Leita í fréttum mbl.is

Betlehemsstjarnan


Lýsir af himni lífsins bjarta stjarna,
leiðsögn, sem aldrei í myrkrinu brást,
til hans, sem er yndi allra jarðarbarna.
Enginn í heiminum göfugri sást.

:,: Ástúðin er hann, inn í hjörtun fer hann.
Umhyggju ber hann í brennandi ást. :,:

Vertu sem barnið, bara fylgdu honum,
byrðum hann léttir af öllum sem þjást.
Veitir þér huggun, hjartað fyllir vonum.
Himinsins stjörnur í augunum sjást

:,: Ástúðin er hann, inn í hjörtun fer hann.
Umhyggju ber hann í brennandi ást. :,:

Lýs milda stjarna leiðir jarðar allar.
Leys hverja deilu, er mennirnir kljást.
Líknaðu þreyttum þegar degi hallar.
Við þröskuldinn hinsta skal sigurinn nást.

:,: Ástúðin er hann, inn í hjörtun fer hann.
Umhyggju ber hann í brennandi ást. :,:

Úlfur Ragnarsson

Um ljóð og lag
Um málverkið hér að ofan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hann pabbi þinn er skáld..og ástríðumaður, eins og þú...

Flott myndin af barnslega einlægu, brosandi Grétu

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.12.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þessa mynd tók ég út úr annarri, sem tekin var af okkur systrum (yngsta ekki fædd) og mömmu við jólatréð í stofunni í læknishúsinu á Kirkjubæjarklaustri jólin 1956.

Kannski set ég stærri myndina á vefinn seinna. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.12.2007 kl. 12:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndislegt ljóð frá föður þínum Gréta mín.  Já endilega stækkaðu myndina og settu hér inn.  Takk fyrir þessa fallegu hugvekju frá föður þínum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2007 kl. 13:29

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hans er þökkin, Ásthildur

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.12.2007 kl. 15:09

5 identicon

Sæl og blessuð Greta. Þetta er yndislegt ljóð, ég var einmitt að hlusta á þetta áðan á diskinum með Páli Óskari og Moniku. Tók sérstaklega eftir þessum yndislega texta og opnaði hulstrið til að athuga hver hefði samið textann. Eftir hlustunina ákvað ég að kíkja á bloggin smá stund (í lánstölvu því mín er biluð ). Dásamleg ljóð og svo fallega gert á diskinum "Ljósin heima".

Hafðu það gott, ég bið innilega að heilsa. Kemst sjaldan á netið þessa dagana vegna tölvuvandræða (og man ekki lykilorðin mín  )

knús og kveðjur

Ragga

Ragnhildur Jóns (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.