ég veit ekki hvort höfundur þess er konan sem greinin er um,Guðrún Albertsdóttir, eða einhver annar. Ef einhver veit þetta þætti mér gott að frétta það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007
Ég biðst forláts...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
339 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar