Leita í fréttum mbl.is

Æ, æ...

592px-ReligionSymbolÉg má hvergi vera memm...Crying

Ég má ekki vera kristin, vegna þess að ég trúi ekki á upprisu holdsins eða eilíf endalok hinna trúlausu. Pinch

Ég má ekki vera húmanisti, vegna þess að ég er ekki trúlaus. Errm

Vill ekki einhver segja mér hvort ég megi einhvers staðar vera memm... Woundering

Jú, ég veit, í Guðspekifélaginu...og svo er ég líka í fimmtudagsklúbbnum...InLove

Góða nótt! HeartSleeping...þó örugglega séu nú flestir bloggvinir mínir sofnaðir, enda löngu kominn háttatími. Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Og svo má ég auðvitað vera í "Gretufélaginu"

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 03:40

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Quote of the Day
The art of life is to know how to enjoy a little and to endure very much.
William Hazlitt

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 03:41

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Það er nokk sama hvað við höldum,Jesú elskar þig og vissulega mig sama hvað okkur nú finnst um það.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 6.1.2008 kl. 10:16

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

af hverju máttu ekki vera húmanisti?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.1.2008 kl. 11:15

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Anna, vegna þess að samkvæmt því sem Svanur segir þá er enginn samkvæmt nútíma skilgreiningu sannur húmanisti nema hann sé trúlaus, - og það er ég ekki!

Annars ber ekki að taka þessa færslu hátíðlega.

Já, Úlfar, Jesú elskar alla.

Promecius.

Ég veit að það þarf ekki að trúa á upprisu holdsins í bókstaflegri merkingu hjá lúthersku kirkjunni til þess að vera álitinn kristinn, Guði sé lof, þó JVJ (og e.t.v. kaþólska kirkjan) segi það skilyrði fyrir að geta kallað sig það.

Annars hefði trúarjátningunni varla verið breytt úr "upprisu holdsins" í "upprisu mannsins". Að vísu heldur sóknarpresturinn minn sig við "upprisu holdsins" og varð ég mjög hissa fyrst þegar ég heyrði það, en hann útskýrði það þannig að samkvæmt þeim skilningi sem hann leggur í orðið þýði hold á þessum stað "öll lifandi sköpun". Þannig er ég mjög sátt við að nota þetta orð og segi "holdsins" af innlifun við messu hjá honum.

Ég hef hins vegar ekki lagt í, eða fengið tækifæri til, að ræða við hann hugmyndir mínar um endurholdgun. Sem ég trúi að sé tilfellið að sé hluti af því sem gerist "hinum megin við glæruna", eins og ein bloggvinkona mín nefnir dauðann. Ég trúi að við endurfæðumst og að það sé ekki refsing, heldur  þvert á móti fái sálin á þann hátt endalaus tækifæri til að betrumbæta sig og bæta fyrir syndir sem hún hefur framið í fyrri lífum, þangað til hún nær þeirri fullkomnun að þurfa ekki að endurfæðast, heldur horfið aftur til sinna upprunalegu heimkynna, þaðan sem hún kom í upphafi, það er sameinast hinu guðlega afli (horfið inn í Guðsríki, eins og strangkristnir myndu kalla það. Þanni trúi ég að tilvist sálarinnar sé löng vegferð, þangað til fullkomnun er náð.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 13:22

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er undir okkur sjálfum komið hversu löng sú vegferð verður, þar sem við erum dæmd hinum megin í samræmi við gerðir okkar í þessu lífi. Ef við breytum vel, verður hlutskipti okkar betra og við þokumst upp á við í sálarlegu tilliti, ef illa þá verður okkar næsta jarðlíf brösugt.

Þetta þýðir alls ekki það að okkur beri að líta svo á að allir sem búa við erfitt hlutskipti í lífinu séu þannig staddir vegna einhverra afbrota sem þeir hafi framið í fyrri lífum, það þarf alls ekki að vera. Alveg eins geta þannig aðstæður verið áskorun og verkefni fyrir okkur hin sem erum betur stödd til að koma inn í þær aðstæður og gera okkar besta til að breyta þeim.  Ef við gerum ekkert sitjum við enn á sama stað andlega, en ef við reynum að gera eitthvað fyrir aðra, og okkar eigin þroska í leiðinni þokumst við hænufet í átt til guðdómsins.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 13:28

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ef við erum hins vegar full eigingirni og hroka, eða brjótum á rétti annarra er það skref aftur á bak. Eins og þjóðskáldið Jónas sagði er okkur gjarnt að þokast annað hvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 13:30

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sálmur Sb.96

Fögur er foldin,
heiður er Guðs himinn,
indæl pílagríms ævigöng.
Fram, fram um víða
veröld og gistum
í Paradís með sigursöng.

Kynslóðir koma,
kynslóðir fara,
allar sömu ævigöng.
Gleymist þó aldrei
eilífa lagið
við pílagrímsins gleðisöng.

Fjárhirðum fluttu
fyrst þann söng Guðs englar,
unaðssöng, er aldrei þver:
Friður á foldu,
fagna þú, maður,
frelsari heimsins fæddur er.

Matthías Jochumsson

Með komu sinni á jörðina stytti Jesú fyrir okkur leiðina sem sálin þarf að fara um heilan helling, það er að segja með vegvísi sínum til betri breytni, og frelsaði okkur þannig frá leið sem við hefðum annars þurft að fara um þyrnum stráðar brautir.

Þó held ég að fáir rati, þrátt fyrir góða leiðsögn, samt sem áður beinustu leið, eða séu svo skuldlausir að þeir geti sleppt úr áföngum, heldur þurfi flestir að gista hina ýmsu samastaði sem hann tilreiðir okkur, þó þeir séu þó allir hjá syni hans, áður en lokatakmarkinu er náð.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 13:53

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Í athugsemd #7 sagði ég að við yrðum dæmd í samræmi við gjörðir okkar í lífinu = þarna átti ég við að við dæmum okkur auðvitað í raun og veru sjálf, með þeim gjörðum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 14:48

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...í samræmi við einfalt lögmál um orsök og afleiðingu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 14:49

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Staða mála í Ísrael í dag gæti stemmt við þá kenningu að þar hafi margir nasistar endurfæðst sem Gyðingar, eftir að heimsstyrjöldinni lauk og nýtt ríki var stofnað þar...

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 14:55

12 identicon

Það mega allir halda upp á mig sko ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 15:01

13 Smámynd: Mofi

Greta, ef maður leitast við að finna hóp sem er algjörlega sammála manni í einu og öllu þá held ég að maður ætti að sætta sig við það sem fyrst að vera bara einn það sem eftir er. Ég er ósammála mörgum af mínum "trú" syskynum en þau umbera mig samt og ég þau.

Varðandi upprisu holdsins, ( svakalega er þetta neyðarleg setning ). Afhverju er erfitt að trúa að Guð geti endurskapað líkama þeirra sem hafa dáið?  Afhverju er auðveldara að trúa að ný börn séu einstaklingar sem voru til en eru nú að fá annað tækifæri í öðrum líkama?  Hvaðan koma allar þessar nýju sálir þar sem að það eru sex miljarðar manna nú á jörðinni en voru aðeins um tvö hundruð miljónir fyrir sirka tvö þúsund árum?

Mofi, 6.1.2008 kl. 16:28

14 Smámynd: Ingólfur

Greta, þú ert þeirrar trúar sem ég virði hvað mest, þinnar eigin.

Þú lætur ekki fyrirfram skilgreiningar eitthverra annarra segja þér hvað sé rétt og hvað rangt heldur tekur afstöðu miðað við þína sannfæringu. (þú afsakar það ef þetta er röng skilgreining á þinni trú)

Sem betur fer ertu ekki um þessa trú en hins vegar passar hún kannski ekki svo vel í trúfélög né hvers konar isma. Hins vegar hefur það engin áhrif á það hversu rétt maður hefur fyrir sér hvort maður tilheyrir fjölmennum samtökum þar sem allir eru sammála.

Ég er sjálfsagt í svipaðri stöðu, er forlagatrúar trúleysingi. 

Ingólfur, 6.1.2008 kl. 18:47

15 Smámynd: Vendetta

Greta, haltu bara þínu striki. Láttu ekki neinn Svan segja þér hvað þú ert eða setja þig í bás. Ég lít á þig sem eina af þeim kristnu manneskjum, sem getur hugsað sjálfstætt. Það er aðalatriðið. Það skiptir engu máli hvað einhverjir tréhausar halda um þig.

Ég er sjálfur húmanisti (eftir minni eigin skilgreiningu), en ekki trúlaus, þótt ég trúi hvoki Jehóva né líf eftir dauðann. Og hef líka auglýst Guðspekifélagið á blogginu mínu.

Vendetta, 6.1.2008 kl. 19:13

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já Gréta mín, tek undir þetta. Sjálf trúi ég á hið stóra samhengi og að sannleiksleytin sé göfug...og þess vegna er guðinn í bibliubókinni mér fremur andstyggilegur.  Sérstaklega allt sem tengist skipulögðum trúarbrögðum, var að sjá myndina "gyllti áttavitinn" í dag og er undir áhrifum enn þá.  Þú ættir að skella þér á þá mynd, þær verða 3 og bækurnar eru æði.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.1.2008 kl. 19:55

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kæru blogvinir, ég þakka ykkur kærlega fyrir öll ykkar uppörvandi orð. Mér þykir vænt um ykkur öll.

Anna, ég verð endilega að sjá þessa mynd sem þú talar um, takk fyrir ábendinguna. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 20:22

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mofi, svo ég reyni nú aðeins að diskútera þetta við þig.

Af hverju ættum við að vilja rísa upp í endursköpuðum líkama, þeim sama og við fæddumst í? Hvað með alla þá sem fæddust bæklaðir eða veikir?

En líklega trúa aðventistar að Guð geri það heilt sem var bæklað eða veikt, um leið og hann endurskapar líkamann. Samt sé ég ekki alveg hverju það ætti að þjóna að búa sama líkamann til upp á nýtt - finnst þetta mjög skrítin hugmynd, satt að segja, þú fyrirgefur. - Ég á reyndar skyldfólk sem er aðventistar, en við ræðum aldrei trúmál. 

Svo ég útskýri betur mína kenningu: Auðvitað koma alltaf inn nýjar sálir, og örugglega hverfa líka eldri sálir inn í - hvað eigum við að kalla það - dýrðina? Þetta er á sama tíma bæði stöðug fram- og hringrás. Hvaða tilgangi þetta allt þjónar er erfitt að skilja, enda er okkur ekki ætlað að skilja það, ekki að svo stöddu að minnsta kosti.

Og þá erum við komin að því sem að mér finnst mikilvægast í þessu öllu saman: Það er það að það skiptir ekki svo miklu máli að vita hvað tekur við eftir dauðann. Það er hægt að vera með alls konar tilgátur og kenningar um það, án þess að hægt sé að sanna eitt eða neitt um það fyrir öðrum. Meira máli tel ég að skipti að lifa grandvöru lífi, það er að segja að reyna að fara eftir því sem segir í bæn Frans frá Assisi, sem ég reikna með að þú þekkir. 

Sem sér, hérna megin grafar (eða duftkers!) vitum við ósköp fátt um hvað tekur við eftir dauðann, maður fær víst ekki að vita um þetta með neinni öruggri vissu fyrr en maður "upplifir" hann sjálfur.

Það er að segja, nema trúleysingjarnir hafi rétt fyrir sér - og þá veit maður auðvitað og einfaldlega ekki neitt af sér eftir dauðann, þar sem maður er ekki lengur til! En harla finnst mér það nú ósennilegt, miðað við það sem er til af lýsingum frá fólki sem hefur "dáið" en verið endurlífgað. Þá einnig af lýsingum fólks sem fer sálförum, en ég þekki fólk sem hefur slíka reynslu, þó ég hafi aldrei viljað spyrja það meira út í þá reynslu en það hefur sagt frá að fyrra bragði. Það er vegna þess að ég tel ekki rétt að grufla of mikið út í slíkt, frekar en að reyna að komast að því hvað tekur við - eitthvað hlýtur að koma til að eitthvað slíkt er einum opið, og öðrum ekki, - og eins og ég sagði áðan, þá álít ég að við eigum fyrst og fremst að horfa í kringum okkur hér í þessu lífi - allt hefur sinn tíma.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.1.2008 kl. 05:36

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sem sér=les: sem sé

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.1.2008 kl. 05:39

20 Smámynd: Mofi

Greta
Af hverju ættum við að vilja rísa upp í endursköpuðum líkama, þeim sama og við fæddumst í? Hvað með alla þá
sem fæddust bæklaðir eða veikir?

Í nýjum líkama sem er laus við allt það sem hrjáði okkur hér.

Greta
En líklega trúa aðventistar að Guð geri það heilt sem var bæklað eða veikt, um leið og hann endurskapar líkamann. Samt sé ég ekki alveg hverju það ætti að þjóna að búa sama líkamann til upp á nýtt - finnst þetta mjög skrítin hugmynd, satt að segja, þú fyrirgefur. - Ég á reyndar skyldfólk sem er aðventistar, en við ræðum aldrei trúmál. 

Okkar líf er í líkama, Biblían talar um að sálin er lífs andi Guðs í líkama. Svo einhver önnur tilvera, einhver andi eða eitthvað þannig er eitthvað sem við höfum enga reynslu af né neina Biblíulega ástæðu til að trúa á. Leiðinlegt hvað fólk talar sjaldan um trúmál og hve oft það fer í leiðindi. Ætti alls ekki að vera þannig.

Greta
Svo ég útskýri betur mína kenningu: Auðvitað koma alltaf inn nýjar sálir, og örugglega hverfa líka eldri sálir inn í - hvað eigum við að kalla það - dýrðina? Þetta er á sama tíma bæði stöðug fram- og hringrás. Hvaða tilgangi þetta allt þjónar er erfitt að skilja, enda er okkur ekki ætlað að skilja það, ekki að svo stöddu að minnsta kosti.

Ég sé þetta þannig að þeir sem velja illsku í þessu lífi þeir muni bara halda áfram að gera það í næsta lífi. Ef fólk væri alltaf að batna þá væri heimurinn að batna en miðað við hvernig hann er í dag, hve margir eru í stríði, hve margir eru hungraðir og svo framvegis þá er heimurinn aðeins að versna.  En segðu mér aftur, hvaðan koma sálirnar?

Þetta með endurholgun, hvaðan færðu þínar upplýsingar, hver er það sem þú setur traust þitt á að þetta sé sannleikurinn?

Greta
Og þá erum við komin að því sem að mér finnst mikilvægast í þessu öllu saman: Það er það að það skiptir ekki svo miklu máli að vita hvað tekur við eftir dauðann. Það er hægt að vera með alls konar tilgátur og kenningar um það, án þess að hægt sé að sanna eitt eða neitt um það fyrir öðrum. Meira máli tel ég að skipti að lifa grandvöru lífi, það er að segja að reyna að fara eftir því sem segir í bæn Frans frá Assisi, sem ég reikna með að þú þekkir. 

Við vitum hvað er rétt og hvað er rangt, Guð gaf okkur það í vöggugjöf. Við vitum að við munum deyja og Biblían segir að Heilagur andi mun sannfæra okkur um dóm. Svo ef maður skoðar boðorðin tíu þá veit maður hvort maður er sekur eða ekki, samviska manns sakfellir eða lýsir yfir sakleysi manns og maður ræður lítið yfir henni. Passar þetta við það sem þú "veist"?

Mofi, 7.1.2008 kl. 13:35

21 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mofi, ég þakka þér fyrir útskýringar þínar. Verð að játa að ég skil þó alls ekki hvað þú ert að fara með þessari síðustu, þar sem þú tala um að Heilgur andi muni sannfæra okkur um dóm?

Ég held að þú ættir samt ekkert að reyna að útskýra það frekar fyrir mér, fyrst ég skildi það ekki í fyrstu umferð, frekar en mér virðist þú skilja hvað ég er að fara, og verður það þá bara svo að vera. Mér virðist hugarheimur okkar einfaldlega of ólíkur til þess að við munum nokkurn tíma skilja hvort annað.

" Leiðinlegt hvað fólk talar sjaldan um trúmál og hve oft það fer í leiðindi. Ætti alls ekki að vera þannig."

Þetta er örugglega ástæðan fyrir því að við skyldfólkið ræðum ekki trúmál okkar á milli, þar sem við vitum að þar erum við jafnvel á öndverðri skoðun, út frá því sem maður veit t.d. um hverju sjöunda dags aðventistr trúa, í einföldum dráttum.

Okkur þykir einfaldlega of vænt um hverju um annað til þess að vilja stofna til leiðinda út af trúmálum, og þykir við hæfi að virða trúarleg viðhorf hvers annars með því að hafa hljótt um þau þegar við hittumst. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.1.2008 kl. 23:11

22 Smámynd: Mofi

Greta
Mofi, ég þakka þér fyrir útskýringar þínar. Verð að játa að ég skil þó alls ekki hvað þú ert að fara með þessari síðustu, þar sem þú tala um að Heilgur andi muni sannfæra okkur um dóm?

Aðeins það sem Biblían segir að sé Hans tilgangur eða markmið.

Greta
Okkur þykir einfaldlega of vænt um hverju um annað til þess að vilja stofna til leiðinda út af trúmálum, og þykir við hæfi að virða trúarleg viðhorf hvers annars með því að hafa hljótt um þau þegar við hittumst. 

Ég er nú að vísu að reyna að vinna í þessu, breyta þessu hjá að minnsta kosti þeim aðventistum sem ég kem...höndum mínum yfir. En ég veit hvað þú átt við og mér finnst það sorglegt.  Þú skildir slatta af spurningum frá mér ósvarað, á ekki að gera heiðarlega tilraun?

Mofi, 8.1.2008 kl. 18:31

23 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mofi, ég skil ekki enn þetta með að Biblían muni sannfæra okkur um dóm. Meinarðu að hún muni sannfæra okkur um að við verðum dæmd?

Svo ég útskýri nú þetta með fjölskylduna mína. Frænka mín, Sólveig Árnadóttir, er eiginkona Jóns Hjörleifs Jónssonar, sem lengi var prestur aðventista. Systurdóttir pabba er líka í söfnuðinum og börnin hennar þrjú, held ég líka, að minnsta kosti önnur dóttirin.

Hins vegar er pabbi minn með þekktari spíritistum þessa lands, að minnsta kosti meðal eldri kynslóðarinnar (tek það fram að spíritismi er EKKI trúarbrögð, og á það lagði pabbi alltaf ríka áherslu við okkur), hann var á tímabili formaður Sálarrannsóknarfélags Íslands. Hann var virkur í Guðspekifélaginu og flutti þar oft fyrirlestra um andleg mál. Hann var mjög trúaður, á sinn persónulega hátt, og í mun betri tengslum við almættið en margur annar, þar á meðal ég. Þetta mundu margir sjúklingar hans bera vitni um, ef eftir væri leitað. Hann var að mörgu leyti langt á undan sinni samtíð þegar kom að aðferðum og viðhorfum í læknisfræði.

Það fór ævinlega vel á með þessum tveimur mönnum, Úlfi og Jóni Hjörleifi, þegar þeir hittust. Milli þeirra ríkti virðing og væntumþykja. En ég heyrði þá aldrei ræða um trúmál sín á milli. Þar voru þeir örugglega og einfaldlega sammála um að vera ósammála.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.1.2008 kl. 23:39

24 Smámynd: Mofi

Greta
Mofi, ég skil ekki enn þetta með að Biblían muni sannfæra okkur um dóm. Meinarðu að hún muni sannfæra okkur um að við verðum dæmd?

Þetta er aðeins byggt á þessu versi hérna:

Jóhannesarguðspjall 16
7En ég segi yður sannleikann: Það er yður til góðs að ég fari burt því ef ég fer ekki kemur hjálparinn ekki til yðar. En ef ég fer sendi ég hann til yðar. 8Þegar hann kemur mun hann sanna heiminum hvað er synd og réttlæti og dómur.

Spurning hvað það þýðir... kannski er nóg að maður veit hvað er rétt og hvað er rangt þannig að þegar maður skoðar boðorðin tíu þá veit maður að maður er sekur og það er sú sannfæring sem er verið að tala um.

Greta
Það fór ævinlega vel á með þessum tveimur mönnum, Úlfi og Jóni Hjörleifi, þegar þeir hittust. Milli þeirra ríkti virðing og væntumþykja. En ég heyrði þá aldrei ræða um trúmál sín á milli. Þar voru þeir örugglega og einfaldlega sammála um að vera ósammála.

Takk fyrir þetta, mjög fræðandi.  Ég þekki Jón Hjörleyf og hann er alveg frábær. Gott að þeim kom vel saman, þannig á það að vera þótt fyrir að menn eru ekki sammála.

Mofi, 8.1.2008 kl. 23:47

25 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er sammála því að Jón Hjörleifur er frábær maður. Persónuleiki hans er heilsteyptur og geislandi; heilindi hans þarf enginn að efast um.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.1.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband