Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Hæ og hó!

kanari_002.jpgFerðafélagar mínír á Kanarí: Linda, Fríða og Ásta (mamma).

kanari_008.jpgFyrir neðan: Linda kisumamma

Kæru bloggvinir, bara stutt færsla til að láta vita af mér.

Karnarí-ferðin gekk vel í alla staði, það var yndislegt að dveljast í heitara loftslagi í þessar tvær vikur og slappa af.

Ég fór í sprautu strax daginn eftir að ég kom heim, og svo í aðra í dag, þá er meðferðin hálfnuð, og í þarnæstu viku fer ég í CT-scann þar sem staðan verður skoðuð. Það verður gaman að vita hvað kemur út úr því, allt það besta á ég vona á, mér finnst þetta ganga það vel.

Ég var töluvert lasin seinustu viku, sjálfsagt að hluta til af lyfjagjöfinni, en svo hallast ég líka að því að ég hafi fengið í mig einhvern flensuvírus, það eru víst alls konar vírusar á ferð um borgina.

Greta risafluga - ég tók þessa mynd út, því hún er ömurleg! ;)

Svo bætti ekki úr skák að ég er búin að vera hálfblind á hægra auga, fékk einhverja óútskýrða bólgu í augað á meðan ég var úti, það er hálfóþægilegt að hafa ekki fulla sjón, maður verður óttalega ringlaður. Ég fór tvisvar til augnlæknis úti. Nú finnst mér þetta byrjað að lagast, enda hef ég reynt að hlífa sjóninni, - hef meðal annars gengið um allvígaleg hér heima með risasólgleraugu sem ég átti og notaði til að setja yfir titaniumgleraugum við akstur, - ég held að ég líti út eins og risafluga með þau!

Ég á tíma hjá augnlækni í augndeild Landspítalans á þriðjudaginn kemur, hann getur vonandi sagt mér meira um af hverju þetta stafaði, læknirinn á Kanaríeyjum vildi lítið gefa út á það og sagði að ég yrði að láta læknana hér heima segja hvað væri að, en sagði samt að þetta væri eitthvað sem gæti komið eins og hendi sé veifað og verið svo margar vikur að lagast aftur.


Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.