30.10.2007
Afro-americans
Ég sá ábendingu á bloggi Guðmundar Steingrímssonar um þessa frábæru grein um Negrastrákana:
Ég verð að viðurkenna að lýsing Gauta á hugarheimi hvítra suðurríkjamanna eins og sjá má og gera sér grein fyrir honum í Jim Crow Museum of Racist Memorabilia í New York vakti mér hroll og að eftir lesturinn sá ég fyrst kýrskýrt þann viðbjóðslega áróður sem viðhafður er í textanum. Það er að segja með gleraugum bandaríkjamanns!
Því á vissan hátt held ég að við "venjulegir" íslendingar séum of saklausir gangvart slíku og þvílíku til þess einu sinni að tengja þennan, að því er virðist saklausa bull-texta um vitlausa stráka, sem vill til að eru svartir, við þann boðskap, nema að fá hann inn með teskeið eins og þeirri sem Gunnar réttir okkur þarna. (Eða hverjir voru það í vesturheimi sem þáðu með þökkum aðstoð indíána og áttu við þá vinsamleg samskipti? Að vísu, eins og ég komst að í Vesturfarasetrinu í Hofsósi s.l. sumar, aðeins eftir að innflytjendur af öðru þjóðerni voru búnir að brjóta þá á bak aftur). Að því leyti held ég að við íslendingar séum flestir ennþá barnalega litblindir, kannski mætti segja blessunarlega . Og það þrátt fyrir að hafa haft vissar hugmyndir um þrælahald og kúgun svertingja í Bandaríkjum Norður-Ameríku gegnum bækur og kvikmyndir. En vitanlega er þó tímabært að láta af því sakleysi og barnaskap og fullorðnast í breyttum heimi þar sem slíkt sakleysi dugar skammt.
Ég ætla rétt að vona að við nútímafólk, á 21. öldinni, flytjum ekki þessar hugmyndir inn hráar og innprentum börnum okkar þær, fyrst það tókst ekki með þessari þunnu "skemmtibók" á þeirri 20.!
Takk fyrir að opna augu mín fyrir þessu, Gauti!
Ég er sammála þeim sem segja í athugasemdum að þessi grein þyrfti að birtast sem blaðagrein.
Set hér að gamni mynd af einni þeirra negrastelpna sem ég hef umgengist, ekki í BNA eða á Íslandi, heldur í hennar heimalandi, Tanzaníu í Austur-Afríku. Þessi mynd er tekin á kósý stund í garðinum okkar í Moshi (við rætur Kilimanjaro), þar sem vinnustúlka nágrannans er í hárgreiðslu (fléttun) hjá kærustu garðyrkjumannsins (sem allir msungu, norrænir sem aðrir, kölluð reyndar umhugsunarlaust shamba-boy, að hætti breta).
Þeim sem kynnu að hneykslast á því að við höfðum vinnufólk vil ég segja það að í raun var það litið hornauga ef fólk gerðist ekki vinnuveitendur og réð sér starfsfólk. Sem reyndar var líka alveg þörf á þar sem í Afríku berst mun meira af ryki inn í híbýli manns, ekki eru sjálfvirkar þvottavélar heldur þar á hverju strái. Og ekki kunni maður mikið til garðyrkju í svo suðlægu landi, get varla sagt að ég geri það hér heima, einu sinni.
Hér er svo mynd af litlum hvítingjastrák, inni í röri í garðinum í Tabora...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:20 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
336 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég las einmitt færslu Gauta, var bara að enda við það. ég sé þetta í allt öðru ljósi núna. Hafði ekki ætlað mér að kaupa bókina né lesa hana fyrir börn næst mér.
Þetta er glatað lesefni...ég hef bara verið búin að gleyma þessu að mestu leyti
Ragnheiður , 31.10.2007 kl. 15:22
Já, þetta er skrítin tilfinning að komast að því að það sem maður upplifði sem barn sem sára saklaust grínkvæði sýnir sig í raun og veru að vera argasta rasistaáróðurs, þegar augu manns opnast fyrir það því umhverfi, kringumstæður og hugsunarhátt sem það er sprottið . - Alltaf dálítið sárt að missa sakleysið, en það heitir víst að vitkast.
„Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.“
Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2007 kl. 16:20
He, he, þarna var ég víst búin að grauta heldur mikið í því sem ég skrifaði, án þess að lesa vel yfir í lokin - vonandi skilst þetta samt hjá mér!
Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2007 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.