Leita í fréttum mbl.is

Mannsheilinn - meistaraverk

460px-Albert_Einstein_Head-1Fullyrt hefur verið:

"Maðurinn, án allrar aðstoðar frá ,,heilögum anda" er fær um ótrúlegustu hluti, enda er mannsheilinn stórmerkilegt fyrirbrigði og má kalla hann meistaraverk náttúrunnar.

Ég vil nú leitast við að hrekja þessa fullyrðingu og leiða getum að því að mannsheilinn sé í raun skapaður af þessum heilaga anda og sé honum þar með alls ekki óháður, hafi fengið frá honum mikla aðstoð þar sem hann á honum tilveru sína að þakka.

Verður náttúran til af sjálfu sér og  þróast fyrir tilviljun (random choice), í samræmi við þróunarkenninguna? Ég fullyrði að náttúran geti ekki skapað meistaraverk, öðru vísi en að í hana sé innbyggt mynstur byggt á greind (intelligence). Ég neita að trúa að náttúran hafi orðið til úr engu, án alls skipulags, til þess finnst mér mega greina of mikla reglufestu í allri hennar skipan.

Ekki minni menn en Albert Einstein hafi talið sig greina í tilurð slíkra meistaraverka náttúrunnar og himingeimsins vísbendingar um tilvist æðri greindar eða anda (sem alveg má hugsa sér sameinað á einum stað, eða felur orðið "mannsandi" það ekki í sér að greind og andi sé til staðar á sama stað, það er í mannsheilanum að áliti trúleysingja?)

Slíka greind sem Einstein hefur í huga og er fær um að skapa náttúru sem síðan getur af sér slíkt meistaraverk sem mannsheilinn er (þó manni virðist hann á stundum vannýttur af eigendum sínum miðað við þá möguleika sem hann á að bjóða þeim) held ég að megi alveg nefna heilagan anda, þar sem hann hlýtur í öllu tilliti að taka fram okkar litla mannsanda (sem kristnir telja vera eins konar neista frá báli hins guðlega, heilaga anda, í myndrænni líkingu) og við getum þess vegna varla annað en talið hann okkur æðri og lotið honum (hneigt höfuð, sýnt honum lotningu) í auðmýkt.

Samkvæmt því sem ég tefli fram í fyrri málsgreinum þessa pistils er sú fullyrðing sem sett er fram hér í upphafi einfaldlega bull, þar sem það var þessi heilagi andi (higher intelligence) sem upphaflega ákvarðaði færni náttúrunnar (í samræmi við guðlega áætlun sína, eða skipulagsforrit sitt) til að skapa slíkt meistaraverk (eða getum við ekki verið sammála um að verk séu sköpuð um leið og þau eru unnin?):

Minni að lokum á þessi vísu orð Einsteins:

"Does there truly exist an insuperable contradiction between religion and science? Can religion be superseded by science? The answers to these questions have, for centuries, given rise to considerable dispute and, indeed, bitter fighting. Yet, in my own mind there can be no doubt that in both cases a dispassionate consideration can only lead to a negative answer. What complicates the solution, however, is the fact that while most people readily agree on what is meant by "science," they are likely to differ on the meaning of "religion."

Ef menn vilja kynna sér frekar skoðanir Einsteins á samspili trúar (í hans skilningi) og vísinda, þá bendi ég þeim á þennan tengil (sem í raun blasir við þeim sem eitthvað nýta sér Wikipediu að ráði): 

Albert Einstein - Wikiquote

Viðbót:

Ég var ekki farin að horfa á Spaugstofuna fyrr en í kvöld. Hér ætla ég að setja tengil á hana, þar sem hún snertir óbeint viðfangsefni mitt í þessari færslu. Það má kannski segja að þátturinn vegi þungt sem rök á móti því sem ég segi hér og sé þar með vatn á myllu trúleysingja, en verður maður ekki ætíð að horfa á fleiri en eina hlið mála og viðurkenna staðreyndir:

Heili Íslendingsins W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Hugsanir okkar eru meira en aðeins efni að hreyfast til og frá og kærleikurinn meira en aðeins ímyndun prótein hrærigraut, þetta bara hlýtur að vera augljóst öllum hugsandi mönnum.  Takk fyrir flottann pistil.

Hverju eiginlega trúir "trúfrjáls húmanismi"?  Ekkert vera að svara mér hérna en væri gaman að sjá blogg þar sem þú útskýrir þína trú.

Mofi, 5.12.2007 kl. 00:46

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er sammála ykkur Einstein báðum, Greta Björg. Snarpur pistill.

Jón Valur Jensson, 5.12.2007 kl. 01:14

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég þakka hlý orð, herrar mínir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2007 kl. 01:20

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mofi,

þegar ég tala um að ég sé "trúfrjáls" (sem er sennilega nýyrði?) á ég við að ég tel mig trúaða, en hins vegar ekki bundna af kennisetningum einhverra einna trúarbragða/trúfélaga fram yfir annarra.

Húmanisti er samkvæmt mínum skilningi sá sem vill að farið sé í hvívetna í mannlegu samfélagi að viðteknum reglum/hugmyndum um mannréttindi, til dæmis þeim sem settar eru fram í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna.

Veit ekki hvort ég ætti að hafa um þetta fleiri orð með sérstakri færslu, þar sem ég tel sjálf að þetta sem ég segi hér að framan sé þokkalega skýrt svar við spurningu þinni. (?) 

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.12.2007 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.