Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
4.9.2007
Hnignun dönskunnar
Það tókst! Fábært! Ég var nefnilega í gær að reyna að troða einfaldri slóðinni inn og fattaði ekki að nota slóðina sem er "embedded". Þurfti að lesa það í kommenti í öðru bloggi til að ná því - stundum getur maður verið of vitlaus.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2007
Hann Olli minn
Undanfarna daga, síðan ég kom heim úr sveitinni, er ég búin að finna rækilega fyrir því hvað ég er háð besta vini mínum, það er að segja bílnum mínum gamla. Mér finnst ég hreinlega vera í stofufangelsi án hans og ekkert geta mig hreyft. Ég setti hann nefnilega á verkstæði á meðan ég var fyrir austan og fór svo og sótti hann áðan - þvílíkur léttir! Þarf að vísu að fara með hann aftur og láta laga eitt atriði, ekki á morgun heldur hinn, því á morgun þarf ég að keyra upp í Mjódd í mitt 4-mánaðarlega tékk hjá sérfræðingnum mínum. En þá verður hann líka orðinn fínn, fyrir utan hliðarspegilinn og ljósið sem vantar og ég þarf að reyna að verða mér úti um á partasölu, sem getur orðið dálítið erfitt, þar sem greyið mitt er 12 ára gamalt.
Hér er svo eitthvað flott til að horfa á:
http://www.youtube.com/watch?v=mcBV-cXVWFw
*Ég er ekki nógu flínk að koma inn línkum í bloggið, fatta ekki alltaf hvernig á að fara að því, ef maður getur ekki copy/peistað línkinn inn í hólfið og virðist ekki ganga að búa hann til manuelt heldur .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007
Veraldargæði
Mér datt í hug, í framhaldi af lestri frábærra pistla Svavars Alfreðs, bloggvinar míns, um árangursmiðað líf, náð Guðs, þakklæti og dásemdir veraldarinnar sem við lifum í, að birta hér komment mitt við einlæga og opinskáa bloggfærslu Berthu, bloggvinkonu minnar, og vera bara sjálf álíka opinská og hún: Sem sé hermiblogg, Dúa! :
Það var gaman að lesa þennan opinskáa pistil þinn, það eru svo margir finnst mér sem eru sífellt að reyna að fela sína raunverulegu fjárhagslegu stöðu og láta líta út fyrir að það eigi fullt af pening, allt of algengt, held ég, alla vega hér á landi. Sjálf hef ég aldrei átt pening, alltaf verið á lágum launum og verið að borga skuldir. Ég hef það betra núna í dag en þá, núna eftir að fjármálin rúlluðu endanlega yfrum fyrir nokkrum árum og ég byrjaði upp á nýtt á "rassvasa- og sparisjóðsbókar-heimilsbókhaldi" og eftir ég hætti að basla við að vinna og fór að lifa af mínum lífeyri. Ég læt í dag bankann taka fasta upphæð af innkomunni, er að reyna að safna mér í varasjóð ef eitthvað sérstakt kemur uppá, eða til að geta veitt mér eitthvað spes. Ég kalla þetta ferðasjóðinn minn, þó svo, ehemm, ég hugsi líka til þess að ég vilji eiga fyrir jarðarförinni, skyldi ég taka upp á því að hrökkva uppaf, sem ekki stendur til á næstunni, en maður veit þó aldrei, því maður gæti lent fyrir bíl á morgun .
Ég reyni að verða mér úti um alla þá ókeypis skemmtun sem ég get , tónleika í kirkjum o.þ.h., svo fæ ég frítt í sund af því ég er öryrki og enn er alveg ókeypis að fara í göngutúra í náttúrunni og anda að sér fersku lofti. Ef þú lest bloggið mitt þá sérðu líka að ég er nýkomin úr dvöl í sveitinni, sem var alveg ókeypis, sem mér finnst alveg FRÁBÆRT, því flest svona lagað þarf í dag að borga dýrum dómum, að minnsta kosti ef miðað er við minn fjárhag. Fer í næsta mánuði til Krítar og rétt mer að borga það og svo borguðu vinir mínir mér fyrir barnapössun með því að panta handa mér ferð til Prag í nóvember, sem mér hefði aldrei dottið í hug að gera sjálf. Já, lífið er dásamlegt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2007
Lögheimili
Ég er svo undrandi á þessari frétt:
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338412/2
Ég vissi ekki að það væri hægt að svifta mann lögheimili, og þar með ýmsum réttindum sem ríkisborgara, ef maður dveldi ekki í svo og svo langan tíma á landinu. Ég hélt að það þyrftu allir að vera skráðir einhvers staðar, hjá félagsþjónustunni ef ekki vill betur til (þar eiga þeir lögheimili sem eru skráðir "ekki í húsi") og datt aldrei í hug að yfirvöld mættu taka sig til og skrá fólk sisvona í útlöndum án heimilisfangs, að því forspurðu. Nú var sagt frá því að maðurinn sem um ræðir hafi ekki svarað fyrirspurnum, en hvernig er hægt að ætlast til hann að hann hafi lesið bréf sem komu inn um póstlúguna hjá honum niðri á Skúlagötu meðan hann var staddur í Kína? Og skyldi þessi maður ekki vera búinn að greiða nægan skatt af þeim peningum sem hann fær frá TR til þess að mega halda réttindum sínum, þó hann dvelji langdvölum í landi þar sem þessir aurar endast honum margfalt lengur? Er bannað sýna sjálfsbjargarviðleitni og finna leiðir til þess að láta dæmið ganga upp? Auk þess sem það ætti ekki að koma manntalinu við hvort maður vill dvelja hjá vinum sínum hluta úr árinu, það hef ég talið einkamál til þessa.
Ég fór og las lögin um lögheimili og ég gat hvergi séð að þessi svifting ætti sér stoð þar. Þetta minnir mig eiginlega á vistarbandið sem tíðkaðist í álfunni um aldir. Mikill er hinn gírugi armur ríkisvaldsins þegar kemur að okkur smælingjunum! Vonandi að manninum takist að fá þessu hnekkt, annars er illt í efni í þessu landi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
4 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar