Leita í fréttum mbl.is

Drottningar

photoa1

 Ég var dálítið að hugleiða um "sterku konurnar" í lífi Bobbys Fischer. Það er sniðug tilviljun að móðir hans hét "Regina" sem er komið úr latínu og þýðir "drottning" (dregið af "rex"= konungur, reginn). Drottningin gegnir sem kunnugt er miklu hlutverki á skákborðinu, það vita jafnvel þeir sem ekki kunna að tefla! Wink

Watai4

 "Regina the first (I)": Móðir Fischers var Regina Wender Fischer. Sterk kona með miklar skoðanir, var ötul við að koma Bobby Fischer áfram í skákheiminum, en samkomulag þeirra var ekki gott, eins og vænta má þar sem tveir öflugir og sérstæðir (og líkir?) einstaklingar koma saman.

miyoko"Regina the"wannabe" second (II)": Unnusta/vinkona Fischers var Miyoko Watai, önnur viljasterk kona, sem sést á því að hún er forseti skáksambands Japans, lands sem er annálað fyrir að vera karlasamfélag þar sem konur ráða almennt ekki miklu. 

Sterkar konur. 

collage1Að lokum mynd sem ég bjó til fyrir nokkru að gamni mínu með síðustu myndinni af Bobby Fischer, móður hans, systur og systurdóttur, en öll dvelja þau nú í "sumarlandinu". 

Joan og Elizabeth Targ voru báðar merkar konur, hvor á sínu sviði. 

 

Fischer komst ekki til að vera við útför neinnar þessara þriggja kvenna sem stóðu honum nærri. Vegna þeirra útistaðna sem hann átti í við bandarísk yfivöld og þeirra refsinga sem hann átti yfir höfði sér snéri hann aftur, var honum var ekki óhætt að ferðast til Bandaríkjanna. Vitað er að hann tók það sárt, því þau Joan voru náin og hann hafði sæst við móður sína.(Bobby taldi víst a.m.k. annan frænda sinna hafa svikið sig um arf eftir systur sína, skv. því sem ég las á þessum spjallþræði). Þetta varð ekki til að milda hug hans til þarlendra yfirvalda. Þegar mágur hans kom til að vera við útför hans sjálfs á Íslandi hafði hún þegar farið fram, deginum áður.

Ekki liggur fyrir mynd af "prinsessunni" hans Bobbys, Jinky Young, í fjölmiðlum, kannski sem betur fer fyrir 7 ára gamla stelpu.

*Mér finnst ömurlegt að sjá í bloggi www.jonas.is ættingja Fischers kallaða "aumingja". Ég er alls ekki viss um að Jónas þessi hefði viljað umgangast manninn sjálfur ef hann (Jónas)væri Gyðingur, eftir þær yfirlýsingar sem hann (Fischer) lét frá sér um þá (Gyðinga), en ættingjar Fischers eru/voru að sjálfsögðu Gyðingar, eins og hann sjálfur, eins og gefur að skilja. Auk þess sem systursynirnir koma ekki til með að erfa hann, það er nokkuð ljóst. Þeir eru reyndar hvort sem er ekki á nástrái, annar er lögfræðingur á sviði landnýtingar (Land Use) og lætur sig umhverfismál varða, en hinn er sérfræðingur í barnatannlækningum (svæfingalæknir).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.