Leita í fréttum mbl.is

Fordómar

calvin-on-ignoranceManni einum brá við að heyra orð konu, þegar hún talaði um að hún muni taka sinn eigin son úr kristinfræðikennslu.

Hann spurði: "Hvað gerist í hugum þeirra sem tala svona? Hversu lágt er hægt að sökkva?"

Mig langaði til að hrópa á manninn að það væri hægt að sökkva miklum mun dýpra, (ef á annað borð er hægt að kalla það að hafna kristniboðsfræðslu að sökkva djúpt, sem er ekki mitt álit).

Til dæmis er hægt að sökkva svo djúpt að geta með einni  setningu sýnt samborgara sínum hyldjúpa fyrirlitningu. 

Hvað gerist í hugum manna sem tala svona?

Slíkur er máttur vanþekkingarinnar og fordómanna. Það eina sem finna má mönnum til málsbóta fyrir þetta tvennt er það sem stendur í teiknimyndatextanum hér að ofan. "Þú ert fáfróður, en þú bregst að minnsta kosti við því". Vonandi bregðast þó ekki margir við fáfræði sinni með því að henda einfaldlega bókinni frá sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta mál er löngu hætt að snúast um trúboð í skólum sem slíkt, málið snýst 100% um dauðastríð ríkiskirkju sem fálmar í allar áttir í örvæntingarfullu dauðastríði sínu.
Slagurinn snýst ekki um kristni, persónulega hef ég aldrei horft á þjóðkirkju sem kristna kirkju heldur sem afdankaða sovéska ríkisstofnun sem er búin að sitja svo lengi með áskrift að launum að hún spáir bara í hvernig hún getur haldið í ofuröryrkjabæturnar og gefur skít í rétt fólks í trúmálum.
Hún er búin að hanga í þessu í 100 ár eða svo og löngu komin tími á að hún standi á eigin fótum, það er best fyrir kristni og einnig fyrir alla íslendinga

DoctorE (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 11:20

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Að láta ferska vinda leika um gamlar stoðir, blása burt ryki og sóðaskap og henda óþarfa prjáli er af hinu góða. Það vissi Lúter. Það vissi Kristur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 11:32

3 identicon

eitt er að henda bókinni frá sér, annað að glepjast af trúgirni og telja að betra sé að veifa röngu tré en öngvu.

heracles (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 12:21

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sammála, heracles.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 12:30

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk fyrir þetta Gréta mín...eins og þú veist hef ég ekki legið á þeirri skoðun minni að uppeldi barna sé í höndum foreldra og trúboð verði að fara fram utan opinbera geirans.  ÉG var kölluð "bewich" hérna á blogginu þínu um daginn, sem þýðir kannski að ég sé norn í hugum kirkjunnar fólks? En óvæntur skoðanabróðir Egill Helgason skrifar á blogginu sínu í dag...

13. desember, 2007 Þjóðkirkjan er búin að vera

Franska leiðin hvað varðar trúarbrögð er best, algjör aðskilnaður hins veraldlega og andlega valds, sekúlarísasjón – að þetta séu aðskilin svið tilverunnar. Það þýðir að þjóðkirkjan verður að sigla sinn sjó – aðskilnaðurinn við ríkið væri líka hollur fyrir hana – ef ekki fyrir pyngjuna, þá fyrir kenninguna.

Það er hálf raunalegt að sjá klerkana hrekjast um undan alls konar “hatrömmum” smáhópum. Ef þeir væru ekki hluti af ríkinu gætu þeir kannski svarað fullum hálsi.

Um leið þarf að viðurkenna að trúarbrögðin eigi ekkert erindi inn í skólana. Kirkjan verður að fara annað til að fiska eftir sunnudagaskóla- og fermingarbörnum.

Það er ekki þar með sagt að ekki eigi að vera fræðsla í trú – með afgerandi aðaláherslu á kristnina. Biblían er hluti af menningararfi okkar sem Kóraninn og Vedaritin eru ekki. Við erum ólæs á menningu okkar nema við kunnum skil á boðorðunum og kenningum Krists.

Trúartákn eiga ekki að vera í skólum. Og við eigum endilega að hafa svínakjöt á boðstólum þar. Bara sem mest af pylsum og skinku.

Þetta segi ég þrátt fyrir að ég telji mig aðhyllast kristna lífssýn. Ég álít líka að mín kristnu gildi séu betri en þau sem tíðkast í öðrum trúarbrögðum – annars væri lítið varið í þau. En í því lýðræðissamfélagi sem við búum í eru engin almennileg rök fyrir því að kirkjan eigi að vera partur af ríkinu eða skólunum.

http://eyjan.is/silfuregils/2007/12/13/%c3%bejo%c3%b0kirkjan-er-buin-a%c3%b0-vera/ 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 15:34

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

En Anna, ég fór allt í einu að spá í eitt...orðalag...ég tók orð þín þannig að þú myndir "taka" son þinn út úr trúfræðslu, í merkingunni "withdraw"...er það ekki rétt skilið hjá mér...því allt í einu sá ég mynd í huganum þar sem þú dróst aumingjans barnið æpandi út úr tíma: "En mamma, ég vil læra um Jesú"....

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 18:32

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Anna...ég skrifaði smá athugasemd í viðbót um frönsku leiðina við "jólafærsluna" þar sem ég velti henni betur fyrir mér.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 18:34

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst þetta vel hugsaður pistill hjá Agli.

En um þetta er ég honum samt algjörlega ósammála:

"Og við eigum endilega að hafa svínakjöt á boðstólum þar. Bara sem mest af pylsum og skinku."

Því ég er jurtaæta og þar með í minnihlutahópi, ætli ég myndi ekki svelta meira og minna í skólanum. - Nei, annars, ég fengi örugglega sérfæði, eins og múslímarnir og hindúarnir.

Auk þess er óhollt að borða mikið kjöt, ekki síst pylsur, sem eru hakkaður óþverri sem búið er að troða í görn (nú eða einhvers konar plast nútildags), ýmist brimsaltur eða bragðlaus, ef það eru bjúgu hreint og beint lífshættuleg. Það eiga að vera 1/3 kjöt eða fiskur á diskinum, 2/3 grænmeti, ef vel á að vera.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 18:45

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég kenni honum um Jesus...andlegt kukl presta er mér ekki að skapi og kristnifræðsla á svo ógagnrýnu plani

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 18:47

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Trúarbragðafræðsa er allt annað

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 18:47

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hef aldrei skrifað..."draga" og geri ráð fyrir að hann fái siðfræði kennslu og heimspeki í staðinn

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 18:49

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Raunasaga jurtaætu-barns:

Ég hef um dagana komist ágætlega af án þess að fá sérfæði - fékk það aldrei heima hjá mér - heldur hef ég bara borðað það sem sumum Íslendingum er gjarnt að hafa sem "aukafóður" eða meðlæti - það er að segja allt annað en kjötið. Yfirleitt hef ég ekki farið svöng frá borðum, þó það hafi komið fyrir, ef máltíðin samanstóð eingöngu af kjöti (að ég tali nú ekki um hrosskjöt, saltkjöt eða svið, því þá missti ég lystina) og karöflum, því þá fékk ég ekkert nema kartöflur að borða.

Heima mátti ég fara í eldhúsið og fá mér hafragrjón, rúsínur og mjólk ef ég vildi ekki það sem var á borðum. Það borðaði ég býsna oft. En stundum vildu húsmæður þar sem ég var gestkomandi fara að elda eitthvað spes fyrir mig, en það vildi ég ekki, þess vegna vildi ég helst láta sem minnst bera á minni kjöt-fráhneigð.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 18:53

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég skil...sumir aðrir sögðu þetta...

Mér finnst að það eigi að vera í góðu lagi að þú hafir þetta svona, og mér sýnist mannréttindanefnd SÞ og Evrópudómstóllinn vera mér sammála...

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 18:56

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég copy/pastaði nefnilega setninguna og breytti henni svo, en fattaði ekki að breyta þessu með að draga frá, þess vegna kom þetta svona út...búin að laga það.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 19:06

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

það er alltaf verið að snúa út úr fyrir mér...nú seinast hj´´a Guðrunu..."Það er athyglivert að þú getir hlegið að því Anna að kollegar þínir séu pyntaðir og líflátnir vegna samkynhneigðar sinnar í löndum Islam og kommúnsima ..."

segir hún...og ég veit EKKERT UM HVAÐ HÚN ER AÐ TALA????

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 19:08

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hÚN ER ALLTAF AÐ BENDA Á SAMKYNHVEIGÐ MINA...OG ÞAÐ ER ÓÞOLANDI

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 19:10

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sennilega finnst Agli Helgasyni bara góðar pylsur, - útlitið gæti bent til þess!

Anna mín, hver er þessi Guðrún? Er ekki best að "ignorera" manneskju sem veit ekkert hvað hún er að tala um, er fáfróð og fordómafull? - ég held að þér muni aldrei takast að boða henni fagnaðarerindi, þú fyrirgefur orðalagið, um svona mál, hér á blogginu? Til þess virðist mér hún hafa harðlæst sínu heilabúi of mikið fyrir löngu síðan.

Vísa eftir pabba minn:

Mennirnir byggja múra
múra sér jafnvel klefa
með veggi úr eldföstum efa
Gluggi er ýmist enginn
ellegar hálflokuð rifa
-Svo dúsa menn þarna dauðir
daga sem eins mætti lifa

Úlfur Ragnarsson

*Myndin á múrnum

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 19:17

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

jú ég verð að hætta þessu

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 19:18

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

flott ljoð...daga sem eins mætti LIFA

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 19:19

20 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://alit.blog.is/blog/alit/entry/387824/#comment884646

þetta er guðrun... 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 19:20

21 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Úpps, þetta er sú sem ég hef skírt "hina heilögu" í huganum og yfirleitt ekki nennt að lesa!

Kannski auðveld afgreiðsla, en ég nenni bara ekki að ergja mig yfir svona "dýrlingum", (það er að segja ef ég þarf ekki að umgangast þá - og varla einu sinni þá, því yfirleitt hlæ ég bara að þeim og leyfi þeim að rausa, þá hætta þeir því þegar þeir sjá að maður nennir ekki að hlusta og gerir ekkert með það sem þeir segja - hláturinn lengir lífið!). 

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 19:25

22 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hefurðu heyrt um prestinn sem kom til Himnaríkis, og móðgaðist vegna þess að Jesú var ekki mættur að taka á móti honum, eins og hann bjóst við? Þá sagði Lykla-Pétur við hann: "En góði minn, þú getur ekki hitt Jesú svona til reika, það myndi líða yfir hann, því þú hefur gleymt að fara í bað áður en þú komst!"

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 19:36

23 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það getur enginn keypt sér einkasýningu eða betri sæti á Guð, þó einhverjir virðist álíta að það sé hægt, með því að líta nógu mikið niður á náungann!

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 19:43

24 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...þetta er nú ein af ástæðunum að ég vil ekki að svona fólk fái að "kukla" með viðkvæma barnssál sonar míns!...if you know what i mean?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 19:56

25 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mjög skiljanlegt...i know what you mean

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:02

26 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

kíktu á þetta...

http://www.youtube.com/watch?v=atTSwau9fwM

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:22

27 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:55

28 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:59

29 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

sorry gréta mín er að reyna að senda mynd???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:59

30 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband