Leita í fréttum mbl.is

Alvöru karlmaður

Ætli biskupinn yfir Íslandi hafi líka munað eftir Blackadder þegar hann samdi jólaprédikun sína?:

"- Líka við karlmennirnir, munum eftir honum Jósef! Ekki síst andspænis þeim tíðaranda sem leitast við að ræna karlmanninn karlmennsku sinni, og virðing sem maður, sem faðir, ábyrgur fyrir lífi sínu og afkvæma sinna, lífi og heill, andlegri og líkamlegri."

Eitt er víst, að snemma hefur slíkur tíðarandi sagt til sín, að karlmenn gerðust kvenlegir (þó það hafi víst frekar verið atlögur í ætt við ósmekklegar jólaóskir frægs femínista sem biskup átti við með þessum orðum?) Til dæmis gengu víst karlmenn sem tolla vildu í tísku þeirra ára sem eftirfarandi myndband gerist á , í sokkabuxum, eins og kemur fram í því:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þessi er góður! Kalli væri fínn í sokkabuxum, reyndar mætti alveg taka þá tísku upp aftur (ef ég þarf ekki að ganga í þeim!)

En Blackadder er alltaf fínn.

Brynjólfur Þorvarðsson, 28.12.2007 kl. 20:13

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held nú þvert á móti, Binni minn, að Kalli biðji Guð þess lengstra orða að forða sér frá þvílíkum ósóma. Hann vilji helst af öllu fá að vera áfram í venjulegum síðbrókum innan undir kjólnum, - í versta falli föðurlandi, - en alls ekki sokkabuxum!

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.12.2007 kl. 04:50

3 Smámynd: Vendetta

Það gleður mig, að þér líkar við Blackadder. Hann er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Það bezta í brezkum húmor. Enda á ég alla þættina á CD (fékk þá ódýrt í Svíþjóð og sparaði þar með trilljón krónur).

Vendetta, 30.12.2007 kl. 21:04

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Brezkur húmor er einfaldlega beztur.

Þó Almodóvar sé til dæmis líka góður húmoristi: Kika

Tati, Chaplin.

Og Frakkarnir sem gerðu Delicatessen, : Jean-Pierre Jeunet og Marc Caro

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.12.2007 kl. 21:32

5 Smámynd: Vendetta

Við höfum séð nokkrar myndir eftir Almodóvar, þ.á.m. Todo sobre mi madre og La mala educación. En sú fyndnasta af myndum hans að minu mati er Mujeres al border del ataque nervioso. Hommar og klæðskiptingar eru gegnumgangandi tema í myndum hans.

Vendetta, 31.12.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.