Leita í fréttum mbl.is

Dúkkur

285008904_6e0197425aÞekkir einhver hér einhvern sem hefði gaman af því að eignast gamlar þjóðbúningadúkkur, og postulínsdúkkur?

Málið er það að í fyrra fylltist ég miklu dúkkukaupæði og keypti hrúgur af alls konar dúkkum á eBay. Nú er þessi manía löngu af staðin og blessuð krílin eru eiginlega orðin fyrir mér, þar sem ég hef takmarkað geymslupláss. Ég tími samt ekki að gefa allt safnið í Góða Hirðinn, og ekki taka litlar frænkur endalaust við og fylla herbergin sín af dúkkum frá Gretu frænku - eða hvað?

Svo hér með auglýsi ég eftir einhverjum sem gæti hugsað sér að eignast kríli - svona áður en ég flyt til sólarlanda...hm...en nú er reyndar farið að hlána...í bili...LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

ER ekki bara málið að senda þetta á dúkkusafnið á Flateyri eða í safnahúsið í Eyjafirði. Hef séð dúkkusýningar á þessum stöðum. Hver veit nema þá vanti fleiri í safnið

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 27.1.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég ætlaði líka að benda á safnið á Flateyri, það er virkilega gaman að fara þangað og skoða brúðurnar, þeim er mikill sómi sýndur, og gaman að hafa þær þar.  Það er því alveg tilvalið að láta Flateyri njóta þeirra Gréta Björg mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2008 kl. 13:58

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

NEi... en ég væri til í að eignast ljóshærða BARBÍDÚKKU sem sammsinnir öllu sem ég segi og hefur gaman að því að vaska upp

Brynjar Jóhannsson, 27.1.2008 kl. 14:28

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gréta þú selur þær bara aftur á eBay eða eins og Ása og Ásthildur segja þá eru dúkkusöfn bæði á Ísafirði og Akureyri.
                                  Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2008 kl. 16:20

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, takk fyrir ráðin, mér líst betur á að gefa þessar litlu elskur á söfn en að selja aftur á eBay, þar sem það eru heilmiklir snúningar í kringum það að selja þar, pakka inn, setja í póst o.s.frv., auk þess sem maður getur ekki fengið greitt út úr PayPal á Íslandi og yrði annað hvort að versla út á peninginn aftur, eða láta senda sér hann í banka, sem mörgum finnst örugglega frekar óþægilegt, mér fannst það að minnsta kosti alltaf verra.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.1.2008 kl. 16:34

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sæl Greta, já þær eru komnar með ýmsar hugmyndir hérna fyrir ofan. En mamma mín er að safna þjóðbúningadúkkum og á dágott safn. Við myndum kannski vilja fá að kíkja á hjá þér áður en þú setur þær á ebay, ef það er í lagi.

Heyrumst betur

Ragnhildur Jónsdóttir, 27.1.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband