Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Bíbí Ólafsdóttir

bibi_740678.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ég var að horfa á sunnudagsviðtal Evu Maríu við Bíbí Ólafsdóttur, miðil.

Þetta var ólíkt betra viðtal en viðtalið sem ég gagnrýndi svo harðlega s.l. mánudag.

Þetta viðtal var opið og einlægt (hvernig er annað hægt með viðmælanda eins og Bíbí?) og gaf mér mjög mikið.

Bíbí ræddi mikið um hreinskilni, um sannleikann og mikilvægi hans í samskiptum manna, að hafa allt uppi á borðinu og grafa ekki leyndarmál í djúpum vitundarinnar. Slíkt leiðir aðeins til sjúkleika.

Út frá þeim orðum hennar langar mig til að bæta við frá eigin brjósti að það sama hlýtur að eiga við hvort sem um einstaklinga eða þjóðfélög er að ræða, það gefur auga leið að séu þeir sem eiga að stjórna þjóðfélaginu ekki hreinskilnir við þjóð sína þá er voðinn vís.

Lokaorðin hennar Bíbí voru þörf áminning til allra um mikilvægi kærleikans, mikilvægi þess að elska meðbræður sína.

Eva María, þú færð prik frá mér fyrir þetta viðtal.

Bestu þakkir. Smile

(Eva, vartstu kannski búin að lesa bókina hennar Vigdísar fyrir viðtalið? Wink)

Ég ætla að setja hér inn vísu sem ég rakst á í gömlu dóti, ég er ekki viss um hver höfundurinn er, svo ég ætla ekki að eigna hana neinum:

Ástin er svo djúp, svo djúp.

Dýpra ekkert getur

eða nokkurn helgi-hjúp

henni æðri metur.

YouTube: Viðtal við Vigdísi Grímsdóttur um bók hennar um Bíbí.


Hm...

...en hvernig var það með skuldleysi ríkissjóðs á fyrri hluta ársins?...ætli Geir hafi heldur ekki borið neina ábyrgð á því á þeim tíma, meðan margir héldu, hann líkast til þar með talinn, að allt væri bara í gúddí, stóra blaðran sveif um og allir skemmtu sér rosa vel - ?

Annað heyrðist manni á honum þá, eða alla vega mátti álíta að það bæri að þakka þeirri ríkisstjórn sem hann fer fyrir þann árangur - þar með hlýtur sú stjórn líka að hafa borið ábyrgð á þeim góða árangri. Sem nú er reyndar fyrir bí, eins og hver önnur sprungin blaðra. Hvar er ábyrgðin þá núna, hverjum ber að þakka trakteringarnar seinustu vikur, blöðruna sem sprakk í partýinu miðju?


mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lincoln um byltingu

abelincoln1846.jpg"This country, with its institutions, belongs to the people who inhabit it. Whenever they shall grow weary of the existing government, they can exercise their Constitutional right of amending it or their revolutionary right to dismember it or overthrow it."

~ Abraham Lincoln, 1st Inaugral Address March 4, 1861

 Meira gott hér: Wikiqote: Abraham Lincoln


Skilaboð frá 1995

skilabo_mariu.jpgm1ayuuo.jpgbn2.jpgbm3.jpgbm4.jpgbm5.jpgbm6.jpg

Handavinna

nissepige-klipp.jpgÞessar síður bjó ég einhvern tíma til, - skannaði inn gamlar síður úr dönskum blöðum og víðar að.

Kannski getur einhver fundið eitthvað sem hann/hún getur nýtt sér á þeim.

Klikkið á myndirnar til að stækka þær. Svo er upplagt að prenta þær út, ef það freistar að prófa og nota eittvhað af þessu efni.

Saumakistan

Jólin


Ég hef verið að velta fyrir mér...

police.jpg...spurningu sem maður einn bar upp í kommenti á bloggi Birgittu Jónsdóttur um daginn, í umræðu sem spannst út frá óeirðunum við lögreglustöðina á Hlemmi s.l. laugardag. Þessi spurning sló mig og mér finnst hún stórmerkilegt íhugunarefni:

"Hvernig er hægt að brjótast inn á stað sem á að vera opinn og [er] ætlaður almenningi?"

 Áhugaverður punktur.

Hefur lögreglan í raun og veru leyfi til að læsa að sér eins og hún gerði þennan laugardag? Á ekki varðstöðin að vera opin almenningi allan sólarhringinn, vilji hann leita eftir aðstoð, eða leita svara við spurningum (um atriði sem varða löggæsluna að sjálfsögðu)?

Ég reyndi að leita á netinu að svörum við þessu, lagagreinum eða öðru, en varð einskis vísari.

Hefur einhver svör við þessum spurningum?


Einhverra hluta vegna...

