18.1.2008
Þar til við sjáumst á ný
Við kvöddum elskulegan eiginmann, föður, afa, langafa, bróður, mág, frænda og góðan vin við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í dag. Stundin var yndisleg í alla staði, og alveg í þeim anda sem hann hefði kosið sér.
Presturinn, sr. Hjálmar Jónsson, fléttaði inn í minningarorð sín ljóðum eftir pabba, sem verða okkur öllum hvatning til að lifa áfram í þeirri gleði og bjartsýni á tilveruna sem hann leitaðist við að rækta með samferðarfólki sínu, takast á við þau verkefni sem lífið færir okkur af einurð og þolgæði og með kærleika til meðbræðra okkar í hjarta og að leiðarljósi.
Af tónlistarflutningi langar mig sérstaklega að nefna einsöng Óskars Péturssonar, sem söng af mikilli næmni og innlifun lögin "Vorvindur", lag Sigvalda Kaldalóns við ljóð föðurafa okkar, Ragnars Ásgeirssonar, "Gras" eftir Sigfús Halldórsson við ljóð pabba, og "Ave María", einnig eftir Sigvalda Kaldalóns, við ljóð Indriða Einarssonar.
Dómkirkjukórinn söng nokkra alþekkta, gamla og góða sálma, Marteinn H. Friðriksson lék á orgelið og Hjörleifur Valsson lék lag á fiðlu. Frímúrarar stóðu heiðursvörð, svo sem tíðkast meðal þeirra þegar reglubræður falla frá.
Fyrir þetta allt hjartans þakkir, svo og til þeirra sem heiðruðu minningu pabba með nærveru sinni. Innilegar þakkir einnig til ykkar allra sem hafið sent mér samúðarkveðjur hérna á bloggsíðunni minni, stuðningur ykkar hefur verið kærkominn og ómetanlegur.
Ég ætla að skrifa hér upp aftur ljóðið eftir pabba sem ég skrifaði hér upp fyrr í minningu um hann, eftir minni, vegna þess að ég áttaði mig á því þegar ljóð og lag var sungið við jarðarförina að ég hafði ekki farið alls kostar rétt með það, í næstsíðustu línu seinna erindisins, í fyrra skiptið.
Gras
Sumir reyna að rekja
raunir og mæðuspor.
Grasið í minni götu
grænkaði aftur í vor.
Grasið er nú mín gleði
og gæfan er fólgin í því
að vita það eftir vetur
vaxa og grænka á ný.
- Úlfur Ragnarsson
Úlfur og Ásta á leið í kveðjuhóf eldri borgara á Krít í september 2007
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
4 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var búin að segja það víst aftur, Samhryggist þér innilega. Það er erfitt að missa einhvern svo náin.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 18.1.2008 kl. 16:18
Sæl frænka.
Ég hugsaði til ykkar allra í fjölskyldunni í morgun.
Kveðja,
Kristín, Egilsstöðum.
Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 17:47
Gréta, yndislegur dagur, - þið hafið fallega og á listrænan hátt kvatt mætan mann. Hann lfiði ekki til einskins. Hvers getur ein manneskja óskað sér frekar? Eigðu góðar stundir með minningunum.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.1.2008 kl. 22:10
Falleg athöfn greinilega. Kvaddi einn reglubróður minn & vin með svipuðum hætti rétt fyrir jól, en meira er í varið að minningu föður þíns var heiður gerður með því að innvínkla hans ljóð inn í athöfnina.
Takk fyrir þessar persónulegu færslur þínar Gréta í sorginni, þú ferð sterk áfram.
Steingrímur Helgason, 18.1.2008 kl. 22:35
Samúðarkveðja til þín Greta mín, ég hugsaði til þín í dag..
Ragnheiður , 18.1.2008 kl. 23:38
Elsku Greta,
Ragnhildur Jónsdóttir, 19.1.2008 kl. 00:43
Innilegar samúðarkveðjur til þín Greta
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.1.2008 kl. 08:12
Gréta mín,athöfnin var yndisleg,það var svo margt fallegt í athöfninni sem kom beint frá pabba þínum,kveðjur til barnabarna og til ykkar,það var mjög fallegt.Kveðja María
María Anna P Kristjánsdóttir, 19.1.2008 kl. 14:27
Kæru bloggvinir mínir,
Ég þakka ykkur fyrir allan ykkar stuðning og góðu kveðjur. Hafið það öll ævinlega sem best. Nú tekur hversdagslífið við aftur, án pabba, en ég veit að hann er okkur ekki fjarri og að hann fylgist með okkur áfram sem hérna megin dveljum.
Bestu kveðjur og þakkir, aftur, til ykkar allra.
Greta Björg Úlfsdóttir, 19.1.2008 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.