Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Lönd sólaruppkomunnar

orient.jpgÉg var að hlusta áðan á viðtal Helga Seljan við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta okkar,  í Kastljósinu. Hann komst svo sem ágætlega frá því, þarna var gamli prófessorinn mættur til að skilgreina hlutina og vinna úr núverandi stöðu, með (venjulegum) áherslum á auðlindir okkar og sóknarfæri svo og æsku landsins.

Það er öruggleg rétt hjá bæði Ingibjörgu Sólrúnu og Ólafi að náttúrulegar orkulindir okkar gera samningsstöðu okkar sterkari á þessum síðustu tímum. En þurfum við ekki samt sem áður alltaf á olíu að halda til að halda úti fiskiskipaflotanum okkar, eða sér fólk fyrir sér að knýja megi hann áfram með raforku?

Sjálfsagt gætu komist á gott flæði milli okkar og Rússa (eins og í denn) nú þegar leiðin styttist milli okkar við bráðnun norðurpólsins, að maður tali nú ekki um ef þeir fara að bora eftir olíu á því svæði.

Vesturveldin (það er að segja hafi þau fellibylinn af) myndu svo örugglega sjá til þess í hræðslubandalagi við Alþjóðabankann og Nató að Rússar seilist ekki of langt ofan í gullkistur okkar.

Mér segir svo hugur að við eigum heldur að beina sjónum í austurátt um stuðning og samstarf í efnahagsmálum, en að binda okkur við gömlu vesturlöndin sem svo er að sjá að vilji ekkert af okkur vita meðan þau sjálf eru við það að riða til falls. Þá er ég með í huga Asíulönd, Japan, Kína og Indland, þar mun uppgangurinn verða í framtíðinni.

crjsh081013.gif

 


Sjálfsvirðing

mban1157l.jpgMig langar í ljósi síðustu atburða til að deila með öðrum orðum sem þjónustufulltrúinn minn í bankanum sagði við mig fyrir nokkrum árum, þegar ég stóð mitt í mínu eigin, litla fjárhagshruni:

"Mundu að hvað sem á dynur þá eru peningarnir þínir eitt, en þú sjálf ert eitthvað allt, allt annað."

Þetta eru orð sem ég var henni mjög þakklát fyrir og ég hef aldrei gleymt. Það hjálpaði mér í gegnum miklar þrengingar að minnast þeirra.

 


Til upprifjunar:

Ísland er ennþá stórasta land í heimi

610x2.jpg


A Yorkhireman´s Advice to His Son

Þessi gamla vísa úr Jórvíkurskíri rifjaðist upp fyrir mér:

card00569_fr.jpg

 Hér má heyra útskýringu á "venjulegri" ensku:

 
Faðir riddarans Filippusar Græna (Sir Philip Green) var að vísu gyðingur en ekki Jórvíkingur, en samkvæmt viðtali í kvöldfréttum RÚV við sérfæðing sem að sögn stöðvarinnar þekkir vel til í bresku viðskiftalífi hefur  þessi boðskapur náð eyrum sonarins engu að síður.
 
Boðskapurinn virðist einnig láta dável í eyrum annars sonar og fyrrverandi útrásarvíkings (ekki Jórvíkings), það er að segja þess sem lét sig þó hafa það að mæta í Silfur Egils í dag til að þvo þar hendur sínar
- og tókst það dável, miðað við þá samúðarstrengi sem mér virðist við lestur bloggsins að blessuðum drengnum hafi tekist að hræra í hjörtum SUMRA landa sinna.
 
Það var áhugavert...nei annars, GAMAN...að heyra Egil taka Jón Ásgeir til bæna.
Ég er ósammála þeim sem þykir Egill hafa farið yfir strikið. Ég sé enga ástæðu til að taka með silkihönskum á manni sem, meðal annarra, ber stóra ábyrgð á því hvernig komið er, en þverskallast við að viðurkenna eitt eða neitt í þeim efnum. Egill sagði einungis upphátt og opinberlega við hann augliti til auglitis það sem mörg þúsund Íslendinga hugsa og segja um hann þessa stundina.
 
Skyldi Dorrit vera búin að bjóða Filippusi í mat?

mbl.is Samskipti Philips Green og Íslendinga endurvakin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En svo er auðvitað ljótasta stelpan líka mætt á svæðið...

 

...til að fá dansa við hana þarf ekki að kunna að dansa,

þú gerir einfaldlega eins og hún segir.  Frown

Því miður fær enginn setið hjá á þessu balli, og nú styttist í dömufrí (ef einhver man enn hvað það orð þýðir).

Fjallkonan víðsfjarri. Sú al-sætasta. Ég held hún sé farin heim að sofa, enda langþreytt og svekkt. Mætir vonandi endurnærð einhvern tíma í ekki alltof fjarlægri framtíð. Smile


Sú næst-sætasta dansar kósakkadans

putin.jpgÞessa dagana bíða íslensk stjórnvöld vonglöð eftir að fá að dansa við næstsætustu stelpuna á ballinu.

Nú rifjar hún upp gömlu danssporin úti í Moskvu og undirbýr komu þessa bljúga, en efnilega vonbiðils.  Sá geymir nefnilega eitt og annð álitlegt í handraðanum, þó uppburðarlítill sé þessa dagana. 

Eins og Bronwen Maddox blaðamaður hjá The Times bendir á í  þessari grein, þá þarf ekki að hafa mikið milli eyrnanna til að skilja hvernig liggur í tildrögum þess (nýja - en þó gamla) ástarævintýris íslenskra stjórnvalda í útlöndum sem nú er í uppsiglingu, - því það er engin ný bóla. 

Við skulum rétt vona að biðillinn sé liðugur og vel að sér í danskúnstinn, - hafi æft kósakkadansinn betur en ameríska línudansinn og enska valsinn.


mbl.is Mestu mistökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýju fötin keisarans

vilhelm_pedersen_kejserens_nye_klaeder_ubt.jpg

 

H.C. Andersen var nú ansi glöggskyggn náungi, þó hann hafi lifað fyrir daga jakkafata og einkaþota.

Muna annars ekki allir eftir því hvernig það ævintýri hefst og endar?

Ef ekki væri ráð að rifja þetta gamla ævintýri upp, þó of seint sé í  rassinn gripið að ætla að læra af boðskap þess.


« Fyrri síða

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.