Leita í fréttum mbl.is

Merkileg tilviljun

kurt-vonnegutUm daginn fann ég á netinu myndband með viðtali við rithöfundinn Kurt Vonnegut, og skellti því hér á bloggið mitt, af því mér fannst hann segja svo margt gott í því. Þá vissi ég ekkert annað um hann en að hann hefði skrifað bækurnar "Sláturhús fimm" (sem hann gaf sjálfur einkunnina A-plús, á sínum eigin einkunnarskala fyrir bækur sínar) og "Guð laun, hr. Rosewater" (sem hann gaf slétt A). Joyful

Þegar ég fór síðan, degi seinna, að viða að mér efni í sambandi við skrif mín hér um húmanisma, komst ég að því, mér til óblandinnar ánægju, að Kurt Vonnegut var heiðursforseti American Humanist Association (ASA) til dauðadags, 11. apríl, 2007. Nokkurn heiður tel ég að hljóti að hafi falist í því, þó svo að hann sjálfur hafi kallað þessa stöðu "that totally functionless capacity"! LoL

Í framhaldi af þessu komst ég svo að því að Vonnegut trúði á æðri mátt. Halo - Þannig að nú get ég huggað mig við að þessi frægi rithöfundur var maður sem einhverjir aðrir húmanist viðurkenndu að væri sannur húmanisti, þó hann væri trúaður, - í víðasta skilningi þess orðs, að sjálfsögðu. - Þó svo að meðlimir Siðmenntar myndu sennilega ekki taka hann gildan sem slíkan, samkvæmt þeirra skilgreiningu á nútíma húmanisma. En það er ekki mitt mál (lengur). AlienSleeping 

- - - 

 Kærar þakkir fyrir aðstoðina, Kurt, hvar sem þú ert núna! HeartWink 

 Ég vona að ég hafi ekki verið að gera það undanfarið sem þú      baðst  um á teikningunni þinni, sem ég læt fylgja færslunni, að yrði  ekki gert... Blush

 En kannski léstu brenna þig...Whistling

 (Prófið að smella á myndina! Cool)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innlitskvitt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 17:18

2 Smámynd: Mofi

Ég er aðeins í banni hjá einum aðila hérna á blogginu og það er hann Svanur. Ég get ekki neitað því að mér finnst hann alveg einstaklega ómálefnalegur og leiðinlegur penni svo það kemur mér ekki á óvart að þú hafir lent svona í honum.

Mofi, 6.1.2008 kl. 21:54

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mofi, ég get alls ekki sagt að ég hafi "lent  í" honum Svani, þar sem ég það var ég sjálf sem stofnaði til samræðu við hann með því að svara greininni hans.

Og ég get alls ekki sagt, eða sakað hann um, að hafa verið með árásir á mína persónu,  þó svo að ég hefði gjarnan viljað geta sýnt honum fram á hvað ég á við með gagnrýni minni á túlkun Siðmenntar á skilgreiningu IHEU á húmanisma, sem mér sýnist vera á misskilningi  byggð og alltof þröng.

Það mætti frekar saka mig um fýlupokahátt fyrir að skrifa færsluna hér fyrir neðan, eða að vera með asnalega aulafyndni, kannski til að snapa mér smá samúð fyrir að geta sjá fram á geta aldrei kallað mig húmanista, þ.e.a.s. skv. skilgreiningu Siðmenntar.

Annars er með það eins og með svo margt annað, að ég missi ekki svefn yfir því hvað öðrum finnst um mig, svo lengi sem ég er sjálf með það á hreinu hvað ég tel vera mín hjartans mál. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.1.2008 kl. 22:29

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég hef (mér vitanlega) bara verið í banni hjá einum aðila hér á moggablogginu, og það var hjá hinni frægu (að endemum) Gerði Önnudóttur, sem nú er hætt að blogga.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.1.2008 kl. 05:02

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég var að skoða þetta viðtal við Kurt Vonnegut sem þú vitnar í, en þar sleppir þú rúsínunni í pylsuendanum á brandara hans um vitsmunalega hönnun.  (þú virðist ekki hafa skilið grínið eða bara óskað þér svona heitt að hann sé trúaður)  Hann þóttist vera kominn á þá skoðun að slík hönnun væri til (sbr textann sem þú tókst út), en það var bara í gríni gert.  Grínið kom í endann þar sem hann sagði "... þess vegna höfum við gíraffa, flóðhesta og ... clamp (eða clap)" ... og áhorfendur og þáttastýrandi skellihlóu.  Ég skyldi ekki síðasta orðið en þetta var greinilega grín og þáttastjórnandinn sagði að hann hefði ekki vitað hvert hann ætlaði með þetta í byrjun en nú vissi hann það.  Kurt hafði greinilega gaman af mótsagnakenndu (öfugsnúningi) gríni og fleira er í þessum dúr hjá honum í þessu stutta viðtali. 

Í móttökuræðu hans þegar hann fékk heiðursverðlaun Am Humanist Assoc. grínaðist hann með það af hverju hann gæti ekki talið hundinn sinn sem húmanista.

Svanur Sigurbjörnsson, 8.1.2008 kl. 23:24

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Var þetta þá ekki líka einn af þeim bröndurum hans sem ekki ber að taka of hátíðlega:

"If I should ever die, God forbid, let this be my epitaph:
THE ONLY PROOF HE NEEDED
FOR THE EXISTENCE OF GOD
WAS MUSIC

  • As quoted in "Vonnegut's Blues For America" Sunday Herald (7 January 2006)"

Ætli okkur sé samt ekki óhætt að trúa því að Vonnegut hafi þótt gaman að hlusta á tónlist...

Takk fyrir að benda mér á ræðuna! 

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.1.2008 kl. 02:13

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Svanur, kannski fattaði ég ekki grínið vegna þess að í mínum augum eru gíraffar, flóðhestar og "the clap" alveg jafn merkileg fyrirbæri og menn!

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.1.2008 kl. 02:53

8 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Það er greinilega ekki létt verk að túlka þessa hluti hjá Kurt og það þarf að skoða allt í réttu samhengi.  Svo er spurning hvort að skoðanir hans hafi breyst frá 1992 þegar hann fékk húmanistaviðurkenningu AHA.  Ég get ekki gefið mér meiri tíma í að elta þessar tilvitnanir í hann. 

Þú segir "kærar þakkir fyrir aðstoðina, Kurt..."  Hvaða aðstoð?  Þó að Kurt Vonnegut hafi mögulega ekki samrýmst því sem skilgreining IHEU á húmanisma felur í sér, breytir það engu um skilgreininguna.  Þú getur án efa fundið dæmi um trúleysingja eða húmanista sem síðar fóru að trúa á æðri mátt, bæði þekkta og óþekkta.  Einhver breskur rithöfundur er nýlegt dæmi sem í elli sinni fór 180°miðað við fyrri skoðun á yfirnáttúru.  Þessir einstaklingar eru þá ekki lengur trúlausir og því ekki lengur húmanistar ekki frekar en þú.  Trú samræmist ekki húmanisma því þar er yfirnáttúru og hindurvitnum hafnað eins og ég er marg búinn að skrifa hér. 

Svanur Sigurbjörnsson, 9.1.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband