23.2.2008
Pólitískt sjónarspil í Danmörku
Undanfarna daga höfum við orðið áhorfendur að vel sviðsettu leikriti hægri afla í danskri pólitík. Tímasetning þessa leikrits var hárrétt valin með tilliti til þess óróleika og rósta sem staðið höfðu í nokkurn tíma, í vissum hverfum Kaupmannahafnar, og fylgdu í kjölfarið af óánægju hóps ungs fólks vegna hertra aðgerða lögreglu gegn glæpum. Við þær aðgerðir, sem felast í reglubundinni vopna- og fíkniefnaleit, töldu ungir menn af erlendu bergi brotnir framkomu lögreglunnar gagnvart sér við framkvæmd hennar vera niðurlægjandi.
Ég tel óhætt að fullyrða að hægri öflin hafi í ljósi þeirra atburða er fyrr greinir séð sér leik á borði að búa til strengjabrúður úr öfgafullum múslimum í Danmörku, til að setja á svið leikrit í þágu eigin málstaðar, þar sem þeir voru í aðalhlutverkunum, en óeirðirnar á undangengnum vikum mynduðu vel viðeigandi bakgrunn, sem síðan lýstist enn frekar upp í ljósi eldhafsins sem frumsýningin á Sankt Hans torgi magnaði upp. Það að nokkur vafi virðist leika á því að danska lögreglan hafi í reynd haft næg sönnunargögn í höndum til þess að réttlæta handtöku tveggja Túnismanna sem nú sitja í varðhaldi í fangelsi í Kaupmannahöfn, vegna ásakan um að þeir hafi ætlað að myrða teiknara einnar af dönsku skopmyndunum, og til þess að hægt sé að ákæra þá, virðist mér renna stoðum undir þetta.
Túnismennirnir voru handteknir, að því er virðist, án þess að fyrir lægju neinar sannanir fyrir því að þeir hafi ráðgert að myrða teiknarann, að minnsta kosti hefur lögmaður þeirra ekki hingað til fengið að sjá nein gögn sem að málinu lúta. Það virðist vera að algjörlega hafi verið treyst á það að ásakanirnar á hendur þeim nægðu til að vísa þeim úr landi án dóms, í krafti laga um hryðjuverk sem Danir flýttu sér að setja eftir 11. september, 2001, meðan allur hinn vestræni heimur var enn í áfalli eftir árásina á Tvíburaturnana. En málið er þó ekki svo einfalt, því í dag vakna margir Danir upp við vondan draum og þykir slík brottvísun mannréttindabrot. Danskur dómstóll mun á næstu dögum taka afstöðu til þess hvort slík brottvísun sem krafist er sé brot á mannréttindum, að teknu tilliti til tveggja dóma mannréttindadómstóla.
Þegar eftir handtöku Túnismannanna tveggja fóru dönsku dagblöðin á stúfana, með Jótlandspóstinn, sem ljóst og leynt styður danska Þjóðarflokkinn (DF) og upphaflega birti skopmyndirnar, sem fánabera í broddi fylkingar, og endurbirtu hinar umdeildu skopmyndir, sem andsvar við - ja, hverju? Handtöku tveggja manna, sem bornir voru sökum, sem lögmaður þeirra hefur enn (22. febrúar) ekki fengið í hendur gögn um að eigi við rök að styðjast! Menn börðu sér á brjóst og töluðu fjálglega um heilagt tjáningarfrelsi og að ekki mætti láta heiftúðuga araba komast upp með morðhótanir á hendur saklausum borgurum - birting myndanna væri þeim makleg málagjöld! Mátti af ummælum sumra ætla að hafið væri heilagt stríð fjölmiðla á hendur þeim sem ekki hafa húmor fyrir pólitískum skopmyndum með trúarlegu ívafi, þar sem gert er grín að eldfimasta málefni alþjóðastjórnmála í dag.
Þau viðbrögð sem vænta mátti og stofnað var til með handtökunum og endurbirtingunni létu vitanlega ekki standa á sér - öfgasinnaðir múslimar tóku þegar við sér og léku það hlutverk sem þeim var úthlutað í þessu sjónarspili af stakri prýði og eins og til var ætlast! Tjáningarfrelsi sitt notfærðu sér á ámátlegan og aumkunarverðan hátt til að úthúða því sama frelsi og kalla það plágu; grátleg heimska má slíkt að kallast og aðeins til þess fallið að styrkja það álit almennings að innan höfðuskelja þessa fólks leynist lítið annað en bænastagl og hafragrautur.
Þessa dagana mótmæla hófsamir múslimar þessum skrípaleik, vegna þess að þeir sjá í gegnum hann og er tilgangur hans augljós, það er að segja að kynda undir báli kynþáttafordóma í landinu og auka þar með fylgi við þá flokka sem vilja að tekið sé af hörku á málefnum innflytjenda.
Þversögnin í þessu er þó sú að eftir seinustu mótmælagöngur og ræðuhöld Hizb ut-Tahrir, með þátttöku Íslamska Trúfélagsins, taka bæði hófsamir múslimar og sósíalistar að vissu leyti undir sjónarmið hægri aflanna, sem lengi hafa vilja banna samtökin, - þó hvorki múslimar né sósíalistar hafi nefnt orðið bann, - þar sem þau eru á þeim bæjum álitin vera farin að skaða málstað innflytjenda meira en hægt er umbera lengur, þegar þau með öfgafullum viðbrögðum sínum og fáránlegum andsvörum meðlima sinna við ögrunum hægri aflanna dansa eftir pípu þeirra.
Ja, hvað ætli Shakespeare hefði sagt, hefði hann verið áhorfandi að þessu leikriti, - ætli hann hefði ekki bara tautað:
"Something is rotten in the state of Denmark" ?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:41 | Facebook
Bloggvinir
- Valgerður Sigurðardóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bertha Sigmundsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Brattur
- Brynja skordal
- Brynjar Jóhannsson
- Calvín
- Dunni
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Bragi Bragason.
- Elías Stefáns.
- Gestur Guðjónsson
- Gullvagninn
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðjón H Finnbogason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Haraldur Bjarnason
- Heidi Strand
- Heiða B. Heiðars
- Helgi Jóhann Hauksson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur
- Isis
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jonni
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Júdas
- Júlíus Valsson
- Karl V. Matthíasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristján G. Arngrímsson
- Kári Harðarson
- Linda
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Orgar
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Ragnheiður
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Rut Sumarliðadóttir
- Salmann Tamimi
- Sema Erla Serdar
- Signý
- Sigurður Sigurðsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Steingrímur Helgason
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Ólafsson
- SM
- Thelma Ásdísardóttir
- Toshiki Toma
- Vefritid
- Viggó H. Viggósson
- Villi Asgeirsson
- Yousef Ingi Tamimi
- hreinsamviska
- molta
- Ágúst Hjörtur
- Ár & síð
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórdís Katla
Myndaalbúm
4 dagar til jóla
Tenglar
myndefni
- Myndirnar mínar á flikr.com flestar fyrir fjölskylduna
- Ég á YouTube
blogg
- Dagbók Ástu Sólveigar Bloggað frá París
- Ingi, Allý og börn
- Welcome to my mind
- Uppi í háu húsi
- Jóhanna Kristjónsdóttir
- Vita Facilis
- Móa í Medford
- Tómas Atli Ponzi
- Waiter Rant
- Inspiratations and Creative Thoughts
- Castles in the sand
- hnakkus
- Jólin Ýmislegt dóladót
- Saumakistan Handavinna af ýmsu tagi
- Baldur McQueen
ýmislegt
- Global Voices Online
- Reporters Without Borders
- Amnesty
- Ísland Panorama
- Bergmál
- Le Droit Humain
- Explore Crete
- Félag CP á Íslandi
- OKUR
- Guðspekifélag Íslands
- Orkusetur
- Friendship Tapestry
- The Gnostic Gospels
- The Gnosis Archives
- Madame Blavatsky
- Tolle
- BC Recordings
- KIVA
- Koptíska kirkjan í Egyptalandi
- The Teachings of Jesus Christ
- Wikibók Völu
- Alþjóða Sam-Frímúrarareglan á Íslandi
- Alþjóðahús
- LAUF
- banksy
- Greinasafn Sigurfreys
- Halldór grín
Mið-Austurlönd
Stjórnmál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein og samantekt hjá þér Gréta mín. Þetta getur alveg verið einmitt svona. Því miður nota sum öfl óhrein meðul sér til framdráttar. Til dæmis sagði einn gamall fréttamaður mér, að það væri nokkuð ljóst að ódæðisverkin í Bretlandi hefðu verið sviðsett, og þeir menn sem sakaðir voru um það saklausir. Að lögreglan fylgist með ferðum ýmissa erlendra manna og þeir hafi vitað nákvæmlega hvar þessir menn voru á hverjum tíma. Ljótt ef satt er, við megum aldrei taka neinu sem gefnu í þessum efnum. Og alltaf spyrja okkur, hvað er þar að baki. Alveg eins og Bandaríkjamenn eru í flestum tilfellum vondu gæjarnir, þó sumir haldi alltaf að þeir séu bjargvættirnir. Þá er undirrótinn oftas þeirra sjálfra. Oj hvað heimurinn er orðin rotinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2008 kl. 09:59
Já, orð Villa gamla eiga því miður við víðar en í Danaveldi.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 11:23
Nei, kannski er nú þessi samsæriskenning mín ekki alfullkomin...
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 16:28
Ég var nú einmitt að speklera þegar ég sauð þetta saman í nótt sem leið að það væri hæpið að tala um dagblöð á hægri vængnum, þó vissulega hafi Jótlandspósturinn átt frumkvæðið og fengið fleiri í hópinn. Ég ætla að leyfa mér að laga þetta til eftir á. Kannsi ég hefði sjálf átt að gerast blaðamaður, he, he...
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 16:32
Blaðamennska
Þetta er náttúrlega ekki svo fjarri lagi...
En það er varla hægt að bera á móti því að aukinn andstaða við útlendinga komi fram í auknu fylgi hægri flokkanna, eða hvað?
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 16:41
NÚ hefur þessi misfella í framsetningu söguþráðarins verið leiðrétt!
Það er kannski ljótt af roskinni húsmóður í Austurbænum að sitja á nóttunni og smíða samsæriskenningar (mörg er hin myrka næturiðjan, svo sem hátt hefur borið í fjölmiðlapólitíkinni), en ég er nú svo tortryggin að eðlisfari (og kannski með svo skítlegt eðli, eða er það ekki bara heilbrigð skynsemi?) að ég vil helst líta á HVER það er sem hugsanlega hagnast á hlutunum... ...því mannskepnan er svo ófullkomin, eins og oft hefur komið berlega í ljós.
Kannski væri mér þó hollara, eins og fleirum, að vaka á daginn og sofa á nóttunni.......
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 17:03
Hæ Gréta, "það er eitthvað rotið í veldi Dana" og mig grunar þó ég hafi ekki neina fullvissu í þeim grun að hvernig Danir munu taka á þessum málum á næstu misserum mun hafa afgerandi áhrif langt út fyrir landamæri Dk og hins hófsama Múslíma. Merkilegt nok þykir mér að Holland er afar hljóðlátt þessa stundina og maður býður nánast í ofvæni með að sjá hvaða stefnu þeir taka, því ekki er ástandið þar ívið betra en í DK.
m.kv.
Linda.
Linda, 23.2.2008 kl. 18:49
Já, Linda, það verður fróðlegt að fylgjast með því.
Mér finnst líka dálítið athyglisvert að spá í ástæður þess að þau ríki sem talin hafa verið frjálslyndust og eftirgefanlegust í löggjöf sinni virðast fá mestu vandamálin að kljást við. En kannski er það ekki svo, kannski er ekki allt sem sýnist í þeim efnum; kannski er það bara vegna þess að umræðan er opnust þar sem við heyrum mest um þessi vandamál, og fólk er óhræddara að tjá sig, með og á móti. Það er þá mjög gott. Þá er ég með í huga könnunina sem sýndi að kynþáttafordómar væru mestir í Danmörku af Evrópulöndum. En eins og ég kem að hér á eftir segir könnunin kannski ekki alla sögu...
Kannski kraumar þeim mun meira undir í öðrum löndum þar sem löggjöfin er strangari og umræðan ekki eins opin. Það er til dæmis hræðilegt að fá fréttir af því að í Þýskalandi hefur fólk verið brennt inni, vegna kynþáttafordóma. Það hefur aldrei, sem betur fer, gerst í Danmörku.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 19:06
Mig minnir að Holland hafi verið næst á eftir Danmörku í þessari könnun, og svo Spánn.
Ætli Ísland hafi ekki verið inni í henni? Sennilega ekki. Það væri tímabært að gera slíka könnun hér, fróðlegt hvað koma myndi út úr henni....
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 19:08
En ég er sammála Villy Søvndal þegar hann segir við Íslamistana að ef lýðræðið sé svona ömurlegt ættu þeir að hafa vit á að hunskast heim til sín, eða til landa þar sem viðhorf þeirra fá hljómgrunn. Hér á Vesturlöndum geta þeir ekki búið með þessu hugarfari og eitrað út frá sér í samfélaginu - sem er vissulega það sem þeir gera.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.