13.11.2008
Gullkorn ársins nr. 2 ?
Björgólfur Guðmundsson veitir Hannesi Smárasyni harða samkeppni í valinu á Gullkorni ársins:
"Ég bara skildi það ekki!"
~ Björgólfur Guðmundsson
hjá Sigmari í Kastljósinu
Ætli Björgólfur skilji Heidegger?:
Quote of the Day
The possible ranks higher than the actual.
Martin Heidegger
Martin Heidegger var þýskur heimspekingur og aðdáandi Hitlers.
Meira um hann hér.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008
Sérfræðingar í geðhjálp
Ég var að lesa Moggann (fyrst núna) og á baksíðu hans er sagt frá því að það hafi verið gert grín að Íslendingum á ráðstefnu evrópskra GEÐHJÚKRUNARfræðinga, sem íslenskir geðhjúkrunarfræðingar tóku þátt í - úr ræðstóli í ávarpi framkvæmdastjóra ráðstefnunnar og líka í viðmóti við þessa þátttakendur.
Hjúkrunarfræðingurinn sem Mogginn ræddi við sagði að fólk virtist enga grein gera sér fyrir áhrifunum sem þetta hefur haft og mun hafa á þjóðlífið hér og að útrásarvíkingarnir væru greinilega búnir að ræna þjóðina mannorðinu á erlendri grund.
Þetta var sem sagt ráðstefna fólks sem á að heita sérmenntað á sviði geðheilsu. Það hefur líklega aldrei heyrt hina frægu ljóðlínu eftir Einar Ben., kannski ekki von. Maður hefði þó haldið að þeir ættu að vita betur, samt sem áður, en að koma svona fram við þáttakendur.
- just in this case, they didn´t
Myndskrítlan er héðan: www.psychologistethics.net/
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008
Skrítið...
...að til skuli vera erlendir aðilar sem vilja lána Jóni Ásgeiri, eða einu margra fyrirtækja hans öllu heldur, hvað sem þau heita núna, á meðan íslenska ríkið á í mesta basli með að kría út pening neins staðar.
Væri ekki tilvalið og eðlilegt næsta skref fyrir Jón að verða sér líka úti um nýtt ríkisfang hjá þessum góðu vinum sínum?
Eða væri hann kannski til í að taka að sér að útvega ríkinu sirka eitt til tvö lán til að borga Icesaveskuldina, svo fólk í þessu landi geti farið að anda aðeins léttar?
Lánið ekki frá innlendum bönkum segir Jón Ásgeir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008
Hið dýr(s)lega Evrópusamband
Hvernig er það annars, erum við ekki á leiðinni að eignast fullt af olíulindum, samkvæmt fréttum Stöðvar 2? Ef það reynist rétt væri nú aldeilis "gaman" að vera búin að framselja völd okkar til EU!
Eigum við að færa EU (ESB) þessar (hugsanlegu) olíulindir á silfurfati?
Hafa voldugar bandalagsþjóðir innan sambandsins ef til vill fengið meira að vita um þessar rannsóknir en við, almennngur í þessu landi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2008
Miriam Makeba
Í minningu mikillar söngkonu:
Miriam Makeba - Khawuleza 1966
Það má segja að þetta sé uppáhaldslag mitt með Miriam Makeba,
þó mér finnist í raun allt frábært sem hún gerði.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2008
Sparnaður ?
Ef þetta er leið til að spara, er þá ekki verið að byrja á kolvitlausum enda?
Þetta má aldeilis kalla að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.
Ég á ekki orð. Öllu heldur hef ég ekki orku til að fjölyrða um hið augljósa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.11.2008
The Lion Sleeps Tonight
8.11.2008
Honum var nær...
Engin hætta á þessu á næstunni fyrir Domenico Magnoli ->
...að éta á sig gat og nenna ekki í ræktina.
Éta sig í fangelsi öllu heldur.
Hver ætli hafi fengið rósirnar og súkkulaðið?
Líklega skurðstofuliðið
Nema hann hafi fengið að taka þetta með sér í klefann.
Hann getur þá haldið áfram að fita sig þegar hann er orðinn góður af aðgerðinni.
Líklega verður hann settur á megrunarfæði í fangelsinu. Og látinn vinna af sér spikið líka.
Mikið var annars sætt af löggunni að handtaka hann ekki fyrr en eftir að aðgerðin var búin.
Ætli hann hafi verið búinn að borga hana?
Þetta er sú alfyndnasta frétt sem ég hef lesið lengi.
Handtekinn á skurðarborðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alveg mátti reikna með þeim vinnubrögðum hinna háðu fjölmiðla á Íslandi sem þessi frétt ber vitni um!
Þó svo maður hingað til haldið að þeir kynnu einfaldlega ekki að telja, þá er nú komið í ljósað þeir eru sjónskertir, með rörsýn, og illa heyrnarskertir líka, fyrst þeir heyrðu ekkert af þeim þrusugóðu ræðum sem fluttar voru og sáu ekki allan þann fjölda friðsamra borgara sem mótmælti líka.
Nei, aðeins lítill hópur óróaseggja fær umfjöllun.
Mér blöskrar.
Ekki aðgerðir unga fólksins, sem eru vel skiljanlegar, heldur sjón- og heyrnarleysi fjölmiðlanna.
En hvers er að vænta í ríki þar sem allt er falt fyrir peninga?
Ísland er bananalýðveldi, það má öllum vera augljóst sem mættu á fundinn.
Það er stöðugt reynt að gera lítið úr almenningi þessa lands, hvað sem öllu talinu um samstöðu líður.
Eggjum kastað í Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.11.2008
Vondir Íslendingar
Það er nú gott að Bretar og Hollendingar skuli styðja illa Íslendinga hjá IMF, samkvæmt fyrirsögn á mbl.is. Ekki lýgur Mogginn!
Til að gæta sanngirni gagnvart vefmiðlinum ber mér að geta þess að fyrirsögnin er umorðuð í meginmáli fréttarinnar og að þar kemur fram hvað við var átt með henni í reynd.
Það er ekki að spyrja að blaðamönnum á mbl.is.
Styðja illa Íslendinga hjá IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2008
Gullkorn ársins ?
~ Hannes Smárason
hjá Birni Inga í Markaðinum.
Átti Hannes kannski við að hann hefði átt að flytja fleiri krónur út árið 2005?
Quote of the Day
Better a witty fool than a foolish wit.
William Shakespeare
Lét flytja út af reikningum FL án heimildar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008
Takk Pólland !
Enn berst okkur að fyrra bragði höfðinglegt boð um lán, að þessu sinni frá Póllandi.
Pólska þjóðin hefur sem kunnugt er gengið í gegnum miklar hörmungar svo öldum skiptir vegna landfæðilegrar legu landsins. Þeir þekkja vanlíðan Íslendinga núna af eigin raun og bregðast við með einstakri hjartahlýju. Kannski hafa einhverjir sem hér störfuðu og eru nú horfnir aftur á heimaslóðir einnig borið okkur góða sögu.
Það spillir aldrei fyrir að eiga vinsamleg samskipti við aðrar þjóðir, hins vegar getur hroki og valdníðsla komið þjóðum á kaldan klaka, svo sem Þjóðverjar fengu að reyna svo eftirminnilega eftir síðari heimsstyrjöldina.
Hjartans þakkir, Pólverjar!
Myndirnar með færslunni er teknar af þessari síðu: www.scrapbookpages.com/.../Warsaw/Warsaw02.html
Geir staðfestir pólska aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.11.2008
Fangelsi eða elliheimili?
Hvernig skyldi staðan vera í Japan varðandi elliheimili? Það væri fróðlegt að heyra eitthvað um það í framhaldi af þessari frétt. Það hlýtur að vera illskárra að sitja í fangelsi sem hefur verið lagað að þörfum eldri borgara en að svelta og skorta umönnun í ellinni.
Kannski eldri borgarar á Íslandi á biðlista eftir plássi fari að stunda búðaþjófnað til að flýta fyrir vistun á stofnun? Hængurinn á því er þó sá að ég held að hér á landi erum við enn verr stödd í fangelsismálum en hvað varðar þá sjálfsögðu ummönnun sem eldra fólk á rétt á í velferðarþjóðfélagi.
Ég hef stundum sagt að augljós mælikvarði á velferð í þjóðfélögum sé hvernig þau hlúa að gamla fólkinu sínu. Ég held að þrátt fyrir allt séu þessi mál í þokkalegu lagi hér hjá okkur, ef miðað er við önnur lönd en hin Norðurlöndin, það er að segja heiminn allan. Vonandi breytist það ekki á næstu árum.
Afbrotum eldri borgara í Japan fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2008
Jólagjöf
VG krefst afnáms eftirlaunalaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2008
Þakklæti
"How strange is the lot of us mortals! Each of us is here for a brief sojourn; for what purpose he knows not, though he sometimes thinks he senses it. But without deeper reflection one knows from daily life that one exists for other people first of all for those upon whose smiles and well-being our own happiness is wholly dependent, and then for the many, unknown to us, to whose destinies we are bound by the ties of sympathy. A hundred times every day I remind myself that my inner and outer life are based on the labors of other men, living and dead, and that I must exert myself in order to give in the same measure as I have received and am still receiving..."
Hugsanir af þessu tagi fyrirfinnast greinilega ekki innan höfuðskelja þess fólks sem hefur ráðið förinni hér á landi undanfarin ár. Vonandi berum við gæfu til að fólk sem skilur svona hugsanagang komist hér til valda í náinni framtíð.
4.11.2008
Hungurvaka
Mig langar til að setja hér inn í bloggið mitt stutta grein eftir Kristínu M. Baldursdóttur, rithöfund, sem birtist í Morgunblaðinu 29. október s.l. Þessi grein Kristínar segir allt það sem almenningur þessa lands hugsar þessa dagana.
STJÓRNVÖLD sviku þjóðina.
STJÓRNVÖLD sviku þjóðina. Þau báru ábyrgð á bönkum, fjármálastofnunum, eftirlitsstofnunum, einkavæðingum, þeim var treyst fyrir velferð íslenskra heimila, framtíð barnanna okkar, en í stað þess að sinna starfi sínu dorguðu þeir í rólegheitum með snekkjueigendum, dorguðu og sváfu meðan þjóðin brann.
Stjórnvöld studdu auðmenn af heilum hug, blésu út afrek þeirra, þáðu boð þeirra, sleiktu diska þeirra, en nú eftir hrunið kenna þau þjóðinni um, þjóðin hafði verið á neyslufylliríi.
Forsætisráðherra varð að biðja guð um að blessa þjóðina.
Útrásarvíkingar koma hver á eftir öðrum í viðtöl við fjölmiðla, lýsa yfir sakleysi sínu, undrun sinni á því sem gerst hefur, sjálfir komu þeir hvergi nærri, vissu ekki einu sinni af þessu.
Prestar og aðrir vitringar sem tóku ekki þátt í neyslufylliríi þjóðarinnar en aka samt um á margra milljóna króna jeppum minna þjóðina á að nú sé tími sannleikans runninn upp, nú höfum við foreldrar loks tækifæri til að sinna fjölskyldum okkar, hugsa um börnin okkar, sýna umhyggjusemi og kærleika, spara eins og við lifandi getum. Stjórnvöld og fjölmiðlar taka undir orð þeirra.
Hvern fjandann halda þau að við höfum verið að gera undanfarin ár?
Þorri þjóðarinnar er almenningur sem hefur aldrei tekið þátt í neyslufylliríi stjórnvalda og auðmanna. Almenningur er fólk sem hefur unnið hörðum höndum við að koma þaki yfir höfuðið, borga skuldir sínar, mennta börnin sín, svo útkeyrt af vinnu að það hefur aldrei haft tíma til að detta í það með stjórnvöldum og ríkri hirð þeirra. Enda aldrei verið boðið í þau partí.
Því frábið ég mér öll blessunarorð, áminningar, kjaftæði.
Stjórnvöld og auðmenn hafa ekki einungis sett heila þjóð á vonarvöl, gert hana að skuldugum vesalingum, fyrirlitnum af öðrum þjóðum, þau hafa líka með háttsemi sinni og græðgi undanfarinn áratug hunsað og eyðilagt gildin sem gerðu Íslendinga að sjálfstæðri þjóð. Virtu að vettugi hugsjónir um jafnrétti og stéttlaust þjóðfélag, gáfu skít í mannauðinn og náttúruna.
Ég bið því stjórnvöld um að hlífa mér við afsökunum og innihaldslausu bulli. Ég bið auðmenn líka um að láta það vera að væla um stöðu sína í fjölmiðlum í von um að fá samúð þjóðarinnar.
Ég hef enga samúð með ofangreindum. Mæður hafa aldrei samúð með þeim sem fremja glæpi gagnvart börnum þeirra.
Kristín Marja Baldursdóttir
Ég hafði heyrt vel látið af greininni og langaði til að lesa hana. Fann hana á netinu á netsíðu séra Arnar Bárðar, sem tekur greinina til sín og sárnar að Kristín skuli hafa hátt um að hann eigi góðan bíl.
