Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Minstrels

Bretinn kann sko að segja hlutina...Devil

Vandlæting

Ég held að þeir sem stöðugt hneykslast á biskupi landsins fyrir að láta umbeðið álit sitt á Síma-auglýsingunni margumtöluðu í ljós ættu að kynna sér aðeins betur um hvað kristin trú snýst. Píslarsagan, sem heilög kvöldmáltíð (ásamt innreiðinni í Jerúsalem) er inngangurinn að, er langt í frá að vera einhver skemmtisaga, heldur er hún ein aðal þungamiðja þessara trúarbragða. Þess vegna er kristnu fólki ekki ósárt um að hún sé notuð í auglýsingaskyni fyrir nýjasta tækniundrið sem otað er að landsmönnum þessa dagana. Það er fyrst og fremst þetta sem mörgum finnst ósmekklegt, að píslarsagan sé notuð í kaupskapar(commercial) tilgangi.

Það er allt í lagi að gera grín, að trúarbrögðunum jafnt sem öðru, höfundum þeirra sem iðkendum, en það grín verður þá að vera í réttu samhengi. Til dæmis fannst mér persónulega ekkert að því að Spaugstofumenn göntuðust með tilefni páskanna í skemmtiþætti hér um árið. Þeir voru þar ekki að selja neitt (nema kannski sjálfa sig!), þar sem sá skemmtiþáttur var aðeins ætlaður til sýningar þetta eina tiltekna kvöld, á með auglýsing Símans kemur til með að dynja á augum og hlustum sjónvarpsneytenda öll kvöld næstu vikurnar og útjaska þannig heilagri helgimynd kristinna manna. Auk þess sem ég held að höfundum Spaugstofuþáttarins hafi aldrei dottið í hug að líta á sitt grín sem annað en stundargaman eða dægurflugu, en ekki listaverk, öfugt við höfund auglýsingarinnar.

Á það hefur verið bent, Símamönnum til málsbóta, að kirkjan reki sjálf verslun. Þar er til að taka að allur sá varningur, munir og rit, sem seldur er í Kirkjuhúsinu, verslun þjóðkirkjunnar, þjónar trúarlegum tilgangi og er keyptur af fólki sem notar hann við trúariðkun eða ræktun trúar sinnar. Það væri kannsi athugandi fyrir umrætt fyrirtæki, í ljósi hins nývaknaða trúaráhuga þess, að fara að selja  Biblíuna í  verslunum sínum? Það mætti svo sannarlega kalla kaup kaups í núverandi stöðu. Viðskiptavinir gætu þá slegið tvær flugur í einu höggi, ef svo má segja, og sinnt á sama tíma jafnt sínum andlegu sem veraldlegu þörfum.

Þó svo að Jón Gnarr hafi sjálfur marglýst því yfir að hann sé sannkristinn maður, þá virðist mér stórlega skorta á næmleika hans fyrir því hvað sé viðeigandi. Það þarf þó ekki að koma neinum á óvart sem hefur einhvern tíma horft á eitthvert af hans rómuðu "sketsum", þar sem groddafenginn húmor ræður oftast ríkjum. Ég viðurkenni að oft er gaman að húmor Jóns, en það er fyrst og fremst fyrir þann skemmtilega aulahátt sem þar kemur fram, sem mér virðist nú að sé því miður ekki leikinn, heldur fullkomlega hans eiginn. 


Leikskólarnir

leikskóliÉg var áðan að hlusta á fréttir um það hversu mjög skortur á starfsfólki hamlar starfsemi leikskóla borgarinnar. Og í grunnskólanum er ástandið heldur ekki gott.

Hvernig er það, er ekki stöðugt verið að mennta kennara og leikskólakennara hér á landi? Hversu margir kennarar og leikskólakennarar skyldu útskrifast hér ár hvert? Hvernig getur þá staðið á því að ár eftir ár er svona gífurlegur skortur á faglærðu fólki til að sinna ungviðinu?

Ég bara spyr eins og fávís kona. Shocking En geri mér auðvitað grein fyrir að þarna er launakjörum fyrst og fremst um að kenna. Hvers vegna að mennta fólk dýrum dómum til þessara starfa, ef það skilar sér svo ekki til starfa vegna lélegra launa? Heimskulegt, í einu orði sagt! Angry


Sko mig...

logo
Hva er din mentale alder?

Mitt resultat:
37
Ta denne quizen på Start.no
logo
Hvilket land kommer du fra? (mentalt sett)

Mitt resultat:
Norge
Du er norsk! Glad i tradisjoner og vintersport, og ganske så sunn av deg.
Ta denne quizen på Start.no

Hei, Heidi, þetta vissir þú ekki!

Og að endingu þetta: Halo

logo
Hvem er du i Mummidalen?

Mitt resultat:
Snusmumriken
Du er Snusmumriken! Du er modig og rolig. Du er også selvstendig og kan ta vare på deg selv, men du er likevel venn med alle.
Ta denne quizen på Start.no

Landafræði í BNA

Ég bara mátti til að stela þessu af síðunni hennar Halkötlu, mér finnst þetta svo frábært:

americanworld


DISKÓ

Þarf að hafa nokkur orð um þetta? 
Nema : Snilld! LoL

Misskilinn snillingur?

iphone
Lágkúrupostuli, léttur í bragði,

landsmönnum skemmta vildi,

en brúnaþungur biskupinn sagði

að brandarann ekki hann skildi!

 

 


Lag allra tíma...

...eitt þeirra! InLove

Jamm og já...

 

Jacopo_Bassano_Last_Supper_1542

Síðasta kvöldmáltíðin

Óneitanlega vakna hjá manni ýmsar spurningar í sambandi við trúmál og samtímann, við að horfa á síðustu sjónvarpsauglýsingu Símans...

En það var nú samt ekki tilgangurinn með gerð hennar, trúi ég, heldur fyrst og fremst að auglýsa nýjustu söluvöru fyrirtækisins, sem svo sannarlega hefur tekist vel, sér í lagi með tvöfaldri umfjöllun Kastljóssins í kvöld...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.