...datt mér þessi dýrategund (sú neðri á myndinni) í hug:

human_rights.jpg

...þegar ég sá þessa mynd:

davi_geir_og_bjorgolfur.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Myndina sá ég í bloggi Sigurjóns Þórðarsonar.

Hún mun vera tekin í sextugsafmæli Davíðs Oddssonar.


"Étt´ann sjálfur!"

steingrimur_j_sigfusson_1981.jpgomar_ragnarsson.gifMikið vildi ég að það væri væri hægt að smella þessum tveimur mönnum saman í einn.

Ómar hefði farið létt með að skella í einn brandara og fá þingheim til að veltast um af hlátri yfir ummælum Björns Bjarnasonar, í staðinn fyrir að hrópa í bræði: "Étt´ann sjálfur!"

Báðir eru með afbrigðum þrjóskir, eða á ég að segja þrautseigir. Ímyndið ykkur útkomuna ef sú þrautseigja væri öll samankomin í einum manni. Þá yrðu fjöll að víkja úr stað!

Svo væri extra bónus að það væri engin hætta á að þeir færu í hár saman - og hárunum myndi fjölga. Wink

rúv: Steingrímur J. reiðist Birni Bjarnasyni


Magga stigakona

maggap-stigamadur.jpgHvenær skyldi Magga stigakona verða kærð og handtekin?

Kannski næsta föstudag?

Þessi spurning er búin að brenna á vörum mér.

(Ég reikna með að það sé skárri bruni en bruni af piparúða; ég hef sem betur fer aldrei orðið fyrir því að fá hann á mig og hef þess vegna  ekki samanburð).

Ég stal þessari mynd af bloggi Salvarar, þar sem ég hef hvergi annars staðar fundið svona góða mynd af stigakonunni.

Salvör er góður ljósmyndari. Vonandi kærir hún mig ekki fyrir lögreglu eða Persónuvernd eða hvert sem á nú að kæra fyrir brot á höfundarrétti.

mynd_2008-11-22_15-19-50.jpg

 P.s. Asni var ég.  Auðvitað átti ég að skoða síðuna hans Helga J. Haukssonar, þess fantagóða ljósmyndara , - sem þar að auki hefur gefið leyfi til að myndir hans séu notaðar á blogginu, svo framarlega sem það sé ekki gert í ærumeiðandi tilgangi, - til að finna góða mynd af stigakonunni. Leyfi samt mynd Salvarar að vera hér áfram, þó ég bæti mynd Helga hér við. Hætti áfram á lögsókn. Fólk getur þá dundað sér við að bera þær saman.

Haukur útskýrir ágætlega í nýjustu færslu á síðu sinni hvers vegna meðlimir aðgerðarhópa anarkista hylja andlit sín á meðan á gjörningum stendur. Það rann upp fyrir mér ljós að samkvæmt  skýringu Helga er hún sú sama og á skýringin á því af hverju þjóðkirkjuprestar skrýðast hempum við kirkjulegar athafnir, sem sé til að draga athygli þess sem sér og heyrir frá persónunum sem framkvæma athafnirnar og á sama tíma að athöfninni sjálfri. Nokkuð augljóst þegar maður veit það. Og mætti ætlað það hógvært gagnvart málstað þeim málstað sem barist er fyrir á friðsamlegan háatt.

Þetta er svo sem ágætis skýring út af fyrir sig. Samt sem áður líkar mér ekki þessi leynd. Hún minnir mig um of á Ku Kux Klan eða aðra terrorista til þess að ég sætti mig fullkomlega við hana. Örugglega er mörgum öðrum en mér líkt farið.

Því hvar eru mörk þess friðsamlega og hins glæpsamlega? Hvern er hægt að draga til ábyrgðar ef hlutir fara úrskeiðis, ef engir vita hverjir voru þar á ferð? Er það ekki einmitt leyndin sem barist er á móti? Og er ekki hamrað á því þessa dagana það verði að leiða í ljós hjá hverjum ábyrgðin á öllu leynimakkinu liggi í þjóðfélaginu? Þeir eru ansi margir huldumennirnir, sem þó ganga ekki með hauspoka, heldur reiða þeir sig á þögn góðvina sinna sem launa þeim vinargreiðana svo lítið ber á.

Allt þetta leyndar-dæmi þykir mér vafasamt þó sagt sé að það þjóni tilganginum, það þjóni þjóðinni og stuðli að bættu þjóðfélagi. En það hefur bara of lítið heyrst frá þessum mönnum hvernig þeir ætla að framkvæma hlutina og hvað aðrar aðferðir þeir hafa hugsað sér. Hvernig þjóðfélag vilja anarkistar sjá, fyrir utan það sem segir í þessum slagorðum:Niður með kapitalismann - Réttlætið lifi!

Kíkið svo á frábæra tillögu Jennýar Önnu - og viðbót mína við hana - hér í athugasemdakerfinu.

 


Næsta síða »

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.