Svo verð ég að hryggja bloggvini mína með því að ég sé fram á að verða að takmarka blogglesningu og skrif á næstunni, vegna slæmra áhrifa sem tölvuskjárinn hefur á sjón mína.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.11.2008
Þjóðarskútan
Dagskipun 1. stýrimanns: "Í björgunarbátinn!"
"Ég ber ekki ábyrgð á neinu nema 3. stýrimanni og helmingi hásetanna."
Hver verður dagskipun hans á morgun? Tja...
Það fer víst eftir því hversu vel hann og hásetarnir kunna til verka og hvort þeir telja sig bera ábyrgð á einhverju ennþá yfir höfuð...til að mynda FARÞEGUNUM sem ferðast með skútunni?
Enga björgunarbáta er að sjá handa þeim um borð. Kannski eiga þeir einfaldlega að stökkva fyrir borð og synda til lands, eða troða marvaðann og vonast til að verða veiddir upp af öðru fleyi.
Skipperinn stendur sem fastast í brúnni og neitar að henda aðstoðar-skippernum, sem kann ekki á sjókort frekar en hann sjálfur, fyrir borð.
Hvað þá að honum detti sjálfum í hug að stökkva.
Hafði aðstoðar-skipperinn þó haft þá forsjálni að útvega allri áhöfninni fyrir nokkrum árum þá bestu björgunarhringi sem völ er á.
Aðeins örfáir útvaldir fá slíka hringi.
Svo er að sjá að 2. stýrimaður hafi látið sig gossa, alla vega er hann hvergi að sjá eða heyra.
Sá sportlegasti hásetanna skippers-megin hímir við borðstokkinn og langar augljóslega mjög mikið til að hoppa niður í bátinn til hins helmingsins - en kannski væri annars betra að bíða eftir sjónvarpsþyrlunni?
Á meðan liðast flakið í sundur.
Þetta er grátbroslegur farsi.
(Mikið vildi ég vera þokkalegur grínmyndateiknari þessa dagana. Og rosalega segi ég oft "borð" í færslunni! )
Samfylking afneitar Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.11.2008
Hinn nýi Steingrímur
Glæsilegt viðtal við Steingrím J. Sigfússon í Silfri Egils.
Í því fékk maður að sjá stjórnmálaforingja sem lýsti af sjálfstrausti og baráttuhug. Þarna örlaði ekki á þrasinu og þvergirðingshættinum sem hefur fælt mig frá því að kjósa flokkinn sem hann stýrir, heldur mælti hann af einurð og skynsemi.
Þetta var auðvitað svokallað drottningarviðtal hjá Agli, en ég býst við að Steingrímur hefði staðið sig með sama hætti þó andmælendur hefðu verið til staðar.
Svo er að sjá að sveitadrengurinn að norðan sé búinn að taka út pólitískan þroska, mættur upp á dekk reiðubúinn að taka við stýrishjóli þjóðarskútunnar og stýra henni farsællega í gegnum þau boðaföll sem framundan má sjá með heiðarleika, bjartsýni og heilbrigða skynsemi að leiðarljósi.
Í þessu sambandi var sérlega ánægjulegt að heyra hann leggja áherslu á nauðsynina á að veita konum ráðrúm og tækifæri til þátttöku í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. - Þá tel ég að hann eigi síst af öllu við þær kerfiskellingar sem nú tróna í feitum embættum í stöðnuðu og spilltu kerfi, - heldur ungar konur með ferskar hugmyndir.
Verst hvað Björk er góður músíkant, annars vildi ég sjá hana á þingi. Þrátt fyrir að hún verði seint talin vel máli farin er kollurinn á henni í góðu lagi, fullur af góðum hugmyndum og brjóstið þar að auki fullt af kjarki til að láta hlutina gerast.
Krafa númer eitt er: Kosningar í vor!
* Í leit að mynd með færslunni komst ég fljótt að þeirri niðurstöðu að Steingrímur J. verður seint talinn myndast vel, smáfríður eða sérstakt augnayndi. Í mínum augum verður hann alltaf bóndi úr Þistilfirðinum, sama hvaða embætti hann á eftir að gegna í framtíðinni.
Íslenskir bændur eru samkvæmt minni reynslu afbragðs fólk, enda er ég af þeim komin!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
336 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar