Leita í fréttum mbl.is

Endurtekin bloggfærsla

gandhi The various religions are like different roads converging on the same point. What difference does it make if we follow different routes, provided we arrive at the same destination.

- Mahatma Gandhi

Og viðbót, frá sama manni:

Truth is by nature self-evident. As soon as you remove the cobwebs of ignorance that surround it, it shines clear. 

The spirit of democracy is not a mechanical thing to be adjusted by abolition of forms. It requires change of heart. 

I like your Christ, I do not like your Christians. Your Christians are so unlike your Christ. 

Meira af svo góðu HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta "IF" þarna í orðunum "if we follow different routes" er býsna stórt EF, sem og orðin "provided if". Hvaðan fekk Gandhi þá hugdettu, að mismunandi leiðir geti allar endað á sama stað? Sumar leiðir eru góðar, aðrar fara með menn í ógöngur. Sum trúarbrögð miðast mest við að friða vonda guði, þar eru særinga- og galdramenn mikilvæg "hjálparhella" til að halda þeim í skefjum. Sum hafa gert einhverja táknmynd að skurðgoði sínu, táknmynd fyrir mannsins eigin sókn í völd, karlmennsku, kynorku, fegurð eða annað, en gagnast ekki vitund. Sum bjóða siðferðisleiðir, sem eu allt aðrar en þær, sem önnur trúarbrögð boða. Hvers vegna ætti þetta allt að leiða menn á sömu endastöðina, Greta mín Björg?

Og gleðileg jól hjá þédr og öllum þínum.

Jón Valur Jensson, 26.12.2007 kl. 15:47

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jón Valur, ég held að Gandhi hafi þarna verið að tala um stærstu trúarbrögðin í heiminum, sem eru jú eins og stórar greinar af sama meiði og rót, - ekki sértrúarsöfnuði og/eða öfgahópa ýmiss konar, sem eiga meira skylt við múgsefjun en trú.

Þakka þér góðar óskir til mín og minna. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 17:05

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta orðaði ég sjálf svona hér fyrr í blogginu (svo ég vitni nú í sjálfa mig, eins og gáfumanna er háttur!), hugmyndin sjálf er vitanlega ekki mín:

"Mannkynið kemur allt frá sömu uppsprettu. Eini mismunurinn á milli manna er sá að þeir kjósa sér mismunandi farvegi til að renna eftir, til sömu endaloka. Sumir renna í stríðum straumi, með fossum og flúðum, aðrir líða fram sem lygn og vatnsmikil fljót, enn aðrir hoppa og skoppa eins og litlir fjallalækir, en allir enda þeir að lokum í sama hafinu."

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 17:16

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

til eru vegir það sem fólk afræður að halda uppi siðferðislegri afstæðishyggju (eins og t.d pshykopatar), en það er ekki það sem Ghandi talar um, veit ég vel, en slíkt er til!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.12.2007 kl. 17:22

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"The various religions are like different roads converging on the same point. What difference does it make if we follow different routes, provided we arrive at the same destination."

"The destination" (lokatakmarkið) skil ég sem svo, að við gerum í gegnum hreina trú það sem í okkar valdi stendur til að hafið sem við tilheyrum verði ekki óhreinna en þegar er orðið, með veru okkar þar sem þeir litlu dropar sem við hljótum að teljast í því. - Heldur stundum mengunarvarnir, eins og hverjum er lagið, bæði í andlegum og veraldlegum skilningi, ef svo má segja.

En nú er ég víst farin að flækja málið full mikið, með eigin bollaleggingum í síðustu tveimur athugasemdum, svo ef þú vilt ræða nánar, þá legg ég til að við höldum okkur við þá fyrstu. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 17:25

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Anna, getur þú útskýrt betur hvað þú átt við með "siðferðislegri afstæðishyggju" ?

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 17:28

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Eyja M. fjallar um þetta heimspekilega vandamál af mikilli kunnáttu hér.....

http://www.visindavefur.hi.is/svar.php?id=905

.....og segir m.a...Siðferðileg afstæðishyggja samrýmist til dæmis illa hugmyndum um mannréttindi. Mannréttindahugtakið byggir á því að ákveðin siðalögmál séu algild, óháð landamærum eða ríkjandi viðhorfum til mannréttinda á hverjum stað. Þetta kemur í sívaxandi mæli fram í þróun þessara mála í heiminum nú á dögum og er ekki laust við að sumar þjóðir virðist vilja andmæla þessu eða draga það í efa.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.12.2007 kl. 17:45

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Er þetta það sem þú átt við  Anna, þegar þú segir að sumir hópar afráði að halda uppi siðfræðilegri afstæðishyggju:

"Samkvæmt siðferðilegri afstæðishyggju eru siðferðileg gildi, rétt og rangt, mismunandi eftir þjóðum eða þjóðfélagshópum og sögulegum tímabilum. Það sem er rétt að gera á Íslandi árið 2000 kann að vera rangt í Kína á sama tíma og ef til vill líka rangt á Íslandi árið 1000. Hvort sem við aðhyllumst afstæðishyggju eða ekki vitum við að hugmyndir fólks um siðferði geta verið afar ólíkar, enda blasir það við ef við kynnum okkur menningu framandi þjóða eða jafnvel þegar við hlustum á fólkið í næsta húsi. Afstæðishyggja um siðferði felur hinsvegar líka í sér að það sé hreinlega mismunandi hjá mismunandi þjóðum eða hópum hvað sé rétt og rangt; siðalögmál eru ekki algild heldur miðast þau við ríkjandi hefðir og hugmyndakerfi hjá hverjum hóp fyrir sig."

Einmitt vegna þessa afstæðis held ég að það sé mikilvægt að við höfum "stóru" trúarbrögðin, eins og kristni og búddisma, sem gefa okkur alheimsleg gildi til að styðjast við, - það er að segja ef ekki er búið að skrumskæla þessar trúarstefnur (religions) til þess að henta valdhöfum á hverjum stað og tíma

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:13

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

sumir (allir trúmenn) meina að einmitt vegna þessa eru trúarbrögðin nauðsynleg???...en hvernær hafa trúarbrögð barist fyrir mannréttindum???

ÉG aðhyllist ekki siðferðislega afstæðishyggju og þekki engan í Siðmennt sem gerir það....en það er engin svo barnalegur heldur að segja" ég lýg ekki...drep ekki...o.s.frv...af því að guð segir það". Skilurðu?

Siðferðileg afstæðishyggja er alveg eins að taka gamla testamenntið og skella því ofan á nútimann með allri sinni kvenfyrirlitningu og þrælahaldi! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:17

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Aldrei mikilvægara en í nútímanum, þegar heimshlutar skarast meira og meira, vegna aukins samgangs og samskipta þjóðflokkanna sem jörðina byggja.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:19

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Anna, barðist Kristur ekki fyrir mannréttindum?

Að vísu var hann ekki sjálfur trúarbrögðin sem gerð voru í kringum hann eftir hans dag, en eitthvað hefur þó síast í gegnum aldirnar af jákvæðni frá honum, í gegnum allan ósómann sem mönnum hefur hentað að troða upp á hans boðun. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:22

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

svokallað "trúfólk" stendur líka frammi fyrir siðferðislegri afstæðishyggju ef það fer mögu djúpt í eigin boðskap...samanber..hvað er boðorðin væru öðruvísi?  (þú skalt drepa...þú skalt ljúga...o.sv.frv...)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:22

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég hef alltaf heillast af boðskap Krists...eins og í gnostisku ritunum!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:23

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Anna, þó þér finnist sjálfsagt að ljúga ekki eða drepa, þá er því miður til fullt af fólki í heiminum sem er ekki á sama máli og þú um það.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:24

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

....ef guð er til þá mun hún væntanlega virð við mig viðleytnina til sannleikans og hreinskilni?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:24

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gréta...það er rétt...en ekki "pointið"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:25

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...finnst jafnvel ekkert að því, ef það hentar því sjálfu. Það eru auðvitað sýkópatar, en bara slatti mikið til af þeim. Myndi sjálfsagt ekkert hafa að segja að þylja guðsorð yfir slíkum - hm, einn þeirra beitir því reyndar gjarnan fyrir sig - en ég er ekki að tala um trúarbrjálæðinga þegar ég tala um trú. Afsakið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:26

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hún virðir þig fyrir að brjóta ekki lögmálið um að elska náungann eins og sjálfan þig og sá eins og þú vilt uppskera. Það er mitt álit, að minnsta kosti.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:28

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

svo ég vitni í Eyju aftur...

Ef það er rangt að fremja morð og Guð segir að það sé rangt er um tvo kosti að ræða. Annars vegar að morð sé rangt *vegna þess að Guð segir það og að Guð hefði þá alveg eins getað ákveðið hið gagnstæða, að það væri rétt að fremja morð. Ákvarðanir Guðs verða þá handahófskenndar og við sitjum uppi með þá niðurstöðu að ef Guð gæfi út tilkynningu um að hann hefði skipt um skoðun þá væri allt í einu rétt að myrða. Hvers konar hluthyggja væri það? Hinn kosturinn er að Guð segi að það sé rangt að myrða *vegna þess* að það er einfaldlega rangt óháð því hvað hann segir en þar sem hann er jú alvitur veit hann ýmislegt. En þá er Guð ekki ástæða siðferðisgildisins, hann er bara upplýsingaveita. Trúmaðurinn er þá engu nær en trúleysinginn um hinn endanlega grundvöll siðferðisgilda.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:28

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Samanber söguna um móður Teresu þegar hún drakk te með stráknum og sagði við hann:

Þú skalt elska alla, en þér þarf ekki endilega að geðjast vel að öllum.

Gefðu Saddam Hussein plástur ef hann biður um hann, en svo er í lagi að senda hann í burtu. En ef Nelson Mandela biður um plástur, gefðu honum hann og svo skaltu bjóða honum í te!

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:31

21 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Anna, um þetta handahófskennda: Telur þú að sólkerfið okkar hafi orðið til fyrir handahóf...

"En þá er Guð ekki ástæða siðferðisgildisins, hann er bara upplýsingaveita."

Guð er ástæða siðferðisgildisins, vegna þess að hann ER siðferðisgildið, hann er upplýsingaveitan. Guð er kærleikur og þú skalt elska náungann eins og sjálfan þig. Það er siðferðisgildið, það er upplýsingaveita boðskaparins frá Kristi, hins nýja boðskapar, sem hann sótti þó um langan veg - hversu langan gerum við okkur enga grein fyrir - til þess erum við of lítil og heimsk, - og heldur ekki nógu langlíf - í okkar stundlega líkama.

En nú varir þetta þrennt, trú, von og kærleikur, en þeirra er kærleikurinn mestur. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. 

En, æi, Anna, þú færð mig til að prédika hérna og það reyni ég þó að forðast, því ég er enginn prédikari...

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:38

22 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég veit ekki hvort guð er til....gæti hugsanlega trúað því...en vandamálið er samt til staðar og verður leyst með sammannlegum "mannréttindarsáttmálum" að mínu viti (ekki trú)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:40

23 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

held reyndar að náttúran sé svo stór að hún hafi skapað siðferðiskjarnan í hjörtum okkar og ...sólkerfið

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:42

24 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Æ, það er svo erfitt að ætla sér að ræða þetta á þessum level.

Anna, ég trúi eins og Einstein. Þá er ekkert hægt að segja að Guð segi eitt í dag og annað á morgun, eins og þessi kona gerir. Eða hvernig getur slík breyting á skoðun átt við um heilt univers?

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:45

25 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Guð Einsteins og Galileos.

Einstein (my hero):

"If one purges the Judaism of the Prophets and Christianity as Jesus Christ taught it of all subsequent additions, especially those of the priests, one is left with a teaching which is capable of curing all the social ills of humanity.
It is the duty of every man of good will to strive steadfastly in his own little world to make this teaching of pure humanity a living force, so far as he can.
If he makes an honest attempt in this direction without being crushed and trampled under foot by his contemporaries, he may consider himself and the community to which he belongs lucky."

 Albert Einstein - Wikiquote 

Ég segi nú eins og konan hans á að hafa sagt: "Ég botna ekkert í afstæðiskenningunni (sem hefur ekkert með siðrænt afstæði að gera, b.t.w.), en ég veit að hann Albert minn er góður maður sem segir það sem hann veit sannast. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:53

26 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Einstein var ekki trúaður...hann sagði bara að guð kastaði ekki teningum...og það lýsir alveg þessu vandamáli sem við höfum rætt! Þetta er hinsvegar svo stórt Gréta mín að ég og þú leysum þetta ekki hér á moggabloggi. Einstein vissi af þessu og nú höfum við 2 rætt þetta...en vandamálið er til staðar!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:54

27 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"En þá er Guð ekki ástæða siðferðisgildisins, hann er bara upplýsingaveita."

Eru upplýsingaveitur eitthvert "bara"? Eru þær ekki mikilvægar til þess að vita hvað er að gerast? Hvað með BBC, er sú virta fréttaveita bara fréttaveita, eða er hún ein virtasta fréttaveita í heimi?

"Trúmaðurinn er þá engu nær en trúleysinginn um hinn endanlega grundvöll siðferðisgilda."

Samkvæmt ofangreindu ættum við líka að vera "engu nær" eftir að hafa horft eða hlustað á viðkomandi sjónvarps/útvarpsstöð, þ.e.a.s. BBC, í dæminu sem ég tók.

(Vissulega rétt ef við værum að ræða um DV (eða Rúv, myndi einhver segja) 


Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 19:04

28 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Albert Einstein var auðvitað ekki trúaður í hefðbundinni, kirkjulegri merkingu þess orðs, ef fólk vill endilega halda sig við hana. En af hverju ætli þessi löngu gengni vísinda- og gáfumaður hafi velt svona mikið og oft fyrir sér spurningum um trú og samfélag, ef þetta er allt bull og vitleysa? Af hverju talaði hann svona mikið um Guð (með stórum staf)?

Anna, hvað þýðir þessi setning:

I´m a deeply religious non-believer - ? 

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 19:15

29 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gréta mín...nú er ég hætt að fylgja þér...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.12.2007 kl. 19:16

30 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Nei, Anna, við skulum fá okkur kvöldmat - svo við deyjum ekki úr hungri!

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 19:18

31 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"A deeply religious non-believer."

Þetta er setning sem DoctorE kom með í umræðu hjá séra Svavari (það er að segja samræðu við mig, öllu heldur!), algjörlega úr öllu samhengi, og mátti álíta að Einstein hefði sagt þetta um sjálfan sig einhvern tíma.

Núna fann ég á netinu í umræðu á netinu um trúmál hvaðan þetta er tekið, (þau eru víðar rædd en á moggablogginu þessa dagana): 

"George - 05 October 2007 09:21 PM

We have all heard it before: “"I believe in Spinoza’s God who reveals himself in the orderly harmony of what exists, not in a God who concerns himself with the fates and actions of human beings.” Dawkins called his chapter about Einstein “A deeply religious non-believer” and most atheists claim that Einstein didn’t believe in god.

I am now reading Einstein’s biography by W. Isaacson and today I came across the following where Einstein says: “There are people who say there is no God, but what makes me really angry is that they quote me for support of such views.” Isn’t this precisely what Dawkins did in his book? IMO, Dawkins is wrong to compare himself to Einstein when he says in The God Delusion that he is religious in the same sense as Einstein. He is not. Dawkins is cherry picking.

(I never thought I was going to disagree with Dawkins. Oh, well.downer)"

 CFI Forums| Einstein´s God

Wikipedia: Walter Isaacson 

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 22:07

32 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

* Feitletranir í tilvitnun eru mínar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 22:08

33 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Einstein Papers Project

Síðustu skjölin í safninu voru gerð opinber 2006. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband