2.1.2008
Gera TRÚARBRÖGÐ þjóðirnar betri?
Ég horfði á myndband fyrir nokkru síðan á síðu DoctorE, sem hefur orðið mér svo minnisstætt að ég ákvað að birta það hér á síðunni minni.
Það er stór spurning hvort það séu eingöngu TRÚARBRÖGÐ sem valda því hvernig þjóðirnar raðast á listann á þessu myndbandi.
Hér á Íslandi hafa Norðmenn löngum vera taldir full heilagir fyrir okkar smekk (?). Og eins og mörgum er kunnugt sem hafa kynnst þeirri þjóð, þá verður að telja Breta mjög umburðarlynda svona yfirleitt, eitthvað í karakter þjóðarinnar, álít ég, sem gerir þá ekki ginnkeypta fyrir öfgum, hingað til að minnsta kosti, og eitt er víst að HÚMOR þeirra er óborganlegur. Japanir eru hins vegar ekki þekktir að því að vera miklir húmoristar hér á vesturlöndum, en kannski er þeirra húmor bara svona mikið öðruvísi en okkar?
Svo þykir mér þarna einum of mikil einföldun á ferð. Að mínu áliti er til dæmis BNA alls ekki trúaðasta þjóð í heimi. Þau raða sér einfaldlega, ásamt ýmsum arabaþjóðum, á bekk með þeim ÖFGAFYLLSTU. Sem sést á því að í þessu myndbandi virðast þeir einir álitnir trúaðir sem eru KRISTNIR. Bara þessi setning í upphafinu "USA is one of the most religious countries in the world" finnst mér lýsa bæði mikilli einfeldni og hroka.
Og þetta hér: "The USA is the most religiously developed country in the world" (!)
Sem er þó auðvitað rétt, sé átt við trú á veldi MAMMONS (og þar róa Gyðingar nú heldur betur undir, hefur mér sýnst; eru þeir þó alls ekki kristnir).
Ætli Japanir séu til dæmis ekki alveg eins trúaðir og Bandaríkjamenn, það er að segja trúir sínum BÚDDISMA (þar sem ekki er boðuð trú á einn guð)?
Gaman að spá í þetta...
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:36 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
4 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mitt álit er að trú er mannskemmandi og ég stend við það, það verður aldrei von um frið í heimi okkar á meðan trúarBRÖGÐ eru til, simple as that.
En hey gleðilegt ár Gréta og takk kærlega fyrir kortið!!
DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 13:59
Gleðilegt ár, DoctorE, þú yndislegi spaugari og samfélagsrýnir!
Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 14:03
Þó þú sért kannski/sennilega ekki hrifinn af því að vera kallaður "yndislegur"!
Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 14:05
Hef trú á trú og góðum hug, en finnst oft eins og allir púkar helvítis hafi fengið hempu í gegn um tíðina og etji mannfólkinu þannig gegn hvoru öðru, sem talsmenn Guðlegs máttar á jörðu.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.1.2008 kl. 15:56
Gleðilegt ár Greta mín! Við þurfum öll að muna að trú og trúarbrögð er alls ekkert það sama og stundum langt frá því.
Hafðu það gott á nýju ári, knús og kveðjur, sjáumst fljótlega Greta
Ragga
Ragnhildur Jónsdóttir, 2.1.2008 kl. 16:05
Held að trú(sama á hvað) geti verið mjög öflugt vopn til ills en ekki síður til góðs. Allir stórir menn hafa notað eitthverskonar trú til að stjórna hópum, það getur verið trú á einræði/lýðræði, gegn ákveðnum hópum, með ákveðnum hópum á eitthvað yfirnátturulegt. Sterkar skoðanir sem lætur fólk trúa því að hlutirnir geta verið betri ef þeir bara.... OG þar sem fullorðnir eru oft svo hræddir og þreyttir þá bara fylgja þeir blint á eftir. Betur fer er til fullt af góðu fólki sem notar trúnna til góðs.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.1.2008 kl. 16:52
Ég líklega frekar húmanisti frekar en trúleysingi, þar sem ég trúi á sjálfan mig...
En ég trúi því að trú innan "skynsamlegra" marka sé góð því oftar en ekki, því eru það góð gildi sem kennd eru.
Það eru iðullega einhverjir öfgamenn innan ákveðinna sella í trúafélögum sem brengla og afmynda merkingu trúarbóka.
Fáfræði er líka það sem ógnar samfélaginu, eins og kom fram í þessu ágæta myndbandi(sem býður þó upp á mjög takmarkaða sýn).
Og ef að fólk er að fara með staðreyndir í trú þá er um að gera að kynna sér efnið.
Því Japanar eru ekki almennt búddatrúar, opinberlega eru það trúlaus þjóð og fer fólk afskaplega hversdagslega með þá trú sem iðkuð er í landinu.
Shinto og búddismi eru í raun iðkuð sem ein trú, og velur fólk bara í raun það því hentar að trúa.
Svo er líka kristniboð í Japan.
Bara að uppfræða þig ;)
Sindri Svan (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 17:12
Sindri, minntist ég einhvers staðar á opinbera, eða ríkis trú í Japan? Það að þeir hafi ekki "þjóðkirkju" þýðir ekki endilega að þeir séu trúlausir. Þó virst gæti að bæði þú og biskupinn haldi það.
Hefur þú handbærar einhverjar tölur um trúabrögð Japana, hvaða trúarbrögð þeir aðhyllast, eða ekki, almennt, í prósentum?
Ástæðan fyrir því að það kemur fram í myndbandinu að 80% þeirra trúa ekki á Guð er sú að Búddismi er einfaldlega ekki eingyðistrú. Það þýðir þó ekki að Japanir séu trú-lausir.
Ég veit ekki betur en að á Íslandi, og víðar, velji fólk einnig sjálft hverju það hentar að trúa. Það er helst í Bandaríkjunum að enn séu stundaðar "nornaveiðar" gegn þeim sem ekki játa kristna trú.
Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 17:23
Grein í Wikipediu:
"Shinto and Buddhist teachings are deeply entangled in Japanese everyday life, though the Japanese people themselves may not be aware of it. "
Þýðing: Gildi (teachings) Shinto og Búddisma eru sterklega samofin hversdagslífi Japana, þó japanska þjóðin geri sér ef til vill ekki grein fyrir því.
Ekki frekar en Íslendingar gera sér almennt grein fyrir því hve kristni er samofin menningunni hér á landi.
Religion in Japan
Bara að uppfræða þig, Sindri
Þó vafalaust séu margir Íslendingar, Japanir OG Bandaríkjamenn fyrst og fremst materíalistar. Bandaríkjamennirnir fyrst og fremst mestu hræsnararnir.
Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 18:17
Ragga mín, þú hefur hárrétt fyrir þér (#5)
Í ljósi þessa ætla ég að leyfa mér að breyta fyrisögninni og textanum mínum í samræmi við þessa ábendingu þína, þó maður eigi strangt til tekið ekki að fikta í texatanum sínum eftir að maður er búinn að birta hann hér.
Breyting á fyrirsögn og texta kl. 18:33: Orðinu TRÚ breytti í TRÚARBRÖGÐ.
Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 18:34
Hmm kannski kem ég til með að brosa í gegnum tárin eftir þessa könnun hjá þér Gréta ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 19:26
Doksi á þig
Þorsteinn, það mætti stundum álíta það.
Tveir hinna guðlegu hafa nú dæmt mig til vísisloga, eða kannski ég sleppi með hreinsunareld, þar sem ég játa ekki trú á upprisu holdsins. Eða fara þeir vantrúuðu ekki þangað eftir dauðann, samkvæmt því sem þeir boða?
Reyndar var trúleysingi einn hér á blogginu búinn að gera slíkt hið sama, þar sem ég játast ekki undir að þurfa að kála nánum ættingjum mínum fari þeir ekki að vilja mínum, til að geta talist kristin.
Nanna, góð pæling hjá þér.
Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 21:00
Þetta átti náttúrulega að vera "víTisloga" en ekki "vísisloga"; ég held að það sé ekki nein hætta á að ég verði tekin á beinið á visir.is eftir andlátið!
Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 21:41
http://binntho.blog.is/blog/binntho/entry/402516/#comment939043
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.1.2008 kl. 21:59
Anti-semitismi undir rós er ekkert fallegri en hinn. Jesús var gyðingur og það var engin tilviljun. Af mínum persónulegu kynnum af gyðingum, verð ég að segja að þessi hámenningarlega og gáfaða þjóð sem hefur oft þurft að líða fyrir að beygja sig hvergi undir meðalmennskulegar hugmyndir og hatur og afbrýðissemi vegna einstaklega góðs atgerfis hennar (meira en 30% af nóbelsverðlaunahöfum eru gyðingar (sem eru aðeins lítil þjóð að fjölda, þó þú teljir alla í heiminum saman), sérlega afreksmenn í læknavísindum sem hafa bjargað lífi milljóna, svo sem maðurinn sem fann upp pencilín, sem þú eins og flestir þekkir væntanlega einhvern sem væri dauður án), eru örlátasta og umburðarlyndasta fólk sem ég hef persónulega kynnst um æfi daga mína.......
Það er ekki heldur tilviljun að Karl Marx og aðrir hugmyndasmiðir velferðarkerfis þess sem þú lifir við, og höfundar okkar stjórnmálakerfis, voru nær allir (og allir þeir mikilvægustu) gyðingar að ætt rétt eins og hinn merki Jesús.
Öfund er smán þeim sem sýnir hana.
Shalom (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 03:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.