Leita í fréttum mbl.is

Af (Ţor)Lákum, - einum helgum og öđrum ţokkaminni

thoNú rennur senn upp Ţorláksmessa ađ vetri, sem er annar af tveimur messudögum Ţorláks Ţórhallssonar, biskups, eina verndardýrlings okkar Íslendinga. Annar messudagur hans er Ţorláksmessa ađ sumri, 20. júlí.

Ţorlákur var vinsćll međal íslenskrar alţýđu, svo sem sjá má af ţví ađ leyfđ voru áheit á hann sem helgan mann á Alţingi 1198 og hann lýstur ţar helgur mađur áriđ eftir. Ţađ var ţó ekki fyrr en 14. janúar 1984 ađ Stjórnardeild sakramenta og guđsdýrkunar í Páfagarđi lýsti ţví yfir ađ Ţorlákur helgi vćri verndardýrlingur Íslands, međ samţykki Jóhannesar Páls II. páfa

Ekki hafa allir Ţorlákar notiđ slíkra vinsćlda hér á landi. Eftirfarandi er tekiđ upp úr "Skruddu", bók afa míns, Ragnars Ásgeirssonar, bls 266-67:

"Símon Dalaskáld* hafiđ óbeit á flestum Ţorlákum og kemur hún víđa fram í vísum hans. Höfđu einhverjir Ţorlákar reynst honum skćđir keppinautar í kvennamálum. Víkur hann ađ ţví í ţessari vísu:

Tćla frá mér tróđurnar -

tíđum - silkibanda.

Ţokkasmáir Ţorlákar,

ţeir mér stá til bölvunar. 

 

Frá öđru ćvintýri sínu, sem endađi sorglega fyrir hann, segir hann svona:

 

428px-Fjallkona-1Ég viđ helgan aftansöng,

um sem myndast bögur,

settist niđur seims hjá spöng,

sem var ung og fögur.

 

Ţangađ kom einn Ţorlákur,

ţetta banna vildi,

ekki seinn, og sá strákur

sundur okkur skildi.

 

Hér í veröld víđast hvar

vífnir jafnan strákar.

Eru mér til ömunar

ávallt ţessir Lákar.

 

Símon átti bróđur sem hét Ţorlákur, hann fór til Ameríku og settist ţar ađ. Um hann kvađ Símon:

 

Minn er bróđir blessađur,

bćđi hýr og glađur.

Ţó hann heiti Ţorlákur

ţá er hann bezti mađur.

 

Víđar en hjá Símoni kemur ótrúin á Ţorláksnafninu fram. Eitt dćmi um ţađ má finna í níđvísum Páls Ólafssonar um séra Björn á Dvergasteini. Ţegar Páll hefur reitt upp hnútasvipu níđsins ađ séra Birni, klykkir hann út međ ţessu:

Og ţađ - ađ vera Ţorláks son -

Ţađ tekur nú yfir! "

- - -
*Símon Dalaskáld (1844-1916) var skáld og flakkari.

- - - 

lukkulaki_270103Ef til vill má merkja ađ nafniđ Láki hafi enn ţótt heldur neikvćtt hér á landi fram á seinustu öld á ţví ađ svartálfi einum, í erlendri bók sem ćtluđ var ungum börnum, var gefiđ nafniđ Láki í íslenskri ţýđingu. Var bókin einfaldlega látin heita Láki og síđan var mynd af svartálfinum óţekka undir. Ţykist ég viss um ađ margir á mínum aldri og yngri muni vel eftir ţessari bók. Lílega er hún ekki lengur lesin fyrir íslensk börn vegna hćttu á ţví ađ hún leiđi ţau til fordóma.

HÉR er ađ lokum tengill á fróđleik um einn Láka sem notiđ hefur nokkurra vinsćlda á Íslandi - sá hafđi sér ţađ ef til vill til framdráttar ađ vera amerískur, sem löngum hefur ţótt nokkuđ variđ í hérlendis.

- - - 

Myndin af líkneski Ţorláks helga sem fylgir fćrslunni er fengin ađ láni af ŢESSUM vef. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.12.2007 kl. 22:59

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.12.2007 kl. 00:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband