Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
14.9.2007
Dómskerfið
Stundum getur verið ánægjulegt að sjá að það er ekki alltaf harkan sex sem gildir við uppkvaðningu dóma.
En ansi skýtur samt tímalengdin sem maðurinn þyrfti að sitja inni, ryfi hann skilorð, skökku við þá dóma sem kveðnir eru upp í nauðgunarmálum. Það er ljóst að ekki er sama hvort um auðgunar- eða ofbeldismál er að ræða þegar kemur að því að dæma, fyrst dómur fyrir að stela hangikjötslæri slagar hátt upp í dóma fyrir að svívirða líkami og sálir kvenna eða barna (hversu margir karlmenn kæra annars nauðgun?). En líklega verður þó að skoða þennan dóm í ljósi fyrri dóma sem maðurinn hafði á sér.
Þrettán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela hangikjötslæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.9.2007
Salat, 2
Neysla grænmetis og ávaxta dregur úr líkum á lungnakrabba | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007
Salat
Ég er nýbúin að "fatta uppá" salati, sem mig langar til að deila hugmyndinni að með ykkur, því það er svo æðislega gott:
Klettasalat (rucola), radísur, gul melóna og "salatblanda" (ristuð fræ og hnetur, frá Gott fæði í Kópavogi), extra virgin ólífuolía, ferskpressaður sítrónusafi og salt, í "hæfilegum" hlutföllum, eftir smekk.
Setjið slatta af klettasalati í skál. Skerið radísur og melónu í bita og setjið yfir. Stráið vænum skammti af fræjum og hnetum þar yfir, hellið slatta af ólífuolíu yfir þetta og að endingu nokkrum dropum af sítrónusafa. Setjið salt af hnífsoddi út í og blandið vel. Borðist ferskt. Bon appetit!
Því miður gleymdi ég að taka mynd af herlegheitunum áður en ég át þau, svo engin mynd skreytir færsluna!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2007
Inni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.9.2007
Trú
You are Agnostic |
You're not sure if God exists, and you don't care. For you, there's no true way to figure out the divine. You rather focus on what you can control - your own life. And you tend to resent when others "sell" religion to you. |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007
Heppni
Your Luck Quotient: 76% |
You have a high luck quotient. More often than not, you've felt very lucky in your life. You may be randomly lucky, but it's probably more than that. Optimistic and open minded, you take advantage of all the luck that comes your way. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.9.2007
Heilalitur
Your Brain is Blue |
Of all the brain types, yours is the most mellow. You tend to be in a meditative state most of the time. You don't try to think away your troubles.Your thoughts are realistic, fresh, and honest. You truly see things as how they are. You tend to spend a lot of time thinking about your friends, your surroundings, and your life. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.9.2007
Mengun og óhreinindi
Þessi "frétt" kemur því miður ekki á óvart. Hvenær ætlar mannkynið, eða öllu heldur þeir sem fara með stjórn í mannheimum og einhverju ráða, að fara að takast á við vandann, í staðinn fyrir að klemma aftur augun og skella skollaeyrum við svona fréttum? Til dæmis einn tiltekinn Búskur í BNA, en þeir eru svo sem fleiri búskarnir um alla veröld, smáir og stórir. Við íslendingar mættum alveg taka okkur smá í gegn og hætta að taka hreinu lofti og vatni og ósnortinni náttúru sem sjálfgefnum hlutum, það gæti farið svo að við glötuðum þeim verðmætum, ef svo fer sem horfir.
Rofið bloggfrí, ég veit, en þessi frétt snerti mig bara svona inn að beini!
Viðbót: Loftslagsbreytingar - efasemdamenn, takið ykkur 10 mínútur til að horfa á þetta.
40% allra dauðsfalla tengd mengun og óhreinindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.9.2007
Hann Úlfur minn
Ég var áðan að bæta myndum í "bræðra"albúmið mitt, og datt þá í hug að leyfa ykkur, þó ég eigi að vera komin í bloggfrí, að lesa fallegt ljóð sem að pabbi minn orti um yngri strákinn minn þegar hann var í pössun hjá afa sínum og ömmu einu sinni. Mikið gladdi þetta ljóð mig á sínum tíma, og gerir enn, eins og þessi sonur minn sem ljóðið er um hefur líka alltaf gert:
Afagaman
Ljáðu afa ljúflingskæti
litli sólskinsvin
Bakvið tímans látalæti
ljómar eilífðin
Undir niðri ákaflega
ævintýragjarn
hýsir afi heimsins trega
hláturmilda barn
Má hann afi kannski kíkja
í kankvís augu þín?
Skuggar allir undan víkja
Aftur ljósið skín
Ævintýr er allt sem lifir
Ævintýr ert þú
sjórinn, landið, loftið yfir
líf í glaðri trú
Upp með fjörið, glens og gaman
Gæfan ríkti ef
allir bara syngju saman
svona glaðvær stef
Á hvítasunnu 1981
Úlfur Ragnarsson
Svo er hér mynd af sama dreng fullorðnum, með vinum sínum . Eins og sjá má er hann ennþá brosmildur og ljúfur. Myndin var tekin í dýragarði í Thailandi í sumar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
4 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar