Leita í fréttum mbl.is

Sofið á verðinum?

Það var margítrekað varað við miklu vatnsveðri. Mikið er ég hrædd um að þeir sem hefðu átt að bregðast við þeim aðvörunum hvað Egilshöll varðar hafi sofið á verðinum.

Kannski og kannski ekki. Kannski þarf bráðum að fara að hafa það eins og í Afríku, að grafa vatnsrennur meðfram og í kringum hús til að taka við umframvatni í vatnavöxtum?

Vonandi eigum við aldrei eftir að lenda í stórflóðum eins og maður sér stundum í fréttum frá suðlægari stöðum í heiminum, eða jafnvel frá löndum eins og Noregi og Svíþjóð.

  


mbl.is Mikið tjón vegna vatns í Egilshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki sofið a verðinum. Starfsmenn  fylgdust með þessu, staðið á vagtinni ,  á 1minutu byrjaði vatnið að gusast úr öllum klósettum vöskum niðurföllum. ekkert hæst að gera nema horfa á þetta ske, holræsi voru biluð í kringum höllina. það stóðu 20-30cm vatsstraumur úr öllu. þetta var GEÐBILUN.

Starfsmaður (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 14:49

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ekki ykkur að kenna sem, sagt. Hlýtur að hafa verið hryllingur.

En einhverjum að kenna, sem sagt, fyrst holræsin voru biluð. Er það ekki borgarinnar að sjá til þess að þau séu í lagi, sérstaklega þegar von er á svona veðri? 

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.2.2008 kl. 16:56

3 identicon

Ég ÞOLI ekki þegar fólk bloggar um eitthvað sem það hefur ekki hundsvit á.

Árni (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 16:58

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég VEIT að það er auðvelt fyrir kellingu úti í bæ að sitja á rassinum við tölvuna og tuða út af svona löguðu. Manni finnst bara svo grátlegt þegar stórtjón verður þegar hægt hefði verið að koma í veg fyrir það með því að hafa hlutina í lagi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.2.2008 kl. 16:59

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...og þetta er líka meint til þín, Árni!

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.2.2008 kl. 17:00

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...Auk þess blogga ég um það sem mér sýnist, Árni minn, burtséð hvort ég er sérfræðingur í viðkomandi málefni eða ekki...en þér er auðvitað fullkomlega heimilt að láta þitt álit í ljós á þessari síðu líka...

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.2.2008 kl. 17:03

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk sömuleiðis, Valgeir minn. Auðvitað á maður ekki að æsa sig þó einhver sem telur sig hafa hundsvit á málum commenti hjá manni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.2.2008 kl. 20:20

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kannski vinnur hann Árni meira að segja við holræsalagnir Reykjavíkurborgar og veit ALLT um ástand mála í þeim geira?

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.2.2008 kl. 20:23

9 identicon

Ég ætla nú ekki að fara að halda því fram að ég hafi vit á pípulögnum og holræsum. Þó finnst mér að ég hafi oft heyrt um einhvers konar lokur á afrennslisrörum, þannig að vatnið kemst út úr húsinu en ekki inn í það við aðstæður líkar þeim núna um helgina. Mér hefði fundist eðlilegt að svoleiðis væri í Egilshöll þar sem svo mikil verðmæti eru í húfi.

Jón (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.