5.12.2007
Lok, lok og læs
Fyrir skömmu varð hræðilegt banaslys þegar ekið var á lítinn dreng við mikla umferðargötu. Það vita allir sem fylgjast með fréttum hvaða slys ég á við - ætla ekki að vera með málalengingar um það.
Nú veit ég ekkert um nánari kringumstæður í þessu ákveðna slysi, en það rifjaðist upp fyrir mér, við að heyra um þetta, að þegar ég bjó í Bretlandi fyrir mörgum árum síðan birtust í sjónvarpinu (BBC og ITV) auglýsingar (man ekki frá hvaða samtökum) sem var beint til fjölskyldna ungra barna sem bjuggum við miklar umferðargötur. Þessar auglýsingar brýndu fyrir fólki að gæta þess að hafa útidyr ALLTAF lokaðar og læstar, svo ekki væri hætta á að börnin færu út án þess að foreldrarnir (eða aðrir sem gættu þeirra) yrðu þess vör.
Ég veit að þetta er mjög viðkvæmt mál, en kannski væri í lagi að birta svipaðar auglýsingar í fjölmiðlum hér á landi?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
338 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 121503
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er hræðilega sorglegt.Kveðja María
María Anna P Kristjánsdóttir, 6.12.2007 kl. 08:31
En hvað finnst ykkur um svona auglýsingar - ég meina kannski ekki alveg núna strax, en í framtíðinni?
Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2007 kl. 10:10
Já mér finnst það af hinu góða. Í leikskólum er fólki uppálagt að loka dyrunum eftir sér, svo börnin fari ekki eftirlitslaus út. Það má alveg víkka það hugtak út, inn á heimilin. Sjálfsagt mál. Og tala nú ekki um, ef það getur komið í veg fyrir svona sorgaratburð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2007 kl. 13:35
Ég þakka ykkur fyrir að segja álit ykkar. Góð hugmynd að gera leiknar stuttmyndir um hinar ýmsu hættur sem að börnum okkar steðja í umhverfinu.
Spurning um hver ætti að standa fyrir því að gera þær - var ekki Herdís Storgård hjá Rauða Krossinum þegar hún var svo ötul að koma í sjónvarp og vara fólk við einu og öðru í þessu sambandi? Held að hún sé hætt þar - hver ætli gegni þeirri stöðu sem hún var í núna? Veit einhver þetta?
Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2007 kl. 14:39
Þetta slys er svo mikill harmleikur.Og allt í kringum þetta mál er svo hræðilegt.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 17:17
Það er það Birna, bæði fyrir aðstandendur barnsins og þann sem ók og hans aðstandendur. Forvarnir eru brýnar bæði hvað varðar að umferðarmenningu og að fyrirbyggja að börn verði fórnarlömb slysa.
Bestu leiðina til að bæta umferðarmenninguna tel ég vera að höfða til siðferðiskenndar allra bílstjóra og að þeir viðhafi það ökulag sem þeir myndu vilja að aðrir hefðu gagnvart sínum ættingjum, í þeim götum sem þeir búa í og á þeim vegum sem þeir aka.
Þar að auki þarf svo auðvitað að gæta að umhverfisþáttum, eins og skipulagi gatnakerfis, merkingar og hraðahindranir o.s.frv.
Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2007 kl. 19:04
Ja það er gott mál, þessu má beina til umferðarstofu. Þeir eru með flottar auglýsingar um umferð og hættur þar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2007 kl. 19:36
Þetta er sorglegt mál fyrir alla sem að því koma. Mjög góð hugmynd sem hér hefur komið fram að gera einhverjar góðar stuttmyndir. Mætti vel vera gert þannig að það væri gert í góðu samstarfi við barnastarf bæði hjá RÚV og Stöð 2. Efast ekki um að það væri vel tekið á móti góðum hugmyndum á þeim stöðum. Mætti kannski reyna að tala við Sveppa og fá hann til að koma góðum ráðum til barnana
Blómið, 6.12.2007 kl. 22:34
Það er nú samt spurning hvort það verði ekki allt brjálað ef svona auglýsing er birt.
Mér dettur nú bara í hug auglýsingin frá umferðarstofu þar sem barn var að leika sér á svölum án handriðs.
Ef ég man rétt að þá var boðskapurinn að sýna fólki hvað það var vítavert að hafa börn laus í bílum, en það urðu allir brjálæðir því barn var sýnt í hættulegum aðstæðum.
Ingólfur, 6.12.2007 kl. 23:19
Hm, Ingólfur, eigum við nokkuð að vera svartsýn (mála Skrattann á vegginn!), þó eitthvað hafi gerst einu sinni er ekki þar með sagt að það endurtaki sig endilega! Eða hvað - er ekki óhætt að láta reyna á "allt er þegar þrennt er" ?
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 00:06
Takk sömuleiðis, Valgeir minn.
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.