Leita í fréttum mbl.is

Heima

100_0391-2Þá er ég komin til fósturjarðarinnar, eftir dýrlega daga á Krít. Ísland heilsaði okkur með rigningu og roki, en samt er gott að koma aftur heim. - En það er alveg öruggt að ég á eftir að heimsækja "hina eyjuna mína" sem fyrst aftur InLove.

Ég bý fljótlega til albúm með myndum úr ferðinni, ef einhver vill skoða. Það verða samt sem áður mest myndir af foreldrum mínum og okkur Lindu vinkonu á hinum ýmsu veitingastöðum og á ströndinni, því þetta var mestmegnis afslöppunarferð hjá okkur, - en líka vegna þess að ég náði tæpast að fanga fegurð eyjarinnar með litlu imbavélinni minni. Svo var ég líka rólegri í tíðinn varðandi skoðunarferðir vegna þess hversu ákveðin ég er í að fara aftur til Krítar  - það er gaman að eiga eitthvað til góða, í stað þess að reyna að borða alla molana úr öskjunni í einu! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Velkomin heim Gréta Björg!  Þín var saknað en það er gott að heyra að þið höfðuð það gott og afslappað þarna úti. Þið hafið þá náð í slökun og orku fyrir veturinn

Þetta er örugglega skemmtileg eyja að heimsækja. ...og aaaaaðeins hlýrri en þessi eyja hérna........   

bestu kveðjur, við sjáumst hérna á síðunum

Ragnhildur Jónsdóttir, 1.10.2007 kl. 10:13

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Velkomin heim,þú ert örugglega brún og sælleg,sjáumst í kvöld.

María Anna P Kristjánsdóttir, 1.10.2007 kl. 11:44

3 identicon

Velkomin heim

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 17:29

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir góðar óskir, stelpur mínar!

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.10.2007 kl. 23:39

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Velkomin heim aftur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2007 kl. 08:15

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk, takk!

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.10.2007 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband