Leita í fréttum mbl.is

Heilir og sælir...

...bloggvinir góðir. Ég biðst forláts á litlum og lélegum bloggum þessa dagana. Málið er það að ég er sérlega andlaus þegar kemur að bloggskrifum núna og einnig er ég að reyna að venja mig af of miklu tölvuhangsi, heilsunnar vegna, bæði andlegrar og líkamlegrar og taka til hendi á öðrum sviðum. Svo ég segi þetta gott í bili og bið ykkur vel að lifa, elsku dúllurnar mínar, hafið það gott á meðan ég safna kröftum. Heart

Jæja...

...það er víst kominn tími á almennilegt bogg hjá mér, annað en bara eitthvert dót af YouTube, þó gott sé...LoL

Af mér er það að frétta að mamma mín er búin að vera á sjúkrahúsi í síðan á mánudaginn var, en hún fer heim á morgun. Hún virðist hafa fengið lítinn blóðtappa í heilann, sem olli henni talörðugleikum og máttleysi, en sem betur fer hefur þetta allt gengið til baka, og hún útskrifast á morgun.

Það má líta á þetta sem áminningu til okkar allra um hverfulleika lífsins og verðmæti þess að þakka það sem maður hefur hér og nú. Eins og mamma sagði í dag við lækninn: "Það hefðu allir gott af að leggjast hér inn (á tauglækningadeildina) þó ekki væri nema til þess að læra að meta hvað þeir hafa það gott" Heart (það er að segja þeir sem ná að útskrifast fljótlega heilir heilsu).

Fyrir mig hefur það á vissan hátt verið frábært að snúast í kringum múttu mína á deildinni sem ég vann á fyrir u.þ.b. 7 árum síðan og fá að upplifa að þar mundi samstarfsfólkið sem ég vann með ljóslega eftir mér og spurði jafnvel hvort ég væri ekki til í að koma að vinna þar aftur (það er að segja á einni af erfiðistu deildum Lansans! :)) Það getur vel verið að ég fari að vinna þar aftur sirka 1-2 vaktir í viku, það kveikti þvílíkt í mér að vera þarna aftur, ég sem hélt að ég væri algjörlega búin á því að vinna við hjúkrun! Whistling ...SmileHeart

En til þess að ég fari að gera það verður að fást botn í það hvað er að mér í hægra hnénu mínu, þar sem ég er með samfelldan spennuverk, sem ekki sést hvað veldur á myndunum sem teknar hafa verið í fjölmörgum rannsóknum, og hefur bara lagast aðeins pínu lítið við að vera ekki í vinnu s.l. 2 ár þar sem maður gengur yfirleitt fleiri fleiri marga kílómetra á dag, - en hefur ekki batnað!

Nú fer ég næsta miðvikudag til læknis til að fá endurnýjað heilbrigðisvottorð fyrir örorkumatið vegna lífeyris frá lífeyrissjóði ríksisstarfsmannna; þá ætla ég að heimta að fá þetta almennilega skoðað einu sinni enn, þó svo ég verði að leggjast á skurðarborð og láta fara inn í þetta verklega, (það er að segja að skera í  Bakers-cystuna sem ég veit sjálf að ég er með og þrýstir á taugar og æðar, en læknarnir fatta ekki), en ekki á mynd, til að kanna hvað í andskotanum veldur þessari eilífu spennu á svæðinu sem heldur iðulega fyrir mér vöku þegar ég er að fara að sofa og mun örugglega versna ef ég fer að vinna. 


Lítil mál og stór

Þessi pistill  var skrifaður í Kairó í febrúar síðast liðnum:

Litlar áhyggjur, og stórar...(tengill)


Afmæliskaffi

100_0754Hér var smá kaffiboð í tilefni af því að Úlfur minn varð þrítugur í dag. Hér er hann við enda borðsins, mamma og Tinna vinkona hans eru vinstra megin, Eysteinn og Solla á hægri hönd.

Sprengt í Pakistan

picture_002_aqtmAð minnst kosti 22 eru látnir í sjálfsmorðssprengingum í Lahore í Pakistan.

Enn og aftur eru stjórnvöld í BNA með puttana í því sem þeim kemur ekki við. Það kemur fram í myndbandinu með fréttinni að eftir kosningarnar var nýja stjórnin tilbúin til viðræðna við Talibana og al-Qaeda. (Kl. 17:06 Þetta myndband er nú, síðan í morgun þegar ég skrifaði þetta, búið að taka út af fréttasíðu BBC um málið, ég finn það að minnsta kosti ekki lengur).

Þetta hentaði greinilega ekki bandarísku stríðsvélinni, sem við það að sjá fram á að missa af stríðsgróða tók sig til og sendi flugskeyti að búðum al-Qaeda.

Við það gerðu al-Qaedaliðar það fyrirsjáanlega, það er að segja hættu snarlega við samningaviðræður og svöruðu fyrir sig með þessum hætti. 

Áframhaldandi viðskifti voru þar með tryggð og áfram malar stríðsvélin gull.

Myndin með færslunni 


Tanzanía

 
 
Malaika
eftir Fadhili William frá Kenya
lag sem er elskað um alla Afríku 
 

Itzhak Perlman, Yo-Yo Ma og Seiji Osawa

Antonín Dvořák - Humoresque No.7

 Itzhak Perlman

Seiji Osawa

Johann Strauss II - "Die Fledermaus" Ouverture

Seiji Ozawa, Wiener Philharmoniker


Íslamistinn

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.