Það var siður fyrrum hér á landi, að prestar gengu daglega í hempum sínum, og eins voru þeir í þeim á ferðalögum, ýmist gangandi eða ríðandi. Þess siður mun hafa lagzt niður snemma á nítjándu öld, en þá var um þetta kveðin eftirfarandi vísa í Árnessýslu:
Á Suðurlandi sjást nú klerkar svartir fáir.
Þeir eru orðnir grænir, gráir,
gulir, hvítir, rauðir, bláir.
Sögn Helgu Halldórsdóttur á Dagverðará.
Úr "Skruddu" Ragnars Ásgeirssonar, 3. bindi, bls. 254
Skyldu svartir klerkar enn sjást á Norðurlandi?
Eitt sinn fylgdist ég með presti útskýra hökla kirkjunnar fyrir skólabörnum í kirkjuheimsókn. Prestur sá, sem einnig er fyrrverandi kennari (með kennararéttindi úr Kennaraskólanum, sem þá hét), útskýrði klæðnaðinn þannig að hann ætti að tákna að sá sem klæðist honum kemur fram sem þjónn Guðs frammi fyrir altari hans, en ekki sem sú persóna sem hann er sjálfur. Hann felur sína eigin persónu, eða skilur hana eftir, þegar hann íklæðist höklinum. Þess vegna afklæðist hann höklinum þegar hann flytur prédikun sína, því hún er samin af honum sjálfum samkvæmt hans skilningi á Guðsorðinu, og einnig klæðist hann höklinum aðeins við helgiathafnir í kirkju, en aldrei utan hennar.
Utan kirkju kjósa margir prestar nútímans að bera kraga sem gefur mönnum til kynna að þar sé prestur á ferð, vilji þeir til hans leita. Svarta hempan og rykkilínið er hins vegar forn klæðnaður að uppruna og pípukraginn var bæði virðingartákn veraldlegra og geistlegra fyrirmenna fyrr á öldum.
Ef til vill þarf engan að undra að "svörtum presti" gangi illa að greina á milli embættismannsins og bloggarans í sér. Ætli hann afklæðist ekki hempunni samt sem áður ef hann bregður sér í fjallið á skíði?
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:50 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
4 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
prestar hafa alltaf litið út eins og trúðar...sjáðu geir waage
?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.12.2007 kl. 19:50
Hverjum þykir sinn fugl fagur...og skegg......
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.12.2007 kl. 19:52
Ég held að í gamla daga hafi hempurnar einfaldlega verið hlýjar og góðar skjólflíkur, úr þykku ullarefni, jafnvel...og prestar til sveita í þá daga óðu víst ekkert í aurum (peningum), stærstur partur rann til biskupsstólanna, að því er manni skilst.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.12.2007 kl. 19:57
Þannig held ég að klæðnaður arabískra kvenna sé upprunalega kominn til,...sem skjól gegn sterku sólskini og sandbyljum í eyðimörkum þessara landa...seinna var þetta gert að trúarlegu atriði.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.12.2007 kl. 19:59
Það er að segja að klæðnaður var í báðum tilvikum vörn gegn veðri, - sem er reyndar upprunalegur tilgangur hans, hvað sem Adam og Evu líður. Þó hylja flestir kynflokkar kynfæri sín að einhverju leyti, en þó frekar sem vörn heldur en af blygðunarsemi - ég hugsa að það sé t.d. ekkert gott að fá skordýrsbit í tippið. Og konur sem eru enn í barnseign fá blæðingar reglulega, eins og flestir vita, að minnst kosti þeir sem eru lausir við bleyjuna.
Reyndar nota ekki allir bleyju á börn sín, í Tanzaníu sprændu börnin hvar sem þau voru stödd, bleyjulaus, að minnst kosti börn fátæka fólksins, þó þeir efnaðri hafi komið sér upp nýjum siðum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.12.2007 kl. 20:06
"Það er að segja að klæðnaður var í báðum tilvikum vörn gegn veðri, - sem er reyndar upprunalegur tilgangur hans, hvað sem Adam og Evu líður"
Þessu er margt nútímafólk búið að gleyma, þar á meðal verslunarglaðir Íslendingar, sem elska að láta kaupmenn féfletta sig. Fara jafnvel til útlanda til þess, og spara rosalega á því að geta keypt ennþá meira af tuskum og glingri fyrir hýruna.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.12.2007 kl. 20:09
...var að skoða betur myndina af Jóni Vídalín...nú liggur mér í augum uppi hvert G.W. sækir sér fyrirmynd......kannski hann safni bráðum hári líka, nema hann sé anti-bítill, eins og margir í gamla daga, ...sem þó létu fallerast með tíma og tísku...hvað gera menn ekki til að falla í kramið.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.12.2007 kl. 20:31
Nú hefði ég átt að gera nýja færslu, í stað þess að vera hér á eintali.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.12.2007 kl. 20:31
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.12.2007 kl. 23:05
Hehehe þú ert flottust, ég er eiginlega sammála Önnu hérna og ykkur báðum með Geir Waage, trúður er orðið sem mér dettur í hug er ég sé hann. En svo eru til prestar sem eru algjörlega frábærar manneskjur, en það er sennilega ekki af því að þeir eru prestar heldur eru bara ljúflingar í eðli sínu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2007 kl. 09:31
Ásthildur, við erum með einn slíkan í "minni" kirkju, hann er draumur í dós, ljóðelskt ljúfmenni.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2007 kl. 10:11
Gréta mín þú stendur þig brilljant á blogginu hans Svavars
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.12.2007 kl. 15:51
Takk fyrir það, Anna.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2007 kl. 17:06
- en ég ætla ekki að skrifa neitt á síðuna hans framar.
- þar sem hann kallar það aðdróttanir að forkólfum þjóðkirkjunnar sem ég set fram sem mitt vinsamlega álit á því hvaða stefnu ég met heillavænlegast fyrir lútersku kirkjuna á Íslandi að taka.
Ekki ræð ég neinu um það - ekki fyrr en kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu - sem á eftir að verða hér um þetta mál, það er ég viss um.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2007 kl. 17:36
...láttu mig þekkja það
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.12.2007 kl. 18:31
þjóðaratkvæðagreiðsla er auðvitað svarið sem blasir við
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.12.2007 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.