Leita í fréttum mbl.is

En svo er auðvitað ljótasta stelpan líka mætt á svæðið...

 

...til að fá dansa við hana þarf ekki að kunna að dansa,

þú gerir einfaldlega eins og hún segir.  Frown

Því miður fær enginn setið hjá á þessu balli, og nú styttist í dömufrí (ef einhver man enn hvað það orð þýðir).

Fjallkonan víðsfjarri. Sú al-sætasta. Ég held hún sé farin heim að sofa, enda langþreytt og svekkt. Mætir vonandi endurnærð einhvern tíma í ekki alltof fjarlægri framtíð. Smile


Sú næst-sætasta dansar kósakkadans

putin.jpgÞessa dagana bíða íslensk stjórnvöld vonglöð eftir að fá að dansa við næstsætustu stelpuna á ballinu.

Nú rifjar hún upp gömlu danssporin úti í Moskvu og undirbýr komu þessa bljúga, en efnilega vonbiðils.  Sá geymir nefnilega eitt og annð álitlegt í handraðanum, þó uppburðarlítill sé þessa dagana. 

Eins og Bronwen Maddox blaðamaður hjá The Times bendir á í  þessari grein, þá þarf ekki að hafa mikið milli eyrnanna til að skilja hvernig liggur í tildrögum þess (nýja - en þó gamla) ástarævintýris íslenskra stjórnvalda í útlöndum sem nú er í uppsiglingu, - því það er engin ný bóla. 

Við skulum rétt vona að biðillinn sé liðugur og vel að sér í danskúnstinn, - hafi æft kósakkadansinn betur en ameríska línudansinn og enska valsinn.


mbl.is Mestu mistökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýju fötin keisarans

vilhelm_pedersen_kejserens_nye_klaeder_ubt.jpg

 

H.C. Andersen var nú ansi glöggskyggn náungi, þó hann hafi lifað fyrir daga jakkafata og einkaþota.

Muna annars ekki allir eftir því hvernig það ævintýri hefst og endar?

Ef ekki væri ráð að rifja þetta gamla ævintýri upp, þó of seint sé í  rassinn gripið að ætla að læra af boðskap þess.


Smá glaðningur fyrir augu og eyru á laugardegi:

Pólsk ballaða(tengill)

 wwfsht.jpg

Maternity
málverk eftir Stanisław Wyspiański,
1905, 36x23" pastel, National Museum, Kraków 

 


La Vie en Rose

Ég var að horfa á "La Vie en Rose", myndina um Edith Piaf Heart:

 
Hér er annað myndband þar sem hún syngur lag sem ég hef elskað frá því að ég heyrði hana fyrst syngja það í útvarpinu þegar ég var lítil stelpa InLove (því miður fylgjast hljóð og tal ekki alveg að, en frábært að horfa á það fyrir því:  
 
 
Og að lokum syngur Edith Piaf um ástina með Theo Sarapo, seinni eiginmanni sínum, sem var 20 árum yngri en hún. Hún lést 1963, en hann fórst í bílslysi aðeins sjö árum síðar: 
 

Tanka

Akazome_Emon

 
Nær hefði verið
að sofa þá löngu nótt
en að bíða hans
og horfa á mánaglóð
hníga að sjávaröldum.

Síst skyldi bíða
svefn er betri og draumar
en horfa á nótt
og sjá mánann sökkva hægt
í dimmblá sjávardjúpin.

Akazome Emon
(? -- 1027)

 

 Þýðing eftir Pjetur Hafstein Lárusson
Þaðan sem röðull rís 


Bloggedíblogg

fu103Um leið og ég þakka nýjasta bloggvini mínum kærlega fyrir að vilja vera bloggvinur minn Heartbið ég þá sem ég kann að hafa sært eða móðgað hér um daginn með því að henda þeim út af lista fyrirgefningar Blush og bið þá um að æskja vináttu aftur, hafi þeir enn áhuga á henni eftir aðfarir mínar. Málið er það að ég var að reyna að gera listann viðráðanlegri hvað varðar lestur og yfirsýn Shocking.

Einnig bið ég bloggvini mína forláts á því hversu léleg ég er að setja inn athugasemdir; þar er málið það að ég á fullt í fangi með að virkja nægilegt andríki til eigin bloggskrifa og orka varla meira. Ég veit ekki hvort samband er á milli þessa og ofursvefnsins sem ég sagði frá í seinustu færslu. Errm

Nú er klukkan að verða átta og enn er ég farin að renna hýru auga til rúmsins míns HeartSleeping, þó ég ætli að dóla mér enn um sinn hér heima, í þetta sinn við að...ég veit ekki hvort það er sorglegt eða hlægilegt Whistling að nú er ég komin í þann ham að hirða aftur upp úr pokum og kössum dót sem ég var búin að setja niður í gær og staðráðin í að losa um eignarhald mitt á næstkomandi laugardag Undecided...ég keypti nefnilega ÆÐISLEGT stórt, kínverskt leirker InLove í Góða Hirðinum í dag, og um leið hætti ég auðvitað við að selja sólhlífarnar mínar og blævængina og slatta af skrautdúkkunum Halo...æ, ég er víst ansi mikil vog þó ég sé fædd í meyjarmerkinu..jójó...Grin

HeartKissingHeart


Ofursvefn

sleepOft hefur svefnleysi plagað mig, en nú virðist hið gagnstæða láta á sér kræla, sem sé að ég að ég sofi endalaust...

Ég fór að sofa kl. 9 (já, kl. 21.00) í gærkveldi. Vaknaði upp um tvöleytið, fékk mér te og las svolítið, sofnaði svo aftur og vaknaði aftur, haldið ykkur fast,...kl. 10.32 í morgun! Ég sem hélt að ég þyrfti ekki að stilla vekjaraklukku þegar ég færi svona snemma að sofa, (því ég vil helst ekki sofa lengur en til 9.30, sér í lagi ekki á sumrin, á þeim árstíma þegar eiga má yndislega fundi við hina rósfingruðu morgungyðju við árvöku), - en svo virðist vera þessa dagana.

Í gær gerði ég ekkert sérstakt til að valda þessari miklu svefngetu, fór í Góða Hirðinn að skoða og spjalla, dundaði mér svo hér heima við að tína til dót sem ég ætla að selja á FLÓAMARKAÐI sem haldinn verður framan við KR-heimilið í Frostaskjóli, í Vesturbænum, laugardaginn 16. ágúst, kl. 12-17 (gott tækifæri til að grynna á jarðneska góssinu, nú eða afla sér nýs fyrir lítinn pening), eldaði mér góðan mat (gourmet-máltíð að vanda), horfði á fréttir og fór síðan sem fyrr segir að sofa, þegar ég gat hvorki haldið augunum opnum né líkamanum í lóðréttri stöðu lengur, svefninum mikla (ekki langa!) svo sem komið er á daginn. 


Grænlandsferð mæðgnanna Ástu og Gretu í júlí 2008


22. júlí 100_0885100_0888100_0890100_0901100_0904100_0909

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flogið frá Reykjavíkurflugvelli til Narssassuaq síðdegis. Við komu þangað tóku á móti okkur fararstjórarnir Invi Þorsteinssong og Pálína (að vísu vildi Ingvi að við kölluðum sig bara "farangursstjóra"). Svo var hópnum (34 manns) ekið niður á höfn og síðan tók við 6 klst. sigling með vélbátnum "Perlunni" út Eiríksfjörð til Qaqortoq (Julianehåb), þangað sem komið var seint um kvöldið. Þar fengum við gistingu á fínasta hóteli, því eina í bænum, held ég


23. júlí

100_0911100_0913100_0922100_0917

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Siglt með Perlunni í Hvalseyjarfjörð, þar sem skoðaðar voru rústir Hvalseyjarkirkju.

 

100_0927100_0926100_0934100_0940100_0941100_0951

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Síðan siglt til baka til Qaqortoq, sem er miðstöð menntunar í landinu (skólabær). Þar tók við gönguferð um bæinn, meðal annars var gamla kirkjan þeirra skoðuð og gengið niður á höfn.

 

100_0959100_0930100_0961100_0964100_0966

Fjögur úr hópnum, við mæðgur, Ragna og Björn Guðbrandur, vorum svo lánsöm að þegar við slöppuðum af eftir göngutúrinn í sólskininu utan við veitingastað Eddu (sem ég segi frá hér síðar) tók okkur tali grænlensk kona, Kistine Hansen, sem hefur mikil tengsl við Ísland. Bauð hún okkur af mikilli gestrisni heim til sín, í rauða húsið á myndinni hér að ofan, að skoða garðinn sinn og sjá heimili sitt. Þetta er merkileg kona og gaman að tala við hana og fræðast um hugmyndir hennar um framtíð Grænlands.

