21.2.2008
Hizb ut-Tahrir
"Tjáningarfrelsið er plága"(tengill)
Stofnað 1953
Hizb ut-Tahrir var stofnað 1953 í Jerúsalem. Hizb ut-Tahrir lítur á sig sem stjórnmálaflokk sem hefur íslam sem hugmyndafræði.
Markmið Hizb ut-Tahrir er íslömsk ríkisstjórn - kalifat - þar sem öll málefni daglegs lífs lúta íslömskum lögum (sharia). Í heimi Hizb ut-Tahrir ráða trúarsetningar því hvað telst löglegt (halal) og hvað ólöglegt (haram).
Samkvæmt heimildum Heritage Foundation starfar Hizb ut-Tahrir á alþjóðlegum grundvelli í 40 löndum og hefur hugsanlega 10.000 meðlimi í innsta hring. Við þá tölu má bæta þúsundum af áhangendum.
Stofnandi Hizb ut-Tahrir,Taquiddin al-Nabhani
Hizb ut-Tahrir var stofnað í Danmörku á árunum eftir 1990. Heimildir telja að eiginlegir meðlimirnir séu í mesta lagi 50, auk nokkurra hundruða áhangenda. Á boðaða fundi geta komið upp undir 1000 áheyrendur.
Heilagt stríð
Hizb ut-Tahrir hefur hvatt múslima til að velta stjórnum landa úr sessi og kallað eftir heilögu stríði - jihad - gegn hinum vestræna heimi. Eftir því sem vitað er hefur Hizb ut-Tahrir ekki átt beina aðild að ofbeldisverkum, en samtökin hafa ítrekað lýst yfir stuðningi við hryðjuverk, t.d. árásina á BNA 11. september 2001. Hizb ut-Tahrir hefur einnig margoft gefið út yfirlýsingar um að sjálfsmorðssprengingar séu "lögleg píslarvottaverk".
Af þessari ástæðu er Hizb ut-Tahrir bannað í Usbekistan, eins og í öllum öðrum fyrrverandi múslimskum lýðveldum í Mið-Asíu og Rússlandi. Með nokkrum undantekningum eru samtökin einnig bönnuð í arabísku ríkjunum og í Pakistan.
Á Vesturlöndum er Hizb ut-Tahrir bannað í Þýskalandi og rætt hefur verið um bann í Stóra-Bretlandi, Ástralíu og Danmörku.
Myndin hér fyrir ofan er af vefnum Indonesia Matters
Viðhorf til kvennaViðhorf Hizb ut-Tahrir til kvenna mótast af öfgafullum, gamaldags hugmyndum um hlutverk kynjanna. Samkvæmt Hizb ut-Tahrir er hlutverk konunnar fyrst og fremst að vera móðir og eiginkona. Konan á að hylja líkama sinn með síðum kjól og höfuðklút og hún á að hlýða eiginmanni sínum.
Dæmdur fyrir hótanir
Formaður Hizb ut-Tahrir í Danmörku Fadj Abdullatif hefur oft verið dæmdur fyrir að setja fram hótanir. 17. ágúst 2006 hlaut hann 3 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa hótað Anders Fogh Rasmussen í dreifibréfi, þar sem stóð meðal annars:
"Haldið af stað til hjálpar bræðrum ykkar í Fallujah í Írak og útrýmið stjórnarherrum ykkar, ef þeir eru ykkur til trafala."
Hann var einnig dæmdur árið 2003 til 60 daga óskilorðsbundinnar refsivistar fyrir hótanir, grófar ærumeiðingar og að hvetja til morða á Gyðingum á grundvelli dreifibréfs með tilvitnun í Kóraninn:
"Og drepið þá hvar sem þið finnið þá, og rekið þá þaðan sem þeir ráku ykkur."
Wikipedia: Hizb ut-Tahrir
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Trúmál og siðferði | Breytt 23.2.2008 kl. 04:19 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
39 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hrollvekjandi en þörf lesning fyrir þá bláeygðu sem kalla allt tal um ógn rasisma.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 10:39
En líka, Ásthildur, holl lesning fyrir þá sem kalla alla múslima hryðjuverkamenn, ef þú skoðar tölurnar sem koma fram í pistlinum sem ég þýddi. Hvað heldur þú að séu margir múslimar í heiminum, og hvað sýnist þér að stórt hlutfall þeirra sé í Hizb ut-Tahrir?
Það er merkilegt að skoða að það eru mestu lýðræðisríkin sem skirrast við að banna samtökin. En kannski eru Danir að gjalda fyrir þá stefnu með vaxandi útlendingahatri í landinu.
Þú sérð á þessu að það er mjög aðkallandi að Íslendingar móti sér skýra stefnu í þessum málaflokki, innflytjendamálum, ef við ætlum ekki að horfa upp á allt fara í bál og brand hér hjá okkur. Hérna virðast þó frekar koma upp vandamál í sambandi við innflytjendur frá Austur-Evrópu, enda eru þeir í miklum meirihluta, í sambandi við auðgunarglæpi og almennt ofbeldi sem ekki tengjast trúarbrögðum.
Sem betur fer virðist mér að meirihluti þeirra trúuðu múslima sem búa hér á landi tilheyri hófsömum armi trúarbragðanna, í það minnsta hefur maður ekki heyrt um sömu vandkvæði hér ennþá. Enda er íslam ekki síður margþætt en kristni. Félag múslima á Íslandi hefur til að mynda leitast við að eiga vinsamleg samskipti við aðra trúhópa í landinu.
Ég tel að aðaláherslan hjá okkur eigi að vera að halda glæpagengjum úti og skoða bakgrunn fólks með tilliti til þess, áður en því er hleypt inn í landi, það er að segja hvort það sé á sakaskrá og eigi jafnvel yfir höfði sér dóma. En auðvitað verðum við líka að vera vakandi fyrir því að öfgafullir trúarhópar nái sér ekki á strik hér og banna starfsemi þeirra ef nauðsyn krefur, ef við getum fundið því ásættanlegar forsendur án þess að kröfur um mannréttindi séu brotnar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2008 kl. 11:52
Staða okkar, vegna þess sem ég sagði hér fyrr um það hverjir koma til landsins, ætti að vera auðveldari að fást við, með tilliti til þess að glæpir eru miklu skilgreinanlegri en trúarbrögð, og að löggjöfin er skýr um þá, og almenningsálitið nokkuð sammála um hvað er ásættanlegt hvað þá varðar, það er helst að mönnum finnist í lagi að bjróta skattalögin.
Við höfum trúfrelsi og tjáningarfrelsi, en það ríkir ekkert frelsi til að brjóta landslög hér á landi!
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2008 kl. 12:08
fróðleg lesning.
kveðjur
eb
Egill Bjarnason, 22.2.2008 kl. 10:18
Án þess að hafa nokkra einustu þekkingu á því, þá finnst mér einhvern veginn eins og Kanadamenn standi mjög vel að öllum innflytjendamálum og að kannski sé ráð að horfa til þess hvernig þeir standa að þeim. (?) Að flytja til Kandada.
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.2.2008 kl. 11:31
Galli á gjöf Njarðar að Kanda er náttúrulega ekki í Schengen. En samt held ég að megi ýmislegt læra af þeim.
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.2.2008 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.