Leita í fréttum mbl.is

Danskt samsæri - !

Jótlandspósturinn birti í grein 18. febrúar hluta úr dreifibréfi sem Hizb ut-Tahrir sendi út í tilefni atburða síðustu daga, þar sem kemur fram að þeir telji að ætlun Dana sé að kúga múslima:

"Málið er það að þeir ætla sér - annars vegar - aðeins að kúga múslima með hræðsluáróðri, ógnarstjórn og einræði og þvinga þá til að viðurkenna hina fölsku menningu Vesturlanda, þar með talið veraldarhyggjuna, lýðræðið og "tjáningarfrelsið", og að hrella múslima í þeim tilgangi að afvegaleiða þá frá Íslam, Kóraninum og virðingunni fyrir Múhameð (saaws) og að fylgja Sharialögunum. Þetta síðast nefnda er einmitt það sem danska stjórnin lítur á sem hina stóru hindrun í veginum fyrir því að hin pólitíska aðlögunarstefna gangi í gegn."

Þvílíkar þversagnir sem hér ber fyrir augu! Þetta heitir á hundamáli að bíta í hendina sem gefur þér.

Ég segi nú bara eins og Villy Søvndal formaður Sósíalíska Þjóðarflokksins (SF) sagði í bloggfærslu sinni 19. febrúar: "Ef þeir eru svo heimskir að vilja sjá kalífadæmi og sharíalögum komið á, þá eru þeir einfaldlega í vitlausu landi. Þeir hafa ekkert að gera í Danmörku og þeir munu ekki öðlast það sem þeir berjast fyrir".

Þetta segir Villy svo í niðurlagi bloggfærslu sinnar 22. febrúar:

"Í mínum augum er það alveg afgerandi að núna er meiri gróska í kringum spurninguna en sést hefur lengi:  Við erum í fullri alvöru komin á þann stað að skilin milli fólks [hafa skýrst, að þeir] sem vilja lýðræði, rétt til frelsis og friðsamt líf í Danmörku verða að taka afstöðu á móti þeim sem vilja trúarlegt einveldi án réttinda til frelsis fyrir einstaklingana.

Og að auki höfum við fengið það að athyglin hefur beinst að því að ekki er hægt að leyfa að trúarhiti (det stærkt religiøse) skilgreini afstöðu meirihluta múslima til trúar sinnar eða danska samfélagsins eða danskra stjórnmála.

Þetta tvennt er mikilsverður árangur af umræðunni þessa viku. Það birtir.

Villy - " 

Til umhugsunar:

Ég vona að Danir geri sér ljósa grein fyrir því að ef að finnst flötur á því í lögum að leysa Hizb ut-Tahrir upp, þá er fylgir því sú hætta  - því þessir menn gefast ekkert upp og þeir eru ekkert að fara (til þess hafa þeir það of gott í lille Danmark!) - að samtökin gerist neðanjarðarhreyfing í Danmörku og fari að stunda "moldvörpuhernað" þar - þá eru þeir fyrst orðnir hættulegir í alvörunni, - sem síðan myndi kalla á að leyniþjónusta í landinu yrði efld - vilja menn það? Er þá ekki skárra að leyfa þeim að skottast opinberlega í mótmælagöngum og að þeir séu allir undir eftirliti á einum stað? Hmm...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessu er ég alveg hjartanlega sammála ef menn vilja ekki frelsið í landinu sem þeir búa í, eiga þeir einfaldlega að láta sig hverfa þaðan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 12:19

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

- og ekki að (mis)nota tjáningarfrelsið til þess að úthúða því!

Ætli þessir menn viti hvað ógnarstjórn og einræði er, myndu þeir blómstra í því eins og Danmörku og fá að láta ljós sitt skína í jafn ríkum mæli? Ekki gott að segja...

Þvílík heimska og vanþakklæti. Þeir eru eins og krakkar í sandkassaleik, en því miður eru það ekki teygjubyssur sem skoðanabræður þeirra í "sæluríkjunum" berjast með, og þeir þá ekki heldur ef í hart færi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.2.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband