Leita í fréttum mbl.is

Íslenskur skákmeistari

Hér stendur skýrum stöfum að íslenskur skákmeistari búi yfir upplýsingum um hinsta vilja Fischers. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist á næstu dögum. En samkvæmt því sem fram kemur í þessari grein viðurkenna Filippseyingarnir hjónaband Fischers og Watai sem gilt, en vilja semja um hlut Jinky úr búinu. Ég stóð þó í þeirri meiningu að óyggjandi hjúskaparvottorð lægi ekki fyrir, en kannski verður látin gilda regla um sambýlisfólk? Annars hélt ég að ennþá væri reglan sú að sambýlisfólk tæki ekki arf, fram yfir lögerfingja vegna blóðbanda, kannski er búið að breyta þessu. Auk þess hélt ég að þau hefðu ekki verið sambýlisfólk, þar sem Miyoko kom aðeins í heimsóknir til Íslands og hafði ekki fasta búsetu hér, heldur í Japan. Þetta er allt mjög ruglingslegt - en allt fer þetta einhvern veginn, þó kona í Austurbænum nái ekki upp í það, enda ekki lögfróð.

Ástæðan fyrir að Filippseyingar telja að íslensk yfirvöld hafi viðurkennt hjúskaparvottorð japanska skákforsetans er sögð sú að hún hafi séð um útförina í krafti þess að hún væri ekkja Fischers. Nú spyr maður sig, hvort kemur á undan, eggið eða hænan?

"Watai reportedly arranged for Fischer’s burial in a countryside churchyard in Reykjavik last month. Apparently, the Icelandic authorities recognized her claim to being the wife of Fischer after she reportedly presented a marriage certificate"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég skil þetta ekki á stúlkan (dóttirin )ekki að fá arf?

Guðjón H Finnbogason, 12.2.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég vil meina að með réttu sé hún einkaerfingi Fischers, það er að segja þegar færðar hafa verið sönnur á að hún sé dóttir hans, en eftir öllu að dæma liggja fyrir bæði fæðingar- og skírnarvottorð, DNA-próf, ljósmyndir af feðginunum saman, póstkort sem hann sendi henni, undirrituð "daddy", svo og yfirlit af bankareikningum sem sýna að Fischer sendi henni regluleag peninga.

Hins vegar efast ég um rétt japönsku konunnar til arfsins, þar sem hún hefur ekki enn fært sönnur á að þau Fischer hafi verið gift, og hæpið er að kalla hana sambýliskonu hans, gagnvart lögum, þar sem hún átti ekki lögheimili á Íslandi og hafði ekki fasta búsetu hér. En að vísu bjuggu þau víst saman í 4 ár í Tokyo - ég veit ekki hvort hægt er að telja þá sambúð með, hvort þau voru þá skráð sambýlisfólk eða hvað. Ég veit heldur ekki hvort eins teygjanlegt hugtak og "unnusta" hefur nokkra þýðingu gagnvart lögum. Ég held að íslensk erfðalög séu nokkuð ströng þegar kemur að  svona atriðum.

Að ofansögðu skoðuðu sé ég ekki þörfina á að semja um dánarbúið, heldur álít það borðleggjandi að Jinky Young eigi að erfa. Annað mál er síðan hvort barnsmóðir Fischers vill síðan semja við Miyoko um einhverja upphæð, af tilfinningalegum ástæðum, þar sem hún er að sögn "góðhjörtuð kona" og Fischer og japanska vinkonan voru nátengd. Og vissulega áorkaði hún ýmsu fyrir hann og hugsaði um hann að einhverju leyti meðan hann bjó hér. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.2.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Allir sem fylgdust með fréttum af handtöku Fischers og framsalskröfu muna að hann kynnti þessa japönsku konu sem eiginkonu sína og að hjónaband þeirra var þyrnir í auga yfirvalda vegna þess að það truflaði framsalsferlið. Ef Fischer hefði ekki viljað að það væri einmitt hún sem gegndi skyldum og nyti réttinda við andlát hans hafði hann nægan tíma eftir að útlegð hans hófst á Íslandi til að skilja við konuna - en hann gerði það ekki eða neitt í þá veru. Samkvæmt íslenskum lögum á maki rétt á að sitja í óskiptu búi sé ekki til staðar kaupmáli eða gild yfirlýsing um annað. - Vonum bara að misvitur framganga hins filipíska lögfræðings hafi ekki rúið meinta dóttur Fischers alla möguleika á að njóta arfs fyrr en að eiginkonunni látinni.

Sjá frétt Mogga hér um kandsíka lögfræðinginn sem vottaði hjónaband þeirra. 

Helgi Jóhann Hauksson, 12.2.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Helgi, ef þetta er rétt sem þú heldur fram, að Fischer hafi kynnt konuna sem eiginkonu sína (sem ég er nú reyndar að heyra í fyrsta skiptið núna, frá þér), hvernig skýrir þú þá þessa yfirlýsingu Miyoko Watai við íslenska blaðamenn Morgunblaðsins 22. mars, 2005, daginn áður en Fischer var látinn laus. Sagði Miyoko íslensku blaðamönnunum ósatt þegar hún sagði þetta?:

" „Við munum skoða síðar hvort við giftum okkur á Íslandi en því ferli hefur verið frestað," sagði hún og bætti við að Fischer hefði orðið afar glaður við að heyra fréttir af íslenskum ríkisborgararétti sínum."

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.2.2008 kl. 21:28

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég kalla það „lost in tranclation“ ef einhver blaðamaður hefur haft þetta eftir henni því þegar Fisher sat í fangelsi og átti að framselja hann var marg oft vitnað til hónabands þeirra - eða hvernig skilur þú t.d. þessa frétt hér? - smelltu á línuna.

Helgi Jóhann Hauksson, 12.2.2008 kl. 21:36

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég skildi að þessi lína var tengill á þessa frétt um yfirlýsingu John Bosnitch (ég er ekki alveg heimsk) og var reyndar búin að lesa hana áður.

Annað hvort þeirra segir/sagði ósatt, John eða Miyoko, - nema plönin hafi breyst skyndilega og drifið hafi verið í giftingu strax daginn eftir, þegar búið var að láta Bobby lausan - sem náttúrlegra hefur þá verið miklu skemmtilegra fyrir alla aðila, þar sem giftingin hefur þá verið rómantísk athöfn en ekki athöfn aðeins framkvæmd í þeim tilgangi að fá kappann lausan. En gaman!

Ég er nánast alveg viss um að merking þess sem Miyoko sagði týndist ekki í þýðingunni (translation), ég held ekki að íslenskir blaðamenn séu svo lélegir í ensku, og ég held líka að Miyoko tali ágæta ensku, samanber öll viðtölin við hana sem birst hafa á netinu, þar sem hún lýsir heitri ást sinni til Bobbys (nema þau viðtöl hafi verið tekin með aðstoð túlks) - en kannski hefur þetta átt að vera einhvers konar tilfæring (transaction) af hennar hálfu - erfitt að segja.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.2.2008 kl. 21:56

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Helgi,

Þú segir í fyrri athugasemd að Fischer hafi kynnt Watai sem eiginkonu sína.

Hvers vegna er spurningin um það hvort þau séu gift þá svona mikið leyndarmál hjá henni að hún vilji ekki svara af eða á, í þessu viðtali frá 30. nóvember, 2006. Bannaði Fischer, sem áður hafði kynnt hana sem eiginkonu sína, að þinni sögn, henni að ræða það við blaðamenn? Eða hvað? Voru þau kannski alls ekki gift? Hvaða vandræðagangur var þetta í konunni? Ég hef alltaf haldið að annaðhvort væri maður giftur eða ekki, - en það er kannski ekki alltaf svo:

"While he was in Japanese custody, Fischer and Watai, who is also head of the Japan chess association, were engaged to be married. At a news conference before leaving Japan, she denied allegations the engagement was just a ploy to confound the Japanese immigration officials, saying Fischer was her king and she wanted to be his queen.

So did they ever tie the knot?

"I'd rather not say," Watai said Thursday in a rare interview with The Associated Press. "I live in Japan now. But I go back and forth." "

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.2.2008 kl. 22:31

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

So did they ever tie the knot?

"I'd rather not say," Watai said Thursday in a rare interview with The Associated Press. "I live in Japan now. But I go back and forth."

Ég skal ekki segja hvað hún á við en þekkt er að japönsk stjórnvöld lögðu stein í götu þeirra með því að taka fyrst af Fischer vegbréfið og neita svo um staðfestingu á  hjónabandinu vegna þess að hann hefði ekki vegabréf sitt -  Svo nokkuð ljóst er að það rugl stjórnvalda gerir henni ekki auðveldara fyrir. 

Ég hef enga trú á að afrit hennar af giftingavottorðinu sé ekki einmitt það afrit af giftingavottorði  eða vitnisburður kanadíska lögfræðingsins sé ekki einmitt það líka vitnisburður um atburði sem kanadíski lögfræðingurinn varð vitni að og staðfesti með undirskrift sinni.

- Það er þó greinilega óbreytt að japönsk stjórnvöld gera ekkert fyrir hana né greiða götu hennar. 

Helgi Jóhann Hauksson, 12.2.2008 kl. 23:22

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, ef til vill er það út af einhverju veseni með japönsk stjórnvöld og hvort þau viðurkenni þá athöfn sem talað er um að hafi farið fram og John B. segist hafa vottað, sem hún svarar spurningunni um hvort hún sé gift Fischer svona einkennilega.

Giftingunni svipar þá á vissan hátt til útfarar heitmannsins/kannski eiginmannsins, sem deilt er um hvort á allan hátt hafi verið lögformlega rétt staðið að.

Svona vandræði gætu manni virst vera fylgifiskur konunnar. Það getur greinilega verið erfitt að standa uppi í hárinu á kerfinu, sé maður ekki með allt á hreinu og með vaðið fyrir neðan sig.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.2.2008 kl. 00:21

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Helgi,

Hlustaðu á þetta, þetta er viðtal við Fischer sem tekið var af rússneskri útvarpsstöð í Moskvu, í gegnum síma, 15. maí, 2005. Þar talar hann um "hjónabands-vitleysuna" og neitar alfarið að hann sé kvæntur. Í ljósi þess sem heyra má í viðtalinu þykir mér harla ólíklegt að orð þín hér á undan, um að hann hafi kynnt Watai sem eiginkonu sína tæpum tveimur mánuðum áður, fái staðist:

Viðtal við Bobby Fischer

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.2.2008 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.