 

 

 

 

100_0960100_0971100_0978100_0984100_0985 Um kvöldið var snæddur kvöldverður (hreindýragúllas) á veitingastað sem hin íslenska Edda rekur þarna í bænum ásamt grænlenskum eiginmanni sínum. Þar var ýmislegt gert okkur til skemmtunar, tvær konur úr kirkjukórnum sungu fyrir okkur grænlensk lög, Kaj, maður Eddu, spilaði á gítar og söng, þar á meðal leyfði hann okkur að heyra grænlenskt "trommudanslag" eins og galdramennirnir þeirra sungu, og yngsta dóttir hjónanna, 12 ára gömul, söng við gítarundirleik föður síns. Einn úr hópi ferðalanganna var líka söngvinn vel og góður á gítar, svo úr öllu þessu varð hin besta skemmtun. Einnig gerði það mikla lukku þegar mamma afhenti Eddu íslenskan fána sem hún hafði tekið til í farteski sitt í þeim tilgangi, þegar hún frétti að íslensk kona myndi taka á móti okkur þetta kvöld.

 

 

100_0986100_0988100_0995100_0996100_0997100_0998100_0999100_1000 24. júlí.

Siglt með Perlunni inn Einarsfjörð í Garða (Igaliku), sem er innst í firðinum. Þar var snæddur málsverður, síðan voru staðhættir skoðaðir og minnst byggðar norrænna manna.

Mjótt eiði skilur að Einarsfjörð og Eiríksfjörð á þessum stað, hinir hraustari gengu þar yfir en hinir "latari" fengu bílfar. Þaðan var siglt á þremur hraðbátum aftur til Narssassuaq. En ef síðasta myndin er skoðuð má sjá að hafnaraðstað þarna er heldur bágborin, en allt bjargaðist samt með skammti af hugrekki og góðra manna hjálp. Enda eru það engir aukvisar sem á annað borð leggja á sig Grænlandsför!

(Því miður fáar myndir úr Görðum, því þar uppgötvaði ég að komið var að því að hlaða rafhlöðu myndavélarinnar!)

 

 Um kvöldið var snæddur dýrindis kvöldverður á hótelinu í Narssassuaq, sem er til húsa í gamalli sjúkrahúsbyggingu Ameríkana frá stríðstímum, sem gerð hefur verið upp.

 

100_1002100_1003100_1005100_1012100_1010100_1015100_1016100_1025100_1013100_1030 25. júlí.

Siglt með Perlunni inn Eiríksfjörð í Brattahlíð, u.þ.b. 20 mín. sigling. Þar var minnst byggðar norrænna manna og skoðuð lítil kapella og hús sem reist hafa verið eftir þeirri vitneskju sem menn hafa um hana.  Ekki spillti að þar tók á móti okkur skemmtileg leiðsögn umsjónarkonu safnsins, sem lifði sig mjög inn í hlutverk sitt svo úr varð, mátti segja, svolítill leikþáttur.

 

 

 

 

 

 

100_1032100_1031100_1034100_1035100_1036100_1037100_1038

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Siglt til baka og umhverfi Narassuaq skoðað, meðal annars flugminjasafn um dvöl Bandaríkjamanna á þessum slóðum, fram að brottför síðdegis aftur heim til Reykjavíkur. Á Reykjavíkurflugvelli lentu sælir ferðalangar, en þess má geta að veðurguðirnir léku við okkur allan tímann, með glampandi sól og sælu, hvað það snertir gátum við ekki verið lánsamari.

 

 

Það má skoða fleiri myndir úr ferðinn HÉR 

 

 

Ég hefði gjarnan viljað skrifa betri lýsingu á ferðinni, en læt þetta duga. Vonandi gefur þó myndbandið sem ég fann á Youtube og læt fylgja hér tengil á einhverja hugmynd um hversu stórfengleg náttúra landsins er: Grænlandía 


Endurkoma

Nú held ég að ég fari að komast í bloggstuð aftur, bráðum, og verður þá fyrsta blogg væntanlega smálýsing á ferð minni til Grænlands 22.-25. júlí s.l. Sjáum til...Wink

100_0894


Oliver Twist

oliver_twist_ver3

Ég var að horfa á "Oliver Twist" frá 2005, sem Roman Polanski gerði eftir skáldsögu Charles Dickens. Myndin er meistaraverk, algjört augnakonfekt. Að horfa á hana er eins og að láta síðasta og besta  molann í kassanum bráðna hægt og rólega í munninum. Polanski er snillingur.

Auk myndarinnar er á disknum heilmikið af ítarefni um gerð myndarinnar, sem mjög fróðlegt og skemmtilegt er að horfa á.

Mæli eindregið með þessum diski, sem ég fékk léðan í Sólheimabókasafni yfir helgina (eða frá því á fimmtudag).


Eine Kleine Tischmusik - by Manfred Menke

 
Það má nota sleifar til annars en að hræra í pottum...LoL

Love

love-a-lot2

 

 

Love is always there, all around you.

You just have to open up your heart and reach for it. Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband