26.12.2007
Um stíga, stiga, lyftur og gryfjur
Mér datt í hug,...varðandi stiga, sem eins og kunnugt er, má oftast ganga bæði upp og niður...
Fyrir ofan gamla samkomuhúsið á Akureyri (núverandi leikhús) stendur Menntaskólinn á Akureyri. Stígur liggur upp hlíðina og nefnist "menntavegurinn". En sé þessi sami stígur genginn niður í móti nefnist hann "glötunarvegurinn".
(Vonandi leiðréttir mig einhver ef ég fer hér rangt með).
Í augum hins ofur-lofthrædda getur stigi, sem öðrum sýnist auðgenginn, vafalaust virst álíkur illkleifu einstigi.
Sums staðar eru lyftur í háhýsum. Til er fólk sem þjáist af lyftufóbíu, og getur þess vegna ekki notað slíka samgöngubót, nema því fylgi svo mikill angist að því liggur við andláti af hennar völdum.
Það hlýtur að vera mjög erfitt að þjást bæði af lyftufóbíu og lofthræðslu. Þá verður fólk að halda sig við jörðina. - Eða leita svara ofan í henni, eins og maðurinn í japönsku kvikmyndinni "Konan í sandinum" (sem er sú bíómynd sem, af mörgum ástæðum, hefur orðið mér minnisstæðust um dagana).
Myndina af börnum á leið upp menntaveginn fékk ég lánaða (tók traustataki!) af opinberri Picasa-Google-síðu HILDAR
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Menntun og skóli, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:14 | Facebook
Bloggvinir
-
Valgerður Sigurðardóttir
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Brattur
-
Brynja skordal
-
Brynjar Jóhannsson
-
Calvín
-
Dunni
-
Egill Bjarnason
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Elías Stefáns.
-
Gestur Guðjónsson
-
Gullvagninn
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðjón H Finnbogason
-
Guðmundur Helgi Helgason
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Haraldur Bjarnason
-
Heidi Strand
-
Heiða B. Heiðars
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Húmoristaflokkurinn
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur
-
Isis
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jonni
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Jón Axel Ólafsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Júdas
-
Júlíus Valsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kolbrún Hilmars
-
Kristján G. Arngrímsson
-
Kári Harðarson
-
Linda
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Orgar
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Ragnar Freyr Ingvarsson
-
Ragnar Geir Brynjólfsson
-
Ragnheiður
-
Ragnhildur Jónsdóttir
-
Rut Sumarliðadóttir
-
Salmann Tamimi
-
Sema Erla Serdar
-
Signý
-
Sigurður Sigurðsson
-
Steinar Immanúel Sörensson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Ólafsson
-
SM
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Toshiki Toma
-
Vefritid
-
Viggó H. Viggósson
-
Villi Asgeirsson
-
Yousef Ingi Tamimi
-
hreinsamviska
-
molta
-
Ágúst Hjörtur
-
Ár & síð
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Þorleifur Ágústsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórdís Katla
Myndaalbúm
268 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er nú ein af þeim sem er frekar lofthrædd. En þetta er skemmtilegur fróðleikur um menntaveginn og glögunarveginn heheh.... En litli stubburinn minn er með lyftufóbíu, og við vorum í nokkra daga á Benidorm, vorum á 8 hæð og fyrstu dagana fór hann alltaf stigan af hræðslu við lyftuna, svo loks tók hann í sig kjart og fór með okkur í lyftuna, það stóð í tvo daga, þá fór rafmagnið af endilega þegar við vorum að fara upp í lyftunni. Eftir það tókum við öll stigann frekar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2007 kl. 11:54
Ég er svo sem ekki bangin við að fara í lyftu, en ég hugsa að ég yrði nú ekkert rosa happý með að sitja föst milli hæða, ég er nefnilega með snert af innilokunarfóbíu. - Og svo fæ ég líka hálfgerðan svima í mikilli hæð. Til dæmis datt mér ekki í hug annað en að liggja á maganum á brúninni þegar ég kíkti fram af Látrabjargi!
Annars er ég oft mun lofthræddari fyrir annarra hönd en mína eigin, ef þú skilur hvað ég á við.
Það getur verið erfitt að vera með svona fóbíur, af hvaða tagi sem er. Stundum mætir fólk lítilli samúð þeirra sem finnst þetta ekkert mál.
Ég man eftir konu sem píndi sig með lyftu upp í turninn á Hallgrímskirkju, þó hún væri með lyftufóbíu, hún var náföl og skjálfandi þegar hún kom niður aftur. Margir hættu líka við að fara upp þegar þeir heyrðu að það væri enginn stigi.
Ég fór einu sinni upp í dómkirkjuna í Köln - þar er ekki lyfta, heldur ótal (eða þannig) þrep, ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég var loksins komin upp. Að vísu uppgötvuðust veikindi mín svo seinna um árið, svo það var kannski ekkert skrítið að ég væri máttlaus eftir stigagönguna.
Annars var það lengi vel draumur minn að stökkva úr fallhlíf - en ætli ég framkvæmi hann nokkurn tíma úr þessu.
Annars spannst þessi pistill minn eiginlega út frá andlegum stigum og stígum, í tilefni þess að í annarri umræðu var ég eitthvað að spá í fólabeinsturna og hvort þeir sem í þeim búa þurfi ekki að eiga stiga til að skreppa niður úr þeim...
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.12.2007 kl. 13:40
...og fólabeinsturna átti auðvitað að vera "fílabeinsturna"...
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.12.2007 kl. 13:44
ég er lofhrædd í háumhælum
en lyftur hræða mig ekki.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 27.12.2007 kl. 14:24
Ég er hrædd um að snúa mig um ökkla eða stingast á hausinn á háum hælum...
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.12.2007 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.