Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
31.3.2009
Áfram góðir dagar
Tvisvar í viku fer ég nú í dagvist hjá Líknardeildinni í Kópavogi, þar sem gott er að vera, yndislegt viðmót, góður matur, sjúkraþjálfun og svo er föndrað af hjartans list, svo gamlir listaspírutaktar rifjast upp og halda mér fanginni yfir viðfangsefnunum tímunum saman.
Ég er ekki í sprautumeðferð lengur, það verður séð til þangað til í maí og staðan metin þá. Þangað til tek ég andhormónalyf sem vinnur á móti sjúkdómnum.
Sjónin er öll að lagast, þetta er að verða allt annað líf, og svo aðlagast maður breyttum aðstæðum. Í dag átti ég að koma til augnlæknis, en það frestaðist um viku þar sem hann er veikur. Þá ræði ég við hann um að fá mér ný gleraugu með aðeins lituðum glerjum sem dökkna í sólskini, það myndi hjálpa mikið upp á ljósflekkina sem enn eru ofanvert til hægri á hægra auga, sem trufla sjónina þó mun minna en þeir gerðu til að byrja með. Kannski á þetta eftir að lagast enn meir þegar lengra líður.
Myndinni sem prýðir þessa færslu gerðist ég svo djörf að ræna á síðu þessarar konu, mér fannst hún svo vorleg og falleg.
21.3.2009
Góðir dagar
Dagarnir mínir núna eru hver öðrum betri. Það er yndislegt að finna heilsuna batna og finna hvað allir í kringum mig eru boðnir og búnir að hjálpa mér á allan hátt, það er ómetanlegt. Ég er ótrúlega hress og orkumikil þessa dagana og sjónin og líðanin fer stöðugt batnandi.
Ég fór í gær í viðtal hjá tauglækni vegna blóðtappans sem ég fékk, það er ekki afráðið hvort ég fer í blóðþynningarmeðferð til að fyrirbyggja að þetta endurtaki sig, eða hvort hjartamagnýlið verður látið duga. Það voru ekki komnar niðurstöður inn í tölvuna úr rannsóknum sem ég fór í meðan ég lá inni, sem mér þykir dálítið mikill seinagangur, en læknirinn ætlar að hringja í mig í næstu viku þegar hann verður búinn að sjá þær og ráðfæra sig við Jakob, krabbameinslækninn minn.
Tími hjá auglækni á þriðjudaginn. Síðan hitti ég Jakob á fimmtudaginn kemur og þá verður afráðið með hvernig meðferð verður hagað í framtíðinni. En ég er alla vega alveg ákveðin í því að ég vil heldur lifa góða daga það sem eftir er, heldur en að lifa einhverjum mánuðum lengur með harmkvælum og sárlasin.
Í dag var hann Úlfur minn að snúast með mér í bænum, fyrst að hjálpa mér við að skipta úr Vodafone yfir í Símann (!), sækja nýjan router, og svo fóru við í Ikea og ég keypti mér nýtt náttborð, hvítt með góðum hillum, og voða fallegan hvítan lampa með skermi með blómamyndstri til þess að hafa á nýja náttborðinu og nú er ég er alsæl með þetta.
Mikið óskaplega andar maður léttar að finna að vorið er á næsta leyti og vetrargosarnir eru komnir upp úr moldinni. Bráðum fer allt að springa út.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.3.2009
Komin heim aftur :)
Kæru vinir, ýmislegt hefur gerst síðan ég skrifaði færsluna á sunnudaginn var.
Um kvöldið var ég orðin svo lasin að ég fór á bráðamóttökuna á Hringbraut og var þaðan lögð inn á krabbameinsdeildina, 11-E, þar sem ég hef dvalið þangað til í dag að ég var útskrifuð.
Heilsan er orðin ólíkt betri, og komin eru á tengsl við aðila, þ.e.a.s. Karitas líknarþjónustuna fyrir langveika og deyjandi, sem ég get leitað til hvenær sem ég vil og finnst ég hafa þörf fyrir að tala við einhvern um smátt og stórt. Það er mikill léttir að því að hafa slíka aðila í bakhöndina, því þó fjölskylda manns sé góð og öll af vilja gerð að hjálpa, þá eru það starfskonurnar þar sem hafa sérþekkinguna og kunna ótal ráð og úrræði til að létta sjúklingum lífið.
Það kom í ljós þegar tekið var scann af höfðinu að ég hef fengið blóðtappa í heilann, líklegast í janúar, þegar ég vaknaði upp með sjóntruflanirnar sem hafa hrjáð mig síðan. Eftir helgina standa til nánari rannsóknir á orsökinni fyrir að þetta gerðist. En góðu fréttirnar eru þær að sjónin er smátt og smátt að verða betri og til dæmis nota ég bæði augun við að skrifa þetta sem ég skrifa núna!
Krabbameinsmeðferðinni hefur verið slegið á frest þangað til seinna í mánuðinum, 26. mars á ég tíma hjá sérfræðingnum mínum og þá verður framhaldið ákveðið. Þetta kemur allt í ljós með tímanum. Þangað til er ég staðráðin í að láta að láta mér líða sem best og láta jákvæðni og vongleði ráða ferðinni. Nú hækkar sól á lofti og vorið er á næsta leyti - þá léttast sporin hjá okkur öllum.
Megi ljós hins hæsta umvefja ykkur öll.
Bestu kveðjur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
8.3.2009
Elsku bloggvinir
Þessi meðferð sem ég er í sýnir sig að vera meira töff en haldið var til að byrja með að hún yrði. Við myndatöku fyrir hálfum mánuði kom í ljós að allan tímann frá því að ég byrjaði í meðferðinni eru búin að vera tvö lítil æxli í lifrinni minni, sem sjást á eldri myndum, á nýjustu myndinni hafa þau afmarkast svo þau greindust loksins, en þau hafa ekki stækkað á henni frá því á þeim eldri.
Sprautulyfið virkar ekki á þessi æxli, svo nú er ég komin á tvöfalda meðferð, pillur og sprautur, takk fyrir. Í dag er ég búin að vera ansi lasin, flökurt og með svima, svo bætist við að sjónin er í klessu, ég geng hér um með sjóriðu alla daga, misslæmt, stundum skárra stundum verra. Jæja, mér líður ekki vel í dag, ég ætla ekki að skrifa meira núna, en það er léttir að setjast við tövuna og skrifa þetta, þó svo það sé með lepp fyrir öðru auga til að halda haus.
Elsku vinir, ég þigg alla orku og góða strauma til þess að komast í gegnum þessa þraut.
Guð blessi ykkur öll.
Myndin hér fyrir ofan er af mér og stóru systrum mínum. Erum við ekki sætar?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
39 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar