Leita í fréttum mbl.is

Loksins - Jinky Young Fischer!

Loksins fréttist eitthvað af Jinky litlu, sem samkvæmt frétt Reuters heitir Young, en ekki Ong. Móðirin heitir líka eftir þessu að dæma Marilyn Young, en ekki Justine Ong, þó hún hafi ranglega verið kölluð það í sögusögnum á netinu. - En þær mæðgur hafa sem sagt fengið sér lögfræðing, Samuel Estimo, sem vinnur að því að safna saman nægum gögnum (og þau skortir ekki) til þess að geta lagt fram kröfu í búið.

Gaman að fá loks fréttir af þessu sem maður er búinn vonast eftir að sjá gerast! Smile

Meira HÉR  , HÉR og HÉR.

Í þessu viðtali sem Susan Polgar vitnar í er Miyoko Watai þögul sem gröfin um það hvort þau Fischer hafi gifst. Af hverju skyldi það hafa verið svona mikið leyndarmál? En varla verður það leyndarmál mikið lengur, þó gröfin austur í Flóa geymi nú skákkónginn. 

Ónefndur vinur Fischers og Miyoko Watai hefur sagt að "hin fullomlega ærlega kona" myndi örugglega sjá um að vel yrði séð fyrir dóttur Bobbys, kæmi í ljós að hún væri til. Ekki þykir mér þetta benda til þess:

"Watai's talk of marriage plans has aroused suspicions that it might merely be a ploy to prevent Fischer from being deported. But Watai swears it's true love. Likewise, she dismisses as "untrue" recent press reports that claim Fischer already has a wife and child in the Philippines whom he sees every few months. While legal experts say marrying Watai might substantially improve Japan's willingness to let Fischer stay in the country, Fischer's application is now caught in a catch-22: one of the documents he needs to submit to get married in Japan is a valid passport."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Svo náttla fáum við þær til að flytja til landsins & innheimtum erfðarfjárskatt.

Steingrímur Helgason, 6.2.2008 kl. 21:40

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Steingrímur, ég veit ekki hvernig það kemur út, ætli það verði ekki nógir aðrir en við til að hafa áhyggjur af því máli.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.2.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já, það vona ég nú líka.

Setti þetta bara inn sem bjánalega kómík.

Steingrímur Helgason, 6.2.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

 

Sæl Greta,

ég tek þennan "lögfræðing" ekki trúanlegan fyrr en innanríkisráðuneytið í Manila hefur staðfest það sem hann segir. Þetta er fyrrverandi starfsmaður skáksambands Filippseyja og skákmaður. Ekkert í fréttinni sýnir fram á að hann hafi náð sambandi við mæðgurnar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.2.2008 kl. 23:16

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Eftir því sem kemur fram í fréttinni í Iquirer virðist Samuel Estimo bæði vera starfsmaður Filippínska skáksambandsins og lögmaður, eða lögfræðingur. Þetta getur alveg staðist. En alla vega munu þau þurfa á íslenskum lögfræðingi að halda líka, myndi ég halda.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.2.2008 kl. 23:24

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég er búinn að hafa samband við Manny Mogato sem skrifaði fréttina. Spurning er hvort Estimo sé ekki að leita að vegum einhverra íslenskra skákmanna og eitthvað hafi verið misskilið af fjölmiðlum. Ég bið einnig sendiráðið í Manila um að fá staðfestingu á þessari frétt.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.2.2008 kl. 23:45

7 Smámynd: Júdas

Við hljótum að geta bætt þeim öllum á íslandsvinalistann er það ekki? Og jafnvel lögfræðingnum þeirra líka.

Júdas, 6.2.2008 kl. 23:47

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Vilhjálmur, mig grunar að okkar þætti í þessu máli sé lokið! ...

Nema náttúrulega að halda áfram að blogga fréttum af því......

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.2.2008 kl. 23:53

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Helst vildi ég hætta. En ekki fyrr en innanríkisráðuneytið í Manila hefur staðfest framburð Estimos. "Hann er að safna gögnum og hefur undir höndum ljósrit af vegabréfum" og veit að arfurinn er 1,95 milljónir dollara - en var hann ekki hærri?Hvaðan hefur Estimo fengið þessa tölu?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.2.2008 kl. 00:16

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Vilhjálmur, hvar hefði Estimo átt að fá þetta sem hann segist hafa undir höndum, ef ekki frá Marilyn Young:

"Marilyn Young also turned over to Estimo the child’s passport, her photos with Fischer and their child with signed notes, and the latest bank remittance by Fischer of 1,500 euros to their daughter on Dec. 4, 2007. The remittance was sent to a Philippine National Bank branch in Davao."

Ætli hann vilji ekki fá fæðingarvottorð frá spítalanum og eitthvað fleira, til stuðnings málinu? 

Ekki hef ég hugmynd um hvaðan hann hefur þessa tölu, en hún virðist vera allmikið á reiki, eins og aðrar staðreyndir þessa máls, þar á meðal það að filippínska kjaftasögublaðið segir að Watai hafi verið stödd við dánarbeð Fischers.

En þetta hlýtur nú allt að skýrast á næstunni. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.2.2008 kl. 00:26

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Alla vega er ekki hægt að falsa útkomu úr DNA-prófi, mér vitanlega, sé rétt að því staðið í alla staði. Þannig að vel getur farið svo að þess verði krafist á endanum. Þá reynir á og er eftir að vita hvort LSP eigi enn sýni sem hægt verður að nota til þess.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.2.2008 kl. 00:28

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

(Kjaftasögublað eða ekki, hef ekki hugmynd um hvaða "status" þetta blað hefur á Filippseyjum.)

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.2.2008 kl. 00:33

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þú gætir líka skrifað Francis Ochoa, sem skrifar fréttina á Inquirer.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.2.2008 kl. 00:37

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta fer að vera spennandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.2.2008 kl. 01:32

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Seggdu, Ásthildur...!

Í "kjaftahorninu" þeirra í filippínska skáksambandinu stóð að forseti sambandsins hefði meira að segja boðist til að borga undir þær mæðgur til Íslands, svo þær gætu vottað Fischer hinstu virðingu sína. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.2.2008 kl. 02:03

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

constable_j861robbo_newsÞetta er forseti Skáksambands Filippseyja, Prospero “Butch” Pichay, í miðjunni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.2.2008 kl. 02:14

17 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Berðu saman

“Bobby Fischer hringdi í Marilyn Young að kvöldi 16. janúar, daginn áður en hann lést. Marilyn náði hinsvegar ekki að svara og grætur hún í hvert skipti sem hún rifjar það upp. Þetta er haft eftir lögmanni Marylin, Samuel Estimo, í viðtali við fillipseyska fréttamiðlinum Daily Inquirer”.

og

“According to Marilyn, she and her child went to Icelandin September, 2005 and stayed with Fischer for 3 weeks. That was the last time, however, that mother and daughter saw the chess legend. But Marilyn said she and Fischer texted each other everyday. The last time they talked to each was on January 16, at 11:00in the evening. The next day, Fischer died at the hospital where he was confined.”

 

Það er svona rugl sem hefur einkennt allan fréttaflutning í þessu máli. Það er furðulegt hvað skákmenn geta verið margsaga. Þetta hlýtur að vera atvinnusjúkdómur.

 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.2.2008 kl. 13:17

18 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

“We have started by already asking the help of the Department of Foreign Affairs (DFA),” segir Estimo.

Það er skrítið að filippseyska utanríkisráðuneytið og sendiráðið í Osló höfðu ekki símanúmer Estimos í morgun. Hann hefur kannski sent bréf með B pósti.

Nú eru þeir hins vegar búnir að fá símanúmerið hjá mér og munu væntanlega hringja í Estimo og fá staðfestingu frá honum. Þegar hún er komin hætti ég að hafa áhyggjur af Jinky

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.2.2008 kl. 13:34

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Flott hjá þér, Vilhjálmur. Þetta fer vonandi allt að skýrast.

En það er rétt, blaðamenn eru margir hverjir rugludallar, samanber blaðamanninn sem skrifar "fréttina" í DV og segir okkur ætla að fá Fischer grafinn upp! 

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.2.2008 kl. 13:57

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, ég var búin að taka eftir þessu misræmi sem þú talar um, og skrifaði það einmitt á rugluganginn í blaðamönnum, sem virðast, margir hverjir, eiga afar erfitt með að fara rétt með.

Þeir hafa þarna annað hvort búið til dramtík eða happý end á þetta með símtalið. Æ, ég finn til með Marilyn ef þetta er rétt, að hún hafi ekki verið með símann þegar hann hringdi í síðasta sinn, það hlýtur að vera sárt.

En ef það er rétt að hún hafi misst af símtalinu sýnir það líka að ekki hefur hann búist við dauða sínum, eða hún fyrst hún passaði ekki að vera með símann, eða að alla vega hefur hann þá ekki verið búinn að segja henni frá því hversu veikur hann væri í raun og veru. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.2.2008 kl. 14:01

21 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Var nú reyndar að taka eftir því að þú ert að lýsa vantrausti á yfirlýsingar skákmanna, á meðan ég tala um blaðamenn. Kannski er hið rétta að báðar "stéttir" séu jafn ónákvæmar! Hvað þá lögfræðingar...

En manni finnst alla vega að maður ætti að geta gert kröfu til að blaðamenn og lögfræðingar taki betur eftir en ein miðaldra kona út í bæ sem ruglar saman skákmönnum og blaðamönnum, - eða það finnst mér...

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.2.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.